„Var bara glansmynd en fólk verður að átta sig á því að ég sýni bara eitt prósent af lífinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. september 2019 10:30 Þórunn Ívars opnaði sig um brjóstagjöf í Íslandi í dag. Samfélagmiðlastjarnan Þórunn Ívarsdóttir hefur talað opinskátt um ýmis málefni á samfélagsmiðlinum Instagram, hún hefur meðal annars fjallað um baráttu sína við króníska verkjasjúkdóminn endómetríósu eða legslímuflakk. Fyrir rúmu ári eignaðist hún sitt fyrsta barn og hefur hún deilt sinni reynslu af brjóstagjöf með fylgjendum sínum en það ferli kom henni mikið á óvart og hefur hún einbeitt sér að því að gefa konum ráð er varðar brjóstagjöf. Í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gær hitti Eva Laufey Þórunni og fékk hún að heyra hvernig hún tók sín fyrstu skref á samfélagsmiðlum og hvernig hún hjálpar konum í sömu sporum og hún. „Þórunn Ívars var svona tískuunnandi og snyrtivörupælari en í dag er ég bara mamma og ég held að ég sá bara búin að breytast yfir í það,“ segir Þórunn. „Ég byrjaði á samfélagsmiðlum í kringum árið 2012 og er ábyggilega ein af þeim fyrstu sem byrjuðu í einhverju svona. Ég var í námi erlendis og það höfðu ótrúlega margir áhuga á því. Ég byrjaði með litla bloggsíðu sem þróaðist út í þetta. Þetta var bara svona tískudót sem er ótrúlega hallærislegt í dag og ég er búin að eyða öllum þessum færslum í dag, ég get ekki myndirnar,“ segir Þórunn og hlær. Hún segir að samfélagsmiðlar eigi mjög vel við hana.Þórunn gefur konum ráð við brjóstagjöf á Instagram.„Ég er ótrúlega opin og get alveg látið allt flakka. Það er búið að vera rosalega mikið í tísku að opna sig og ég hef alveg tekið þátt í því líka. Ég talaði um legslímuflakkið í fyrra og núna tala ég ótrúlega mikið um brjóstagjöf því það er búið að vera lífið mitt í heilt ár. Ég ákvað að kynna mér ekkert fyrirfram um brjóstagjöf þar sem ég er alin upp af brjóstagjafaráðgjafa og hélt að ég vissi bara allt.“ Þórunn segir að það hafi ekki verið raunin. „Ég vissi ekkert hvað ég væri að gefa brjóst mikið á dag. Maður les ótrúlega mikið um meðgönguna en sleppir algjörlega brjóstagjöfinni. Ég hefði klárlega átt að fara á eitthvað námskeið og kynna mér þetta miklu betur.“ Það kom henni mest á óvart hvað það væri mikil vinna að vera með barn á brjósti. „Konur í vandræðum eru með allskonar spurningar. Ég er búin að lesa alveg ótrúlega mikið og örugglega svona þrjár fræðigreinar á dag. Ég er augljóslega á rangri hillu og átti örugglega að vera ljósmóðir,“ segir Þórunn sem greindi til að byrja með ekki frá erfileikunum við brjóstagjöf og því hafi kannski margir hugsað að allt gengi vel. „Þetta var bara glansmynd en fólk verður að átta sig á því að ég sýni bara eitt prósent af lífinu. Eftir á hyggja var hún klárlega með svona formjólkurkveisu sem ég vissi ekki hvað var. Hún drakk ógeðslega mikið en var kannski ekki að fá réttu samsetninguna af mjólkinni. Hún var bara að fá léttmjólk þegar henni vantaði rjóma. Það hefur verið mitt vandamál hvað ég hef verið með yfirdrifið mikla mjólk, sem er líka vandamál og mikil vinna þar sem maður þarf að tappa af og svona.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Samfélagsmiðlar Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Fleiri fréttir Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Sjá meira
Samfélagmiðlastjarnan Þórunn Ívarsdóttir hefur talað opinskátt um ýmis málefni á samfélagsmiðlinum Instagram, hún hefur meðal annars fjallað um baráttu sína við króníska verkjasjúkdóminn endómetríósu eða legslímuflakk. Fyrir rúmu ári eignaðist hún sitt fyrsta barn og hefur hún deilt sinni reynslu af brjóstagjöf með fylgjendum sínum en það ferli kom henni mikið á óvart og hefur hún einbeitt sér að því að gefa konum ráð er varðar brjóstagjöf. Í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gær hitti Eva Laufey Þórunni og fékk hún að heyra hvernig hún tók sín fyrstu skref á samfélagsmiðlum og hvernig hún hjálpar konum í sömu sporum og hún. „Þórunn Ívars var svona tískuunnandi og snyrtivörupælari en í dag er ég bara mamma og ég held að ég sá bara búin að breytast yfir í það,“ segir Þórunn. „Ég byrjaði á samfélagsmiðlum í kringum árið 2012 og er ábyggilega ein af þeim fyrstu sem byrjuðu í einhverju svona. Ég var í námi erlendis og það höfðu ótrúlega margir áhuga á því. Ég byrjaði með litla bloggsíðu sem þróaðist út í þetta. Þetta var bara svona tískudót sem er ótrúlega hallærislegt í dag og ég er búin að eyða öllum þessum færslum í dag, ég get ekki myndirnar,“ segir Þórunn og hlær. Hún segir að samfélagsmiðlar eigi mjög vel við hana.Þórunn gefur konum ráð við brjóstagjöf á Instagram.„Ég er ótrúlega opin og get alveg látið allt flakka. Það er búið að vera rosalega mikið í tísku að opna sig og ég hef alveg tekið þátt í því líka. Ég talaði um legslímuflakkið í fyrra og núna tala ég ótrúlega mikið um brjóstagjöf því það er búið að vera lífið mitt í heilt ár. Ég ákvað að kynna mér ekkert fyrirfram um brjóstagjöf þar sem ég er alin upp af brjóstagjafaráðgjafa og hélt að ég vissi bara allt.“ Þórunn segir að það hafi ekki verið raunin. „Ég vissi ekkert hvað ég væri að gefa brjóst mikið á dag. Maður les ótrúlega mikið um meðgönguna en sleppir algjörlega brjóstagjöfinni. Ég hefði klárlega átt að fara á eitthvað námskeið og kynna mér þetta miklu betur.“ Það kom henni mest á óvart hvað það væri mikil vinna að vera með barn á brjósti. „Konur í vandræðum eru með allskonar spurningar. Ég er búin að lesa alveg ótrúlega mikið og örugglega svona þrjár fræðigreinar á dag. Ég er augljóslega á rangri hillu og átti örugglega að vera ljósmóðir,“ segir Þórunn sem greindi til að byrja með ekki frá erfileikunum við brjóstagjöf og því hafi kannski margir hugsað að allt gengi vel. „Þetta var bara glansmynd en fólk verður að átta sig á því að ég sýni bara eitt prósent af lífinu. Eftir á hyggja var hún klárlega með svona formjólkurkveisu sem ég vissi ekki hvað var. Hún drakk ógeðslega mikið en var kannski ekki að fá réttu samsetninguna af mjólkinni. Hún var bara að fá léttmjólk þegar henni vantaði rjóma. Það hefur verið mitt vandamál hvað ég hef verið með yfirdrifið mikla mjólk, sem er líka vandamál og mikil vinna þar sem maður þarf að tappa af og svona.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Samfélagsmiðlar Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Fleiri fréttir Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Sjá meira