Markaveisla á velli heilagrar Maríu | Ronaldo með fernu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2019 22:06 Jadon Sancho skoraði sín fyrstu mörk fyrir enska landsliðið í kvöld. vísir/getty England er enn með fullt hús stiga í undankeppni EM 2020 eftir sigur á Kósóvó, 5-3, á St. Mary's vellinum í Southampton í kvöld. Þetta var fyrsta tap Kósóvóa í 16 leikjum. Þeir byrjuðu leikinn reyndar af krafti og komust yfir eftir 34 sekúndur þegar Valon Berisha nýtti sér mistök Michaels Keane og skoraði. Þá tóku Englendingar yfir og skoruðu fimm mörk fyrir hálfleik. Jadon Sancho skoraði tvö mörk, sín fyrstu fyrir landsliðið, og þeir Raheem Sterling og Harry Kane sitt markið hvor. Mergim Vojvoda, varnarmaður Kósóvó, skoraði einnig sjálfsmark. Kósóvó byrjaði seinni hálfleikinn vel og minnkaði muninn í 5-3 með mörkum frá Berisha og Vedat Muriqi. Kane klúðraði síðan vítaspyrnu en fleiri urðu mörkin ekki. Kósóvó er í 3. sæti A-riðils með átta stig, einu stigi á eftir Tékklandi sem vann 0-3 útisigur á Svartfjallalandi. Cristiano Ronaldo skoraði fernu þegar Evrópumeistarar Portúgals unnu Litháen, 1-5, í B-riðli. Þetta er í áttunda sinn sem Ronaldo skorar þrjú mörk eða meira í landsleik. Alls eru landsliðsmörk hans 93 talsins. William Carvalho var einnig á skotskónum fyrir Portúgal sem er með átta stig í 2. sæti riðilsins. Litháen er á botninum með eitt stig. Í hinum leik kvöldsins í B-riðli vann Serbía Lúxemborg, 1-3. Aleksandar Mitrovic skoraði tvö mörk fyrir Serba sem eru í 3. sæti riðilsins með sjö stig. Lúxemborgarar eru í því fjórða með fjögur stig.Úrslit kvöldsins:A-riðill England 5-3 Kósóvó Svartfjallaland 0-3 TékklandB-riðill Litháen 1-5 Portúgal Lúxemborg 1-3 SerbíaH-riðill Albanía 4-2 Ísland Frakkland 3-0 Andorra Moldóva 0-4 Tyrkland EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2. 10. september 2019 21:00 Öruggt hjá Frökkum og Tyrkjum Frakkland og Tyrkland styrktu stöðu sína í H-riðli undankeppni EM 2020 með sigrum í kvöld. 10. september 2019 21:09 Mest lesið Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
England er enn með fullt hús stiga í undankeppni EM 2020 eftir sigur á Kósóvó, 5-3, á St. Mary's vellinum í Southampton í kvöld. Þetta var fyrsta tap Kósóvóa í 16 leikjum. Þeir byrjuðu leikinn reyndar af krafti og komust yfir eftir 34 sekúndur þegar Valon Berisha nýtti sér mistök Michaels Keane og skoraði. Þá tóku Englendingar yfir og skoruðu fimm mörk fyrir hálfleik. Jadon Sancho skoraði tvö mörk, sín fyrstu fyrir landsliðið, og þeir Raheem Sterling og Harry Kane sitt markið hvor. Mergim Vojvoda, varnarmaður Kósóvó, skoraði einnig sjálfsmark. Kósóvó byrjaði seinni hálfleikinn vel og minnkaði muninn í 5-3 með mörkum frá Berisha og Vedat Muriqi. Kane klúðraði síðan vítaspyrnu en fleiri urðu mörkin ekki. Kósóvó er í 3. sæti A-riðils með átta stig, einu stigi á eftir Tékklandi sem vann 0-3 útisigur á Svartfjallalandi. Cristiano Ronaldo skoraði fernu þegar Evrópumeistarar Portúgals unnu Litháen, 1-5, í B-riðli. Þetta er í áttunda sinn sem Ronaldo skorar þrjú mörk eða meira í landsleik. Alls eru landsliðsmörk hans 93 talsins. William Carvalho var einnig á skotskónum fyrir Portúgal sem er með átta stig í 2. sæti riðilsins. Litháen er á botninum með eitt stig. Í hinum leik kvöldsins í B-riðli vann Serbía Lúxemborg, 1-3. Aleksandar Mitrovic skoraði tvö mörk fyrir Serba sem eru í 3. sæti riðilsins með sjö stig. Lúxemborgarar eru í því fjórða með fjögur stig.Úrslit kvöldsins:A-riðill England 5-3 Kósóvó Svartfjallaland 0-3 TékklandB-riðill Litháen 1-5 Portúgal Lúxemborg 1-3 SerbíaH-riðill Albanía 4-2 Ísland Frakkland 3-0 Andorra Moldóva 0-4 Tyrkland
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2. 10. september 2019 21:00 Öruggt hjá Frökkum og Tyrkjum Frakkland og Tyrkland styrktu stöðu sína í H-riðli undankeppni EM 2020 með sigrum í kvöld. 10. september 2019 21:09 Mest lesið Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2. 10. september 2019 21:00
Öruggt hjá Frökkum og Tyrkjum Frakkland og Tyrkland styrktu stöðu sína í H-riðli undankeppni EM 2020 með sigrum í kvöld. 10. september 2019 21:09