Blikar komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir sigur í Prag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. september 2019 17:51 Berglind Björg skoraði þrjú af fjórum mörkum Breiðabliks í einvíginu gegn Spörtu Prag. vísir/bára Breiðablik er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir útisigur á Spörtu Prag, 0-1. Blikar unnu fyrri leikinn á Kópavogsvelli, 3-2, og einvígið, 4-2 samanlagt.LEIK LOKIÐ! Breiðablik vinnur 1-0 og 4-2 samanlagt! Blikar fara áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu! — Blikar.is (@blikar_is) September 26, 2019 Berglind Björg Þorvaldsdóttir, markadrottning Pepsi Max-deildar kvenna 2019, skoraði sigurmark Breiðabliks á 55. mínútu. Hún skoraði tvívegis í fyrri leiknum og skoraði því þrjú af fjórum mörkum Breiðabliks í einvíginu gegn Spörtu Prag. Tékknesku meistararnir, sem eru fastagestir í Meistaradeildinni, sóttu stíft í fyrri hálfleik. Vörn Breiðabliks hafði í nógu að snúast og þá varði Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir, sem stóð í marki Blika í stað Sonnýar Láru Þráinsdóttur, tvisvar vel. Lucie Martínková komst næst því að skora fyrir Spörtu Prag þegar skalli hennar fór í stöngina á marki Breiðabliks á 38. mínútu. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Sparta Prag en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Blikar sóttu í sig veðrið eftir þetta og á 55. mínútu skoraði Berglind Björg eftir sendingu Öglu Maríu Albertsdóttur.55 mín: MARK! BREIÐABLIK SKORAR! Áslaug Munda með frábæran sprett fram kantinn, finnur Öglu Maríu sem sendir fyrir þar sem Berglind Björg er mætt og skorar!! Staðan 1-0 fyrir Breiðblik og 4-2 samanlagt! #fotbolti#blikarkoma — Blikar.is (@blikar_is) September 26, 2019 Berglind Björg komst í dauðafæri á 63. mínútu en heimakonur björguðu á síðustu stundu. Tveir mínútum síðar skoraði Agla María en markið var dæmt af vegna brots. Breiðablik var hársbreidd frá því að komast í 0-2 á 66. mínútu þegar Alexandra Jóhannsdóttir átti skot í slá. Blikar vildu fá vítaspyrnu þegar Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir féll í vítateignum á 79. mínútu en ekkert var dæmt. Fleiri urðu mörkin ekki og Blikar fögnuðu fræknum sigri og sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Dregið verður í 16-liða úrslitin á mánudaginn.Geggjað lið! pic.twitter.com/Gc341h8Fby— Blikar.is (@blikar_is) September 26, 2019 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira
Breiðablik er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir útisigur á Spörtu Prag, 0-1. Blikar unnu fyrri leikinn á Kópavogsvelli, 3-2, og einvígið, 4-2 samanlagt.LEIK LOKIÐ! Breiðablik vinnur 1-0 og 4-2 samanlagt! Blikar fara áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu! — Blikar.is (@blikar_is) September 26, 2019 Berglind Björg Þorvaldsdóttir, markadrottning Pepsi Max-deildar kvenna 2019, skoraði sigurmark Breiðabliks á 55. mínútu. Hún skoraði tvívegis í fyrri leiknum og skoraði því þrjú af fjórum mörkum Breiðabliks í einvíginu gegn Spörtu Prag. Tékknesku meistararnir, sem eru fastagestir í Meistaradeildinni, sóttu stíft í fyrri hálfleik. Vörn Breiðabliks hafði í nógu að snúast og þá varði Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir, sem stóð í marki Blika í stað Sonnýar Láru Þráinsdóttur, tvisvar vel. Lucie Martínková komst næst því að skora fyrir Spörtu Prag þegar skalli hennar fór í stöngina á marki Breiðabliks á 38. mínútu. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Sparta Prag en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Blikar sóttu í sig veðrið eftir þetta og á 55. mínútu skoraði Berglind Björg eftir sendingu Öglu Maríu Albertsdóttur.55 mín: MARK! BREIÐABLIK SKORAR! Áslaug Munda með frábæran sprett fram kantinn, finnur Öglu Maríu sem sendir fyrir þar sem Berglind Björg er mætt og skorar!! Staðan 1-0 fyrir Breiðblik og 4-2 samanlagt! #fotbolti#blikarkoma — Blikar.is (@blikar_is) September 26, 2019 Berglind Björg komst í dauðafæri á 63. mínútu en heimakonur björguðu á síðustu stundu. Tveir mínútum síðar skoraði Agla María en markið var dæmt af vegna brots. Breiðablik var hársbreidd frá því að komast í 0-2 á 66. mínútu þegar Alexandra Jóhannsdóttir átti skot í slá. Blikar vildu fá vítaspyrnu þegar Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir féll í vítateignum á 79. mínútu en ekkert var dæmt. Fleiri urðu mörkin ekki og Blikar fögnuðu fræknum sigri og sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Dregið verður í 16-liða úrslitin á mánudaginn.Geggjað lið! pic.twitter.com/Gc341h8Fby— Blikar.is (@blikar_is) September 26, 2019
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira