Lærði af mistökunum sem hún viðurkenndi Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 14. september 2019 10:30 Sara Sturludóttir. „Að mínu mati er það að gera mistök eina leiðin til að læra en mikilvægt er að reyna að komast fjótt að mistökunum til að þau hafi eins lítil áhrif og hægt er,“ segir Sara Sturludóttir, skrifstofu- og verkefnastjóri. Hún opnaði fallega blóma- og gjafavöruverslun í miðju íbúðahverfi í Kópavogi árið 2009 en ævintýrið endaði ekki líkt og Sara hafði óskað sér. Hún fór af stað með háleit markmið og drauma en áttaði sig á því nokkrum mánuðum síðar að opnun verslunarinnar hefðu verið mistök og skellti í lás. Sara segir mikilvægt að viðurkenna mistök sín og læra af þeim. „Ég vann með skóla í dásamlegri blómabúð á Hagamelnum og það var svo ótrúlega nærandi og skemmtilegt að fá að vinna með blóm og búa til fallega vendi og skreytingar,“ segir Sara. „Blómabúðin var opnuð síðla hausts 2009, full af fallegri jólagjafavöru og blómum,“ segir Sara. „Fljótlega eftir jólin var ljóst að það hafði alls ekki selst nógu mikið af jólavörunni til að ég gæti fyllt búðina af nýrri vöru og einnig var lítil sala í blómunum sem gerði það að verkum að það var mikil rýrnun á þeim,“ segir hún. „Mistökin sem ég gerði voru kannski fyrst og fremst þau að halda að reynsla mín sem aukastarfsmaður í blómabúð nægði til að reka mína eigin,“ útskýrir Sara. „Ég leitaði í raun ekki ráða hjá neinum með meiri reynslu á þessu sviði og var svona svolítið í því að finna upp hjólið í hverju skrefi. Annað sem ég áttaði mig á var að ég hafði í minni nostalgíu ákveðið að allir hefðu yndi og gaman af blómum og myndu kaupa sér vönd við hvert tilefni sem gæfist. Þetta keyrði ég áfram blind á það að árið var 2009 og fólk langt frá því með hugann við að eyða peningum í blóm og gjafavöru,“ segir hún. „Það sem ég lærði af þessu er til dæmis hversu mikilvægt það er að leita ráða sem víðast og reyna að auka þekkingu sína á því sviði sem maður ætlar sér að fara í,“ segir Sara brosandi. „Það var mér mjög erfitt að ákveða að loka blómabúðinni, mér fannst niðurlægjandi að þurfa að segja fólki að ég hefði gert mistök en ég tókst á við það og enginn hló að mér. Þetta var bara alls ekki eins slæmt og ég hafði séð fyrir mér,“ segir Sara að lokum og hvetur fólk til að viðurkenna mistök sín. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Sjá meira
„Að mínu mati er það að gera mistök eina leiðin til að læra en mikilvægt er að reyna að komast fjótt að mistökunum til að þau hafi eins lítil áhrif og hægt er,“ segir Sara Sturludóttir, skrifstofu- og verkefnastjóri. Hún opnaði fallega blóma- og gjafavöruverslun í miðju íbúðahverfi í Kópavogi árið 2009 en ævintýrið endaði ekki líkt og Sara hafði óskað sér. Hún fór af stað með háleit markmið og drauma en áttaði sig á því nokkrum mánuðum síðar að opnun verslunarinnar hefðu verið mistök og skellti í lás. Sara segir mikilvægt að viðurkenna mistök sín og læra af þeim. „Ég vann með skóla í dásamlegri blómabúð á Hagamelnum og það var svo ótrúlega nærandi og skemmtilegt að fá að vinna með blóm og búa til fallega vendi og skreytingar,“ segir Sara. „Blómabúðin var opnuð síðla hausts 2009, full af fallegri jólagjafavöru og blómum,“ segir Sara. „Fljótlega eftir jólin var ljóst að það hafði alls ekki selst nógu mikið af jólavörunni til að ég gæti fyllt búðina af nýrri vöru og einnig var lítil sala í blómunum sem gerði það að verkum að það var mikil rýrnun á þeim,“ segir hún. „Mistökin sem ég gerði voru kannski fyrst og fremst þau að halda að reynsla mín sem aukastarfsmaður í blómabúð nægði til að reka mína eigin,“ útskýrir Sara. „Ég leitaði í raun ekki ráða hjá neinum með meiri reynslu á þessu sviði og var svona svolítið í því að finna upp hjólið í hverju skrefi. Annað sem ég áttaði mig á var að ég hafði í minni nostalgíu ákveðið að allir hefðu yndi og gaman af blómum og myndu kaupa sér vönd við hvert tilefni sem gæfist. Þetta keyrði ég áfram blind á það að árið var 2009 og fólk langt frá því með hugann við að eyða peningum í blóm og gjafavöru,“ segir hún. „Það sem ég lærði af þessu er til dæmis hversu mikilvægt það er að leita ráða sem víðast og reyna að auka þekkingu sína á því sviði sem maður ætlar sér að fara í,“ segir Sara brosandi. „Það var mér mjög erfitt að ákveða að loka blómabúðinni, mér fannst niðurlægjandi að þurfa að segja fólki að ég hefði gert mistök en ég tókst á við það og enginn hló að mér. Þetta var bara alls ekki eins slæmt og ég hafði séð fyrir mér,“ segir Sara að lokum og hvetur fólk til að viðurkenna mistök sín.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Sjá meira