Íslendingaliðið Kristianstad er með fullt hús stiga og á toppnum eftir fyrstu þrjá leiki sína í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta. Kristianstad lagði Helsingborg að velli í kvöld, 20-24.
Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk úr sex skotum fyrir Kristianstad.
Ólafur Guðmundsson lék ekki með Kristianstad í kvöld.
Staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, og þegar tíu mínútur voru eftir var enn jafnt, 17-17.
Kristianstad vann síðustu tíu mínúturnar 7-3 og leikinn, 20-24.
