Aron Einar: Stál í stál í leikjum þessara liða Óskar Ófeigur Jónsson í Tirana skrifar 10. september 2019 12:30 Aron Einar Gunnarsson. vísir/bára Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, býst við miklum baráttuleik í kvöld þegar strákarnir mæta Albönum í undankeppni EM 2020. Leikir liðanna síðustu ár hafa verið það og svo var einnig í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum sem Ísland vann 1-0. Íslenska liðið er í baráttu um tvö efstu sætin í riðlinum en þau gefa bæði sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins næsta sumar. „Það er stutt á milli í þessu og við vitum hvað þetta er tæpt. Það eru þrjú lið sem eru með tólf stig og það er ekki mikið pláss fyrir það að misstíga sig. Við þurfum að halda áfram okkar leik. Við erum með ágætis mómentum og þurfum að halda því áfram,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Albanska liðið tapaði 4-1 á móti Frökkum í París um helgina en það eru betri úrslit en hjá íslenska landsliðinu sem tapaði 4-0 á sama stað fyrr á þessu ári. Það var síðasta og eina tap íslenska liðsins í riðlinum. „Sjálfstraustið hjá Albönum er lágt eftir leikinn á móti Frökkum en við vitum það að þeir koma dýrvitlausir í þennan leik á morgun og vilja ná fram hefndum. Þetta verður bara spurning hvernig við mætum þeim og við þurfum að byrja af krafti,“ sagði Aron Einar. Hann er að fara að spila sinn fjórða landsleik á móti Albaníu í kvöld. „Það hefur verið stál í stál í leikjum þessara liða. Maður man eftir þessum leikjum því það er mikill kraftur í mönnum og mikið um návígi og æsing. Það verður slíkt hið sama á morgun (í kvöld). Við verðum að vera klárir í stimpingar og tæklingar og kraft frá þeim,“ sagði Aron Einar en býr íslenska liðið að því að hafa unnið þægilegan sigur á Moldóvu um helgina. „Hann var ekki auðveldur en hann var vel skipulagður og vel spilaður af okkar hálfu. Mér fannst við slaka aðeins á í lokin og vorum kannski byrjaðir að einbeita okkur að þessum leik sem er gott og blessað. Kannski spöruðum við einhverja smá orku. Það var fínt að ná þremur stigum á heimavelli,“ sagði Aron Einar. „Við fórum vel yfir leikinn í gær og byrjuðum að funda um Albaníu í dag (í gær). Við höfum farið vel yfir þá og erum klárir í baráttu á morgun (í kvöld),“ sagði Aron Einar.Klippa: Aron Einar: Stál í stál EM 2020 í fótbolta Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, býst við miklum baráttuleik í kvöld þegar strákarnir mæta Albönum í undankeppni EM 2020. Leikir liðanna síðustu ár hafa verið það og svo var einnig í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum sem Ísland vann 1-0. Íslenska liðið er í baráttu um tvö efstu sætin í riðlinum en þau gefa bæði sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins næsta sumar. „Það er stutt á milli í þessu og við vitum hvað þetta er tæpt. Það eru þrjú lið sem eru með tólf stig og það er ekki mikið pláss fyrir það að misstíga sig. Við þurfum að halda áfram okkar leik. Við erum með ágætis mómentum og þurfum að halda því áfram,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Albanska liðið tapaði 4-1 á móti Frökkum í París um helgina en það eru betri úrslit en hjá íslenska landsliðinu sem tapaði 4-0 á sama stað fyrr á þessu ári. Það var síðasta og eina tap íslenska liðsins í riðlinum. „Sjálfstraustið hjá Albönum er lágt eftir leikinn á móti Frökkum en við vitum það að þeir koma dýrvitlausir í þennan leik á morgun og vilja ná fram hefndum. Þetta verður bara spurning hvernig við mætum þeim og við þurfum að byrja af krafti,“ sagði Aron Einar. Hann er að fara að spila sinn fjórða landsleik á móti Albaníu í kvöld. „Það hefur verið stál í stál í leikjum þessara liða. Maður man eftir þessum leikjum því það er mikill kraftur í mönnum og mikið um návígi og æsing. Það verður slíkt hið sama á morgun (í kvöld). Við verðum að vera klárir í stimpingar og tæklingar og kraft frá þeim,“ sagði Aron Einar en býr íslenska liðið að því að hafa unnið þægilegan sigur á Moldóvu um helgina. „Hann var ekki auðveldur en hann var vel skipulagður og vel spilaður af okkar hálfu. Mér fannst við slaka aðeins á í lokin og vorum kannski byrjaðir að einbeita okkur að þessum leik sem er gott og blessað. Kannski spöruðum við einhverja smá orku. Það var fínt að ná þremur stigum á heimavelli,“ sagði Aron Einar. „Við fórum vel yfir leikinn í gær og byrjuðum að funda um Albaníu í dag (í gær). Við höfum farið vel yfir þá og erum klárir í baráttu á morgun (í kvöld),“ sagði Aron Einar.Klippa: Aron Einar: Stál í stál
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira