Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fjölnir 24-24 | Jafnt í Mýrinni Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 27. september 2019 22:00 vísir/bára Stjarnan og Fjölnir skyldu jöfn, 24-24, eftir hörkuspennandi lokamínútur í Garðabæ í kvöld. Stjarnan hafði yfirhöndina framan af og leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 12-8. Stjarnan náði strax undirtökunum í leiknum og leiddi með fimm mörkum eftir 10 mínútur, 6-1. Kári Garðarsson, þjálfari Fjölnis, tók þá leikhlé til að koma í veg fyrir sama hrap og átti sér stað í síðustu umferð. Liðið kom vel inn í leikinn eftir leikhléið og náði að koma sér inní leikinn áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Fjölnir saknaði fjögurra lykilmanna í leiknum, þeirra Breka Dagssonar, Hafsteins Óla Rocha, Brynjars Loftssonar og Brynjars Óla Kristjássonar. Þrír af markahæstu leikmönnum Fjölnis því ekki á skýrslu í kvöld á meðan Stjarnan endurheimti Ólaf Bjarka Ragnarsson. Stjarnan hélt forystunni áfram í upphafi síðari hálfleiks en það sá verulega á leik Stjörnunnar og fóru gestirnir að nýta sér það með þungum áhlaupum. Um miðbik seinni hálfleiks fékk Ragnar Snær Njálsson að lýta rauða spjaldið eftir sína þriðju brottvísun. Heimamenn fóru að æsa sig og láta leikinn og óþarfa dóma fara í taugarnar á sér á meðan öll stemning fór þá yfir til gestanna. Í framhaldinu skoruðu Fjölnismenn þrjú mörk í röð og leikurinn varð jafn í stöðunni 18-18. Liðin skiptust á að leiða leikinn eftir það, Fjölnir náði í fyrsta sinn forystu í stöðunni 20-21 en heimamenn jöfnuðu strax í næstu sókn. Leiknum lauk með jafntefli, 24-24. Hannes Grimm skoraði lokamark Stjörnunnar þegar 30 sekúndur voru til leiksloka og tókst gestunum ekki að nýta sér þær sekúndur sem eftir voru til að stela sigrinum. Liðin þurftu því að sætta sig við eitt stig sem gestirnir taka með glöðu geði en heimamenn þurfa virkilega að fara að skoða sinn leik betur, þeir eru nú með eitt stig eftir fjórar umferðir. Af hverju varð jafntefli? Þetta var leikur tveggja hálfleika hjá liðunum þar sem Stjarnan hafði yfirhöndina í fyrri hálfleik en Fjölnir í þeim síðari. Karakterinn hjá gestunum var frábær þegar þeir komu sér inní leikinn með þetta laskaða lið, en varamenn liðsins fengu að láta ljós sitt skína í dag og nýttu sér það tækifæri. Heimamenn voru sjálfum sér verstir. Hverjir stóðu upp úr?Atkvæðamestir í liði heimamanna, á sitthvorum enda vallarins, voru þeir Tandri Már Konráðsson og Hannes Grimm. Tandri var markahæstur með 8 mörk, en 6 af þeim skoraði hann í fyrri hálfleik, hann átti svo erfitt uppdráttar í þeim síðari. Hannes var atkvæðamestur í vörninni þar sem hann stöðvaði 9 sóknir Fjölnismanna. Óvæntir leikmenn tóku að stíga upp í liði Fjölnis í fjarveru lykilmanna. Goði Ingvar Sveinsson átti afbragðsleik, hann skoraði 7 mörk. Enn þeir Björgvin Páll og Bergur Elí Rúnarssynir áttu einnig góðan leik. Þá átti Bjarki Snær Jónsson fínan leik í markinu og varði 13 bolta, mikilvæga bolta í endurkomu Fjölnis. Hvað gekk illa? Liðsheildin í liði Stjörnunnar er eitthvað sem virkilega þarf að skoða, það vantar alla stemningu í þetta lið. Enn sóknarleikur beggja liða var kaflaskiptur í leiknum, sóknarleikur Fjölnis var átakanlegur í upphafi leiks og leit allt út fyrir annað hrap Grafarvogsbúa. Þeir komust þó inní leikinn á meðan fóru Stjörnumenn að ströggla sóknarlega. Hvað er framundan? Það eru áhugaverðir leikir í næstu umferð þegar Stjarnan fer í breiðholtið og mætir sjóðheitum ÍR-ingum, verður erfið viðureign þar fyrir Stjörnuna ef þeir rífa sig ekki í gang fyrir þann leik. Fjölnir tekur svo á móti Fram á heimavelli. Rúnar Sigtrygsson þjálfari Stjörnunnar.vísir/báraRúnar: Við buðum Fjölni uppí dans og þeir dönsuðu betur en viðHann var ekki sáttur með stigið, þjálfari Stjörnunnar, Rúnar Sigtryggsson. „Við byrjuðum leikinn vel en hleypum þeim svo inní leikinn og þeir verðskuldað, saxa hægt og rólega á okkur í restina. Þeir voru betri aðilinn og kunna betur að höndla þennan jafna leik sem var í boði“ „Eftir korter fór ég að rótera liðinu og við missum smá taktinn við það. Við vorum sex mörkum yfir en fórum inní hálfleik með fjögur mörk. Svo er þetta bara taugaleikur og við áttum í vandræðum með að koma boltanum í markið hjá þeim“ sagði Rúnar um gang leiksins Stjarnan missti leikinn úr höndum sér, Rúnar vill kenna sjálfum sér um en segir jafnframt að það hafi verið pirringur í mönnum þegar leið á leikinn „Auðvitað voru menn pirraðir, það voru allir pirraðir. Það var mikið um hnoð og lítið um hreinan leik. Hann var hægur og erfitt dæma hann“ Rúnar sóttir margar fyrirsagnir eftir orð sem hann lét falla í síðustu umferð er hann setti út á frammistöðu lykilmanna. Rúnar segir að frammistaðan hafi verið betri í kvöld „Hún var skárri, við náðum allavega í punkt. Við erum samt ekki að spila nógu vel. Ég hefði nátturlega viljað að við hefðum spilað betur í kvöld og haldið þessu forskoti sem við vorum búnir að vinna okkur inn.“ „Úr því sem komið var þá voru það við sem náðum í þetta eina stig, það voru þeir sem voru komnir með tvö stig. Það er enginn fögnuður yfir því samt, það voru við sem hægðum á leiknum og buðum Fjölni upp í dans. Þeir nýttu sér það og dönsuðu miklu betur en við.“ sagði Rúnar að lokum Kári Garðarsson þjálfari Fjölnis var sáttur með stigiðvísir/vilhelmKári: Alveg týpískt að Óli Bjarki hafi mætt í þennan leikKári Garðarsson, þjálfari Fjölnis, fór sáttur með eitt stig úr Garðabænum í kvöld „Það er frábært að ná í stig hér, ég get ekkert annað en verið ánægður með það. Auðvitað hefðum við getað stolið þessu, við áttum þarna loka sóknina en náðum ekki að gera mat úr því“ „Strákarnir sýndu mikinn karakter í dag, lentum 7-1 og að koma til baka úr þeirri stöðu er frábært. Þetta er stig sem gæti orðið mjög dýrmætt þegar við teljum úr kössunum í lokin.“ Kári saknaði fjögurra leikmanna í dag, Breka Dagssonar, Hafsteins Óla, Brynjars Óla og Brynjars Loftssonar. Kári hrósar innkomu þeirra leikmanna sem spiluðu í dag og komu sér inní leikinn eftir erfiða byrjun „Ég er auðvitað minnugur þessarar byrjunar sem við áttum gegn KA sem nátturlega var skelfileg. Svo byrjum við eiginlega eins í dag, en við erum auðvitað án fjögurra lykilmanna í dag svo aðrir leikmenn stigu upp og að hafa komist úr þessari stöðu var algjörlega frábært.“ „Ég vona innilega að þeir verði með í næsta leik sem er á móti Fram, það er einn af þessum lykil leikjum á tímabilinu. Enn auðvitað munar um þessa leikmenn, þeir byrjuðu allir leikinn á móti KA“ Kári tekur undir það að það hafi verið styrkleikamerki að sækja stig á útivelli án þessara lykilmanna og bætir hann því við að frammistaða Goða Sveinssonar í dag hafi verið góð ásamt mikilvægi þess að fá Svein Þorgeirsson aftur inní vörnina. Hann fagnaði því þó ekki sérstaklega þegar hann sé Ólaf Bjarka Ragnarsson á skýrslu í dag „Það má ekki gleyma því að Óli Bjarki var mættur til leiks í þessum leik, alveg týpískt að hann sé mættur núna þegar það vantar hálft liðið hjá mér, var fyrsta pæling þegar ég sá hann“ Olís-deild karla
Stjarnan og Fjölnir skyldu jöfn, 24-24, eftir hörkuspennandi lokamínútur í Garðabæ í kvöld. Stjarnan hafði yfirhöndina framan af og leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 12-8. Stjarnan náði strax undirtökunum í leiknum og leiddi með fimm mörkum eftir 10 mínútur, 6-1. Kári Garðarsson, þjálfari Fjölnis, tók þá leikhlé til að koma í veg fyrir sama hrap og átti sér stað í síðustu umferð. Liðið kom vel inn í leikinn eftir leikhléið og náði að koma sér inní leikinn áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Fjölnir saknaði fjögurra lykilmanna í leiknum, þeirra Breka Dagssonar, Hafsteins Óla Rocha, Brynjars Loftssonar og Brynjars Óla Kristjássonar. Þrír af markahæstu leikmönnum Fjölnis því ekki á skýrslu í kvöld á meðan Stjarnan endurheimti Ólaf Bjarka Ragnarsson. Stjarnan hélt forystunni áfram í upphafi síðari hálfleiks en það sá verulega á leik Stjörnunnar og fóru gestirnir að nýta sér það með þungum áhlaupum. Um miðbik seinni hálfleiks fékk Ragnar Snær Njálsson að lýta rauða spjaldið eftir sína þriðju brottvísun. Heimamenn fóru að æsa sig og láta leikinn og óþarfa dóma fara í taugarnar á sér á meðan öll stemning fór þá yfir til gestanna. Í framhaldinu skoruðu Fjölnismenn þrjú mörk í röð og leikurinn varð jafn í stöðunni 18-18. Liðin skiptust á að leiða leikinn eftir það, Fjölnir náði í fyrsta sinn forystu í stöðunni 20-21 en heimamenn jöfnuðu strax í næstu sókn. Leiknum lauk með jafntefli, 24-24. Hannes Grimm skoraði lokamark Stjörnunnar þegar 30 sekúndur voru til leiksloka og tókst gestunum ekki að nýta sér þær sekúndur sem eftir voru til að stela sigrinum. Liðin þurftu því að sætta sig við eitt stig sem gestirnir taka með glöðu geði en heimamenn þurfa virkilega að fara að skoða sinn leik betur, þeir eru nú með eitt stig eftir fjórar umferðir. Af hverju varð jafntefli? Þetta var leikur tveggja hálfleika hjá liðunum þar sem Stjarnan hafði yfirhöndina í fyrri hálfleik en Fjölnir í þeim síðari. Karakterinn hjá gestunum var frábær þegar þeir komu sér inní leikinn með þetta laskaða lið, en varamenn liðsins fengu að láta ljós sitt skína í dag og nýttu sér það tækifæri. Heimamenn voru sjálfum sér verstir. Hverjir stóðu upp úr?Atkvæðamestir í liði heimamanna, á sitthvorum enda vallarins, voru þeir Tandri Már Konráðsson og Hannes Grimm. Tandri var markahæstur með 8 mörk, en 6 af þeim skoraði hann í fyrri hálfleik, hann átti svo erfitt uppdráttar í þeim síðari. Hannes var atkvæðamestur í vörninni þar sem hann stöðvaði 9 sóknir Fjölnismanna. Óvæntir leikmenn tóku að stíga upp í liði Fjölnis í fjarveru lykilmanna. Goði Ingvar Sveinsson átti afbragðsleik, hann skoraði 7 mörk. Enn þeir Björgvin Páll og Bergur Elí Rúnarssynir áttu einnig góðan leik. Þá átti Bjarki Snær Jónsson fínan leik í markinu og varði 13 bolta, mikilvæga bolta í endurkomu Fjölnis. Hvað gekk illa? Liðsheildin í liði Stjörnunnar er eitthvað sem virkilega þarf að skoða, það vantar alla stemningu í þetta lið. Enn sóknarleikur beggja liða var kaflaskiptur í leiknum, sóknarleikur Fjölnis var átakanlegur í upphafi leiks og leit allt út fyrir annað hrap Grafarvogsbúa. Þeir komust þó inní leikinn á meðan fóru Stjörnumenn að ströggla sóknarlega. Hvað er framundan? Það eru áhugaverðir leikir í næstu umferð þegar Stjarnan fer í breiðholtið og mætir sjóðheitum ÍR-ingum, verður erfið viðureign þar fyrir Stjörnuna ef þeir rífa sig ekki í gang fyrir þann leik. Fjölnir tekur svo á móti Fram á heimavelli. Rúnar Sigtrygsson þjálfari Stjörnunnar.vísir/báraRúnar: Við buðum Fjölni uppí dans og þeir dönsuðu betur en viðHann var ekki sáttur með stigið, þjálfari Stjörnunnar, Rúnar Sigtryggsson. „Við byrjuðum leikinn vel en hleypum þeim svo inní leikinn og þeir verðskuldað, saxa hægt og rólega á okkur í restina. Þeir voru betri aðilinn og kunna betur að höndla þennan jafna leik sem var í boði“ „Eftir korter fór ég að rótera liðinu og við missum smá taktinn við það. Við vorum sex mörkum yfir en fórum inní hálfleik með fjögur mörk. Svo er þetta bara taugaleikur og við áttum í vandræðum með að koma boltanum í markið hjá þeim“ sagði Rúnar um gang leiksins Stjarnan missti leikinn úr höndum sér, Rúnar vill kenna sjálfum sér um en segir jafnframt að það hafi verið pirringur í mönnum þegar leið á leikinn „Auðvitað voru menn pirraðir, það voru allir pirraðir. Það var mikið um hnoð og lítið um hreinan leik. Hann var hægur og erfitt dæma hann“ Rúnar sóttir margar fyrirsagnir eftir orð sem hann lét falla í síðustu umferð er hann setti út á frammistöðu lykilmanna. Rúnar segir að frammistaðan hafi verið betri í kvöld „Hún var skárri, við náðum allavega í punkt. Við erum samt ekki að spila nógu vel. Ég hefði nátturlega viljað að við hefðum spilað betur í kvöld og haldið þessu forskoti sem við vorum búnir að vinna okkur inn.“ „Úr því sem komið var þá voru það við sem náðum í þetta eina stig, það voru þeir sem voru komnir með tvö stig. Það er enginn fögnuður yfir því samt, það voru við sem hægðum á leiknum og buðum Fjölni upp í dans. Þeir nýttu sér það og dönsuðu miklu betur en við.“ sagði Rúnar að lokum Kári Garðarsson þjálfari Fjölnis var sáttur með stigiðvísir/vilhelmKári: Alveg týpískt að Óli Bjarki hafi mætt í þennan leikKári Garðarsson, þjálfari Fjölnis, fór sáttur með eitt stig úr Garðabænum í kvöld „Það er frábært að ná í stig hér, ég get ekkert annað en verið ánægður með það. Auðvitað hefðum við getað stolið þessu, við áttum þarna loka sóknina en náðum ekki að gera mat úr því“ „Strákarnir sýndu mikinn karakter í dag, lentum 7-1 og að koma til baka úr þeirri stöðu er frábært. Þetta er stig sem gæti orðið mjög dýrmætt þegar við teljum úr kössunum í lokin.“ Kári saknaði fjögurra leikmanna í dag, Breka Dagssonar, Hafsteins Óla, Brynjars Óla og Brynjars Loftssonar. Kári hrósar innkomu þeirra leikmanna sem spiluðu í dag og komu sér inní leikinn eftir erfiða byrjun „Ég er auðvitað minnugur þessarar byrjunar sem við áttum gegn KA sem nátturlega var skelfileg. Svo byrjum við eiginlega eins í dag, en við erum auðvitað án fjögurra lykilmanna í dag svo aðrir leikmenn stigu upp og að hafa komist úr þessari stöðu var algjörlega frábært.“ „Ég vona innilega að þeir verði með í næsta leik sem er á móti Fram, það er einn af þessum lykil leikjum á tímabilinu. Enn auðvitað munar um þessa leikmenn, þeir byrjuðu allir leikinn á móti KA“ Kári tekur undir það að það hafi verið styrkleikamerki að sækja stig á útivelli án þessara lykilmanna og bætir hann því við að frammistaða Goða Sveinssonar í dag hafi verið góð ásamt mikilvægi þess að fá Svein Þorgeirsson aftur inní vörnina. Hann fagnaði því þó ekki sérstaklega þegar hann sé Ólaf Bjarka Ragnarsson á skýrslu í dag „Það má ekki gleyma því að Óli Bjarki var mættur til leiks í þessum leik, alveg týpískt að hann sé mættur núna þegar það vantar hálft liðið hjá mér, var fyrsta pæling þegar ég sá hann“
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti