Hjörtur búinn að vinna sér fast sæti í landsliðinu en spilar samt ekki sína stöðu Óskar Ófeigur Jónsson í Tirana skrifar 10. september 2019 10:00 Hjörtur Hermannsson. Mynd/S2 Sport Hjörtur Hermannsson er nýjasta nafnið í byrjunarliði íslenska landsliðsins. Hann hefur verið í kringum liðið í nokkur ár en hefur fengið sitt fyrsta alvöru tækifæri í þessari undankeppni. Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi komið mjög vel út að setja hann í liðið því íslenska landsliðið hefur unnið alla sína leiki síðan. Íslenska liðið mætir Albaníu í kvöld og getur þar haldið sigurgöngu sinni áfram. „Þetta verður erfiður leikur hjá okkur. Við erum búnir að klára þá á heimavelli og það var erfiður leikur svo það sé á hreinu. Nú erum við komnir út í Albaníu og við erum að fara mæta sterku liði en ég held að þetta verði allt annar leikur en var á okkar heimavelli,“ sagði Hjörtur Hermannsson. „Þetta verður líka allt annar leikur en við spiluðum á laugardaginn. Við verðum bara að vera gíraðir. Þeir eru mjög fastir fyrir og sterkir, með stóra og sterka framherja og fara í mörg návígi. Við þurfum bara að mæta þeim í því,“ sagði Hjörtur. Hann er nú kominn í öðruvísi hlutverk hjá íslenska liðinu og er ekki lengur áhorfandi og varaskeifa. „Eins og í mörgu öðru þegar þú færð meiri reynslu þá líður þér betur. Nú er ég kominn með fleiri leiki undir beltið og fleiri leiki með strákunum í liðinu. Mér líður því bara betur með hverju verkefninu sem kemur. Ég er búinn að vera í kringum þennan hóp alveg frá því á EM og fyrir EM jafnvel. Þetta er meira eða minna sami hópurinn þannig að ég er búinn að vera ágætlega lengi í kringum þessa drengi. Ég þekki því alveg inn á þetta en það er öðruvísi að vera vikur þátttakandi og það er frábært,“ sagði Hjörtur. Hann er samt ekki að spila sína stöðu með íslenska landsliðinu eins og er. „Ég er að spila sem miðvörður í Danmörku og það er öðruvísi en að spila hægri bakvörð með landsliðinu. Ég er náttúrulega varnarmaður og sem miðvörður þá veit ég vel hvað ég ætlast til að mínum hægri bakverði. Ég reyni bara að skila því sem best hér eins og ég myndi vilja að minn hægri bakvörður myndi spila. Það er bara að skila minni varnarvinnu sem best og reyna svo að vaxa inn í mitt hlutverk sóknarlega. Mér finnst það hafa gengið þó nokkuð vel og þá sérstaklega í síðasta leik,“ sagði Hjörtur.Klippa: Hjörtur um sína stöðu í landsliðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira
Hjörtur Hermannsson er nýjasta nafnið í byrjunarliði íslenska landsliðsins. Hann hefur verið í kringum liðið í nokkur ár en hefur fengið sitt fyrsta alvöru tækifæri í þessari undankeppni. Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi komið mjög vel út að setja hann í liðið því íslenska landsliðið hefur unnið alla sína leiki síðan. Íslenska liðið mætir Albaníu í kvöld og getur þar haldið sigurgöngu sinni áfram. „Þetta verður erfiður leikur hjá okkur. Við erum búnir að klára þá á heimavelli og það var erfiður leikur svo það sé á hreinu. Nú erum við komnir út í Albaníu og við erum að fara mæta sterku liði en ég held að þetta verði allt annar leikur en var á okkar heimavelli,“ sagði Hjörtur Hermannsson. „Þetta verður líka allt annar leikur en við spiluðum á laugardaginn. Við verðum bara að vera gíraðir. Þeir eru mjög fastir fyrir og sterkir, með stóra og sterka framherja og fara í mörg návígi. Við þurfum bara að mæta þeim í því,“ sagði Hjörtur. Hann er nú kominn í öðruvísi hlutverk hjá íslenska liðinu og er ekki lengur áhorfandi og varaskeifa. „Eins og í mörgu öðru þegar þú færð meiri reynslu þá líður þér betur. Nú er ég kominn með fleiri leiki undir beltið og fleiri leiki með strákunum í liðinu. Mér líður því bara betur með hverju verkefninu sem kemur. Ég er búinn að vera í kringum þennan hóp alveg frá því á EM og fyrir EM jafnvel. Þetta er meira eða minna sami hópurinn þannig að ég er búinn að vera ágætlega lengi í kringum þessa drengi. Ég þekki því alveg inn á þetta en það er öðruvísi að vera vikur þátttakandi og það er frábært,“ sagði Hjörtur. Hann er samt ekki að spila sína stöðu með íslenska landsliðinu eins og er. „Ég er að spila sem miðvörður í Danmörku og það er öðruvísi en að spila hægri bakvörð með landsliðinu. Ég er náttúrulega varnarmaður og sem miðvörður þá veit ég vel hvað ég ætlast til að mínum hægri bakverði. Ég reyni bara að skila því sem best hér eins og ég myndi vilja að minn hægri bakvörður myndi spila. Það er bara að skila minni varnarvinnu sem best og reyna svo að vaxa inn í mitt hlutverk sóknarlega. Mér finnst það hafa gengið þó nokkuð vel og þá sérstaklega í síðasta leik,“ sagði Hjörtur.Klippa: Hjörtur um sína stöðu í landsliðinu
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira