DV tapaði 240 milljónum Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. september 2019 08:36 Framkvæmdastjóri útgáfufélagsins segir rekstrarumhverfið erfitt. VISIR/VILHELM Útgefandi DV og vefmiðla þess, félagið Frjáls fjölmiðlun ehf., tapaði næstum 240 milljónum króna á síðasta ári. DV greinir sjálft frá tapinu og bætir við að EBITDA afkoma, fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, hafi verið neikvæð um 214 milljónir króna og rekstrartekjur numið 380 milljónum. Karl Garðarson, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, setur tap félagsins í samhengi við erfiðan rekstur annarra einkarekinna miðla. Má í því samhengi nefna að útgáfufélag Morgunblaðsins, Árvakur, tapaði um 415 milljónum í fyrra.Þessar afkomutölur bendi til að staða einkarekinna miðla sé „mjög alvarleg,“ að mati Karls. Því þurfi að bregðast skjótt við til að vernda lýðræðislega umræðu í landinu - „og ekki hjálpar það forskot sem RÚV er með í formi auglýsinga og styrkja úr ríkissjóði,“ eins og Karl kemst að orði. Ætla má að þetta sé innlegg framkvæmdastjórans í yfirstandandi umræðu um þátttöku Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur sagst vilja endurskoða. Samkvæmt ársreikningi Ríkisútvarpsins fyrir árið 2018 fékk stofnunin 4,3 milljarða króna í formi útvarpsgjalds og þá skilaði samkeppnisrekstur þess 2,3 milljörðum. Lilja Alfreðsdóttir hefur þó tekið fram að tekjumissir Ríkisútvarpsins vegna auglýsinga verði bættur upp með öðrum hætti, rétt eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem vill gera það með hækkun útvarpsgjalds. Aukinheldur voru 400 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi næsta árs eyrnamerktar stuðningi við einarekna fjölmiðla.Hvað rekstur Frjálsrar fjölmiðlunar varðar segist Karl þó hafa trú á að aðhaldsaðgerðir sem Frjáls fjölmiðlun réðst í, í lok síðasta árs, muni skila sér í heilbrigðari rekstri þegar fram líða stundir. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ráðherra ætlar sér að taka RÚV af auglýsingamarkaði Menntamálaráðherra ætlar sér að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Forsætisráðherra vill bæta stofnuninni upp þær tekjur með hækkuðu útvarpsgjaldi. 9. september 2019 07:15 Tap útgefanda Morgunblaðsins, Mbl og K100 áttfaldast á tveimur árum Árið 2018 reyndist Árvakri hf. erfitt en fyrirtækið var rekið með 415 milljóna króna halla. 2. september 2019 15:34 400 milljónir eyrnamerktar einkareknum fjölmiðlum Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti í morgun er gert ráð fyrir því að 400 milljónum verði varið í styrki til einkarekinna fjölmiðla. 6. september 2019 14:11 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Útgefandi DV og vefmiðla þess, félagið Frjáls fjölmiðlun ehf., tapaði næstum 240 milljónum króna á síðasta ári. DV greinir sjálft frá tapinu og bætir við að EBITDA afkoma, fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, hafi verið neikvæð um 214 milljónir króna og rekstrartekjur numið 380 milljónum. Karl Garðarson, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, setur tap félagsins í samhengi við erfiðan rekstur annarra einkarekinna miðla. Má í því samhengi nefna að útgáfufélag Morgunblaðsins, Árvakur, tapaði um 415 milljónum í fyrra.Þessar afkomutölur bendi til að staða einkarekinna miðla sé „mjög alvarleg,“ að mati Karls. Því þurfi að bregðast skjótt við til að vernda lýðræðislega umræðu í landinu - „og ekki hjálpar það forskot sem RÚV er með í formi auglýsinga og styrkja úr ríkissjóði,“ eins og Karl kemst að orði. Ætla má að þetta sé innlegg framkvæmdastjórans í yfirstandandi umræðu um þátttöku Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur sagst vilja endurskoða. Samkvæmt ársreikningi Ríkisútvarpsins fyrir árið 2018 fékk stofnunin 4,3 milljarða króna í formi útvarpsgjalds og þá skilaði samkeppnisrekstur þess 2,3 milljörðum. Lilja Alfreðsdóttir hefur þó tekið fram að tekjumissir Ríkisútvarpsins vegna auglýsinga verði bættur upp með öðrum hætti, rétt eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem vill gera það með hækkun útvarpsgjalds. Aukinheldur voru 400 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi næsta árs eyrnamerktar stuðningi við einarekna fjölmiðla.Hvað rekstur Frjálsrar fjölmiðlunar varðar segist Karl þó hafa trú á að aðhaldsaðgerðir sem Frjáls fjölmiðlun réðst í, í lok síðasta árs, muni skila sér í heilbrigðari rekstri þegar fram líða stundir.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ráðherra ætlar sér að taka RÚV af auglýsingamarkaði Menntamálaráðherra ætlar sér að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Forsætisráðherra vill bæta stofnuninni upp þær tekjur með hækkuðu útvarpsgjaldi. 9. september 2019 07:15 Tap útgefanda Morgunblaðsins, Mbl og K100 áttfaldast á tveimur árum Árið 2018 reyndist Árvakri hf. erfitt en fyrirtækið var rekið með 415 milljóna króna halla. 2. september 2019 15:34 400 milljónir eyrnamerktar einkareknum fjölmiðlum Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti í morgun er gert ráð fyrir því að 400 milljónum verði varið í styrki til einkarekinna fjölmiðla. 6. september 2019 14:11 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Ráðherra ætlar sér að taka RÚV af auglýsingamarkaði Menntamálaráðherra ætlar sér að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Forsætisráðherra vill bæta stofnuninni upp þær tekjur með hækkuðu útvarpsgjaldi. 9. september 2019 07:15
Tap útgefanda Morgunblaðsins, Mbl og K100 áttfaldast á tveimur árum Árið 2018 reyndist Árvakri hf. erfitt en fyrirtækið var rekið með 415 milljóna króna halla. 2. september 2019 15:34
400 milljónir eyrnamerktar einkareknum fjölmiðlum Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti í morgun er gert ráð fyrir því að 400 milljónum verði varið í styrki til einkarekinna fjölmiðla. 6. september 2019 14:11