Kristín hættir hjá Fréttablaðinu Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2019 15:43 Kristín Þorsetinsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Kristín Þorsteinsdóttir hefur látið af störfum hjá Fréttablaðinu. Hún hefur verið útgefandi Fréttablaðsins síðustu ár og þar áður aðalritstjóri. Í bréfi sem Ingibjörg Pálmadóttir, stjórnarformaður og helmingseigandi í Torgi sem rekur Fréttablaðið, sendi á starfsmenn blaðsins í dag segir að starf útgefanda hafi einfaldast við sölu á eignum til Sýnar og hefur það því verið lagt niður í núverandi mynd. Allir rekstrarþættir starfsins færast til Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur, framkvæmdastjóra félagsins. Ingibjörg sjálf tekur við öðrum þáttum starfsins. Ingibjörg átti Torg í heild sinni þar til í júlí þegar Helgi Magnússon keypti helming félagsins.Sjá einnig: Helgi Magnússon kaupir helminginn í FréttablaðinuÍ færslu á Facebook-síðu sinni segir Kristín að um dýrðlega daga hafi verið að ræða, þó auðvitað hafi skipst á skin og skúrir. Hún stýrði fréttastofu 365 sem aðalritstjóri og útgefandi, og svo Fréttablaðinu, eftir að fyrirtækinu var skipt upp, í rúm fimm ár. „En nú skilur leiðir. Allt tekur enda. Vonandi tekur eitthvað nýtt og skemmtilegt við. Nóg er starfsorkan,“ skrifar Kristín. Kristín var á sínum tíma fréttamaður á Ríkisútvarpinu en varð síðar meðal annars kynningarfulltrúi Baugs þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður Ingibjargar, var forstjóri, og upplýsingafulltrúi Iceland Express. Hún sat í stjórn 365 miðla, tók við sem aðalritstjóri árið 2014 af Mikael Torfasyni. Hún hefur undanfarin ár verið útgefandi Fréttablaðsins. Þær breytingar urðu á eignarhaldi Torgs í sumar að Helgi Magnússon keypti helmingshlut í Torgi af Ingibjörgu Pálmadóttur. Kristín hefur verið í veikindaleyfi undanfarna mánuði og kveður nú Fréttablaðið. Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Kristín Þorsteinsdóttir hefur látið af störfum hjá Fréttablaðinu. Hún hefur verið útgefandi Fréttablaðsins síðustu ár og þar áður aðalritstjóri. Í bréfi sem Ingibjörg Pálmadóttir, stjórnarformaður og helmingseigandi í Torgi sem rekur Fréttablaðið, sendi á starfsmenn blaðsins í dag segir að starf útgefanda hafi einfaldast við sölu á eignum til Sýnar og hefur það því verið lagt niður í núverandi mynd. Allir rekstrarþættir starfsins færast til Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur, framkvæmdastjóra félagsins. Ingibjörg sjálf tekur við öðrum þáttum starfsins. Ingibjörg átti Torg í heild sinni þar til í júlí þegar Helgi Magnússon keypti helming félagsins.Sjá einnig: Helgi Magnússon kaupir helminginn í FréttablaðinuÍ færslu á Facebook-síðu sinni segir Kristín að um dýrðlega daga hafi verið að ræða, þó auðvitað hafi skipst á skin og skúrir. Hún stýrði fréttastofu 365 sem aðalritstjóri og útgefandi, og svo Fréttablaðinu, eftir að fyrirtækinu var skipt upp, í rúm fimm ár. „En nú skilur leiðir. Allt tekur enda. Vonandi tekur eitthvað nýtt og skemmtilegt við. Nóg er starfsorkan,“ skrifar Kristín. Kristín var á sínum tíma fréttamaður á Ríkisútvarpinu en varð síðar meðal annars kynningarfulltrúi Baugs þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður Ingibjargar, var forstjóri, og upplýsingafulltrúi Iceland Express. Hún sat í stjórn 365 miðla, tók við sem aðalritstjóri árið 2014 af Mikael Torfasyni. Hún hefur undanfarin ár verið útgefandi Fréttablaðsins. Þær breytingar urðu á eignarhaldi Torgs í sumar að Helgi Magnússon keypti helmingshlut í Torgi af Ingibjörgu Pálmadóttur. Kristín hefur verið í veikindaleyfi undanfarna mánuði og kveður nú Fréttablaðið.
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira