Menn í vinnu pakka saman Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. september 2019 12:03 Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í upphafi árs en grunur lék á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Hópur þeirra sést hér ásamt Halldóri Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ. Vísir/sigurjón Starfsmannaleigan Menn í vinnu hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta, en fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í síðustu viku. Skiptafundur búsins verður þann 16. desember næstkomandi, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag. Starfsmannaleigan hefur verið í kastljósi fjölmiðlanna frá því í lok síðasta árs, þegar Kveikur Ríkisútvarpsins varpaði ljósi á slæman aðbúnað erlends verkafólks hér á landi. Forsvarsmenn Manna í vinnu mótmæltu umfjölluninni hástöfum, þótti hún ósanngjörn og villandi. Hún hefði haft geigvænleg áhrif á reksturinn, fjártjónið hefði numið milljónum fyrstu dagana eftir að fyrsta fréttin birtist. Umfjöllunin var að endingu kærð til Blaðamannafélags Íslands, sem taldi fréttirnar ekki brjóta í bága við siðareglur. Ekki bætti úr skák þegar Vinnumálastofnun lagði 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt á Menn í vinnu í apríl á þessu ári fyrir að standa illa að skráningu starfsmanna.Sjá einnig: Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Töluverðar breytingar voru gerðar á fyrirtækinu á mánuðum fyrir gjaldþrotið. Þannig gengu báðir stjórnarmenn Manna í vinnu, Unnur Sigurðardóttir og Friðrik Örn Jörgensson, út úr fyrirtækinu fyrr á þessu ári. Í þeirra stað komu Nauris Golubeckis og Janis Ziemelis en sá fyrrnefndi var jafnframt skráður eigandi fyrirtækisins við gjaldþrotið. Félagið breytti aukinheldur um nafn í maí síðastliðnum og tók upp nafnið MIV ehf. Alþýðusambandið vakti máls á þessum breytingum á rekstri Manna í vinnu og sagði Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri sambandsins, að þetta væru vinnubrögð sem „ við sjáum oft þegar forsvarsmenn fyrirtækja undirbúa gjaldþrot, oft í tengslum við kennitöluflakk.“ Í því samhengi benti Efling á starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið sagði afsprengi Manna í vinnu. Þáverandi framkvæmdastjóri Manna í vinnu vildi hvorki staðfesta né neita því í samtali við Vísi að standa á bakvið nýju starfsmannaleiguna, þrátt fyrir að Seigla sé skráð á son hennar. Gjaldþrot Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tjáir sig ekki um starfsmannaleigu sem skráð er á son hennar Efling hvetur fyrirtæki til að versla ekki við starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið segir vera afsprengi hinnar umdeildu starfsmannaleigu Manna í vinnu. 24. apríl 2019 18:30 Menn í vinnu krefjast skaðabóta frá Sýn, Eiríki og Unni Sverrisdóttur Starfsmannaleigan hefur nú krafið í það minnsta átta aðila um skaðabætur. 1. mars 2019 14:14 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Starfsmannaleigan Menn í vinnu hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta, en fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í síðustu viku. Skiptafundur búsins verður þann 16. desember næstkomandi, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag. Starfsmannaleigan hefur verið í kastljósi fjölmiðlanna frá því í lok síðasta árs, þegar Kveikur Ríkisútvarpsins varpaði ljósi á slæman aðbúnað erlends verkafólks hér á landi. Forsvarsmenn Manna í vinnu mótmæltu umfjölluninni hástöfum, þótti hún ósanngjörn og villandi. Hún hefði haft geigvænleg áhrif á reksturinn, fjártjónið hefði numið milljónum fyrstu dagana eftir að fyrsta fréttin birtist. Umfjöllunin var að endingu kærð til Blaðamannafélags Íslands, sem taldi fréttirnar ekki brjóta í bága við siðareglur. Ekki bætti úr skák þegar Vinnumálastofnun lagði 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt á Menn í vinnu í apríl á þessu ári fyrir að standa illa að skráningu starfsmanna.Sjá einnig: Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Töluverðar breytingar voru gerðar á fyrirtækinu á mánuðum fyrir gjaldþrotið. Þannig gengu báðir stjórnarmenn Manna í vinnu, Unnur Sigurðardóttir og Friðrik Örn Jörgensson, út úr fyrirtækinu fyrr á þessu ári. Í þeirra stað komu Nauris Golubeckis og Janis Ziemelis en sá fyrrnefndi var jafnframt skráður eigandi fyrirtækisins við gjaldþrotið. Félagið breytti aukinheldur um nafn í maí síðastliðnum og tók upp nafnið MIV ehf. Alþýðusambandið vakti máls á þessum breytingum á rekstri Manna í vinnu og sagði Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri sambandsins, að þetta væru vinnubrögð sem „ við sjáum oft þegar forsvarsmenn fyrirtækja undirbúa gjaldþrot, oft í tengslum við kennitöluflakk.“ Í því samhengi benti Efling á starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið sagði afsprengi Manna í vinnu. Þáverandi framkvæmdastjóri Manna í vinnu vildi hvorki staðfesta né neita því í samtali við Vísi að standa á bakvið nýju starfsmannaleiguna, þrátt fyrir að Seigla sé skráð á son hennar.
Gjaldþrot Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tjáir sig ekki um starfsmannaleigu sem skráð er á son hennar Efling hvetur fyrirtæki til að versla ekki við starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið segir vera afsprengi hinnar umdeildu starfsmannaleigu Manna í vinnu. 24. apríl 2019 18:30 Menn í vinnu krefjast skaðabóta frá Sýn, Eiríki og Unni Sverrisdóttur Starfsmannaleigan hefur nú krafið í það minnsta átta aðila um skaðabætur. 1. mars 2019 14:14 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Tjáir sig ekki um starfsmannaleigu sem skráð er á son hennar Efling hvetur fyrirtæki til að versla ekki við starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið segir vera afsprengi hinnar umdeildu starfsmannaleigu Manna í vinnu. 24. apríl 2019 18:30
Menn í vinnu krefjast skaðabóta frá Sýn, Eiríki og Unni Sverrisdóttur Starfsmannaleigan hefur nú krafið í það minnsta átta aðila um skaðabætur. 1. mars 2019 14:14
Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00