Allt að 200 milljónir til ráðstöfunar til fyrirtækja í þróunarsamvinnu Heimsljós kynnir 10. september 2019 09:15 Allt að tvö hundruð milljónir króna verða til ráðstöfunar úr Samstarfssjóði við atvinnulífið um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á þessu ári. Utanríkisráðuneytið auglýsti á dögunum öðru sinni eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tvö íslensk fyrirtæki, Marel og Thoregs, hlutu styrki úr sjóðnum fyrr á árinu þegar úthlutað var úr honum í fyrsta sinn. Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífs til þróunarsamvinnu. Markmiðið er að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum heims í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og þróunarsamvinnustefnu íslenskra stjórnvalda. Hámarksfjárhæð til einstakra verkefna er allt að 200 þúsund evrur yfir þriggja ára tímabil. Heimilt er að veita styrk til sama verkefnis til allt að þriggja ára, með fyrirvara um fjárheimildir fjárlaga hvers árs. Styrkfjárhæð getur numið allt að 50% af heildarkostnaði verkefnis. Veitt verða framlög til samstarfsverkefna sem koma til framkvæmdar í lágtekju- og lágmillitekjurríkjum en listi yfir gjaldgeng lönd er að finna á vef ráðuneytisins. Styrkt verkefni eiga að vera til hagsbóta í viðkomandi landi og stuðla að atvinnusköpun og sjálfbærum vexti. Sérstök áhersla er að þessu sinni lögð á frumkvöðlastarf, atvinnusköpun kvenna og að verkefnin hafi jákvæð umhverfisáhrif. Að þessu sinni verður líka boðið upp á að sækja um forkönnunarstyrki, sem geta numið allt að tveimur milljónum króna. Styrkirnir verða fimm talsins og þeim er ætlað að styðja við hugmyndir eða verkefni á frumstigi sem geta leitt af sér stærra þróunarverkefni, líkt og „Fræ“ sem er fyrirtækjastyrkur hjá tækniþróunarsjóði Rannís. Umsóknir þurfa að berast fyrir miðnætti 15. október 2019. Utanríkisráðherra úthlutar styrkjum að fengnu áliti þriggja manna matshóps sem er skipaður tveimur óháðum sérfræðingum á sviði þróunarsamvinnu og fulltrúa utanríkisráðuneytisins. Áætlað er að niðurstöður ráðherra liggi fyrir í desember á þessu ári. Nánar á vef Samstarfssjóðsins.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent
Allt að tvö hundruð milljónir króna verða til ráðstöfunar úr Samstarfssjóði við atvinnulífið um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á þessu ári. Utanríkisráðuneytið auglýsti á dögunum öðru sinni eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tvö íslensk fyrirtæki, Marel og Thoregs, hlutu styrki úr sjóðnum fyrr á árinu þegar úthlutað var úr honum í fyrsta sinn. Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífs til þróunarsamvinnu. Markmiðið er að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum heims í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og þróunarsamvinnustefnu íslenskra stjórnvalda. Hámarksfjárhæð til einstakra verkefna er allt að 200 þúsund evrur yfir þriggja ára tímabil. Heimilt er að veita styrk til sama verkefnis til allt að þriggja ára, með fyrirvara um fjárheimildir fjárlaga hvers árs. Styrkfjárhæð getur numið allt að 50% af heildarkostnaði verkefnis. Veitt verða framlög til samstarfsverkefna sem koma til framkvæmdar í lágtekju- og lágmillitekjurríkjum en listi yfir gjaldgeng lönd er að finna á vef ráðuneytisins. Styrkt verkefni eiga að vera til hagsbóta í viðkomandi landi og stuðla að atvinnusköpun og sjálfbærum vexti. Sérstök áhersla er að þessu sinni lögð á frumkvöðlastarf, atvinnusköpun kvenna og að verkefnin hafi jákvæð umhverfisáhrif. Að þessu sinni verður líka boðið upp á að sækja um forkönnunarstyrki, sem geta numið allt að tveimur milljónum króna. Styrkirnir verða fimm talsins og þeim er ætlað að styðja við hugmyndir eða verkefni á frumstigi sem geta leitt af sér stærra þróunarverkefni, líkt og „Fræ“ sem er fyrirtækjastyrkur hjá tækniþróunarsjóði Rannís. Umsóknir þurfa að berast fyrir miðnætti 15. október 2019. Utanríkisráðherra úthlutar styrkjum að fengnu áliti þriggja manna matshóps sem er skipaður tveimur óháðum sérfræðingum á sviði þróunarsamvinnu og fulltrúa utanríkisráðuneytisins. Áætlað er að niðurstöður ráðherra liggi fyrir í desember á þessu ári. Nánar á vef Samstarfssjóðsins.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent