Telja Magnús hafa eytt gögnum og krefja hann um 1,3 milljarð króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2019 11:07 Magnús Garðarsson er stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon. Fréttablaðið/Eyþór Þrotabú Sameinaðs sílíkons hefur stefnt Magnúsi Ólafi Garðarssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins, og krafið hann um greiðlu upp á rúmlega 1,2 milljarð króna auk vaxta aftur til ársins 2013. Þá krefst þrotabúið að fasteignir í Kópavogi og Danmörku verði kyrsettar auk Mercedes Benz bfreiðar. Stefnan er birt Magnúsi í Lögbirtingablaðinu í dag. Lögmaður þrotabúsins segir það nauðsynlegt þar sem Magnús sé nú með óþekktan dvalarstað en síðasta þekkta heimilisfang hans var í Lyngby í Danmörku. Sameinað sílikon hf. var stofnað þann 17. febrúar 2014 og var tilgangur félagsins rekstur á kísilmálmverksmiðju á Reykjanesi. Félagið fór í greiðslustöðvun þann 14. ágúst 2017 eftir mikinn rekstrarvanda og var úrskurðað gjaldþrota af Héraðsdómi Reykjaness þann 22. janúar í fyrra. Magnús Ólafur var í forystu við stofnun og byggingu verksmiðjunnar. Hann var framkvæmdastjóri félagsins frá 2014-2015 en svo „Director of Business Development“ þar til í mars 2017. Magnús Ólafur og ýmis félög á vegum hans voru jafnframt meirihlutaeigendur á hlutafé félagsins þar til Arion banki leysti til sín þau hlutabréf sem bankinn var með veðrétt í þann 8. september 2017.Gat ekki nefnt neina starfsmenn Í stefnunni er Magnúsi gefið að sök að hafa millifært yfir milljarð króna af reikningum Sameinaðs sílíkons yfir á hollenskt fyrirtæki, Pyromet Engineering. Fyrrverandi sambýlismaður móður Magnúsar var í upphafi skráður fyrir hollenska félaginu. Hann framseldi svo öll völd sín í félaginu til Magnúsar Ólafs. Síðasta af fjölmörgum himinháum greiðslum inn á reikning hollenska félagsins var framkvæmd í lok ágúst 2015. Félagið var afskráð í lok þess árs.Sjá einnig:Svipmynd af Magnúsi Ólafi Garðarssyni Magnús viðurkenndi við skýrslutöku hjá þrotabúinu í júní síðastliðnum að hafa millifært greiðslurnar til Pyromet Engineering í gegnum netbankaaðgang. Hann hafi þó ekki getað útskýrt neina afurð á samstarfi Sameinaðs sílíkons við hollenska fyrirtækið. Sömuleiðis gat hann ekki nefnt starfsmenn fyrirtækisins eða hverjir tengiliðir hans hefðu verið hjá félaginu. Í skýrslutökum annarra fyrrum fyrirsvarsmanna Sameinaðs sílikons hjá skiptastjóra kannaðist enginn þeirra við félagið Pyromet Engineering, né að það hafi verið í verk- eða þjónustusambandi við Sameinað sílíkon. Þá telur skiptastjóri að Magnús hafi gefið skiptastjóra rangar og villandi skýringar á greiðslunum. Félagið hafi verið stofnað sérstaklega til að hafa milligöngu um ólögmætar greiðslur.Á að mæta í héraðsdóm Til viðbótar er Magnúsi stefnt fyrir ólögmætar greiðslur af reikningum Sameinaðs sílíkonst til fleiri aðila og nema greiðslurnar milljónum, tugmilljónum eða hundrað milljónum króna. Þrotabúið telur engin bókhaldsgögn vera til staðar í félaginu Stakksbraut 9, félagi sem var sameinað Sameinuðu sílíkonu og Magnús notaði til að millifæra peningana yfir í önnur félög. Svo virðist sem gögnunum hafi verið eytt til að leyna brotum Magnúsar, eins og segir í stefnunni. Fyrrum fjármálastjóri Sameinaðs sílíkons hefur engin gögn um félagið Stakksbraut 9. Sömu sögu sagði fyrrum ritari Sameinaðs sílíkons. Samanlögð bótakrafa þrotabúsins nemur einum milljarði og 235 milljónum króna. Er Magnús krafinn um að mæta á morgni dags 27. nóvember í Héraðsdóm Reykjaness þar sem málið verður þingfest. Auk einkamálsins hefur héraðssaksóknari haft Magnús til skoðunar í lengri tíma. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari tjáði fréttastofu í apríl að málið væri umfangsmeira en í fyrstu hefði verið talið.Þá hefur Magnús Ólafur komist í kast við lögin fyrir hraðakstur á Teslu-bíl sínum. Dómsmál United Silicon Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þrotabú Sameinaðs sílíkons hefur stefnt Magnúsi Ólafi Garðarssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins, og krafið hann um greiðlu upp á rúmlega 1,2 milljarð króna auk vaxta aftur til ársins 2013. Þá krefst þrotabúið að fasteignir í Kópavogi og Danmörku verði kyrsettar auk Mercedes Benz bfreiðar. Stefnan er birt Magnúsi í Lögbirtingablaðinu í dag. Lögmaður þrotabúsins segir það nauðsynlegt þar sem Magnús sé nú með óþekktan dvalarstað en síðasta þekkta heimilisfang hans var í Lyngby í Danmörku. Sameinað sílikon hf. var stofnað þann 17. febrúar 2014 og var tilgangur félagsins rekstur á kísilmálmverksmiðju á Reykjanesi. Félagið fór í greiðslustöðvun þann 14. ágúst 2017 eftir mikinn rekstrarvanda og var úrskurðað gjaldþrota af Héraðsdómi Reykjaness þann 22. janúar í fyrra. Magnús Ólafur var í forystu við stofnun og byggingu verksmiðjunnar. Hann var framkvæmdastjóri félagsins frá 2014-2015 en svo „Director of Business Development“ þar til í mars 2017. Magnús Ólafur og ýmis félög á vegum hans voru jafnframt meirihlutaeigendur á hlutafé félagsins þar til Arion banki leysti til sín þau hlutabréf sem bankinn var með veðrétt í þann 8. september 2017.Gat ekki nefnt neina starfsmenn Í stefnunni er Magnúsi gefið að sök að hafa millifært yfir milljarð króna af reikningum Sameinaðs sílíkons yfir á hollenskt fyrirtæki, Pyromet Engineering. Fyrrverandi sambýlismaður móður Magnúsar var í upphafi skráður fyrir hollenska félaginu. Hann framseldi svo öll völd sín í félaginu til Magnúsar Ólafs. Síðasta af fjölmörgum himinháum greiðslum inn á reikning hollenska félagsins var framkvæmd í lok ágúst 2015. Félagið var afskráð í lok þess árs.Sjá einnig:Svipmynd af Magnúsi Ólafi Garðarssyni Magnús viðurkenndi við skýrslutöku hjá þrotabúinu í júní síðastliðnum að hafa millifært greiðslurnar til Pyromet Engineering í gegnum netbankaaðgang. Hann hafi þó ekki getað útskýrt neina afurð á samstarfi Sameinaðs sílíkons við hollenska fyrirtækið. Sömuleiðis gat hann ekki nefnt starfsmenn fyrirtækisins eða hverjir tengiliðir hans hefðu verið hjá félaginu. Í skýrslutökum annarra fyrrum fyrirsvarsmanna Sameinaðs sílikons hjá skiptastjóra kannaðist enginn þeirra við félagið Pyromet Engineering, né að það hafi verið í verk- eða þjónustusambandi við Sameinað sílíkon. Þá telur skiptastjóri að Magnús hafi gefið skiptastjóra rangar og villandi skýringar á greiðslunum. Félagið hafi verið stofnað sérstaklega til að hafa milligöngu um ólögmætar greiðslur.Á að mæta í héraðsdóm Til viðbótar er Magnúsi stefnt fyrir ólögmætar greiðslur af reikningum Sameinaðs sílíkonst til fleiri aðila og nema greiðslurnar milljónum, tugmilljónum eða hundrað milljónum króna. Þrotabúið telur engin bókhaldsgögn vera til staðar í félaginu Stakksbraut 9, félagi sem var sameinað Sameinuðu sílíkonu og Magnús notaði til að millifæra peningana yfir í önnur félög. Svo virðist sem gögnunum hafi verið eytt til að leyna brotum Magnúsar, eins og segir í stefnunni. Fyrrum fjármálastjóri Sameinaðs sílíkons hefur engin gögn um félagið Stakksbraut 9. Sömu sögu sagði fyrrum ritari Sameinaðs sílíkons. Samanlögð bótakrafa þrotabúsins nemur einum milljarði og 235 milljónum króna. Er Magnús krafinn um að mæta á morgni dags 27. nóvember í Héraðsdóm Reykjaness þar sem málið verður þingfest. Auk einkamálsins hefur héraðssaksóknari haft Magnús til skoðunar í lengri tíma. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari tjáði fréttastofu í apríl að málið væri umfangsmeira en í fyrstu hefði verið talið.Þá hefur Magnús Ólafur komist í kast við lögin fyrir hraðakstur á Teslu-bíl sínum.
Dómsmál United Silicon Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira