Fyrrverandi yfirmaður Danske Bank í Eistlandi fannst látinn Atli Ísleifsson skrifar 25. september 2019 08:56 Aivar Rehe stýrði starfsemi Danske Bank í Eistlandi á árunum 2006 til 2015. EPA Aivar Rehe, fyrrverandi yfirmaður útbús Danske Bank í Eistlandi, hefur fundist látinn. Hans hafði verið saknað og leitað í tvo daga. Rehe fór fyrir starfsemi Danske Bank í Eistlandi á árunum 2006 til 2015, en talið er að hundruð milljarða Bandaríkjadala hafi verið þvættaðir í gegnum útibú bankans í Eistlandi. Peningaþvættishneykslið er stærsta fjárglæpamál sem komið hefur upp á Norðurlöndunum. Fjölskylda hins 56 ára Aivar Rehe tilkynnti um hvarf hans í eistnesku höfuðborginni Tallinn á mánudag. Lögregla sagðist þá óttast um líf Rehe, en að ekki væri talið að einhver hafi komið að hvarfinu. Lögregla notaðist við leitarhunda og dróna á mánudag og í gær.Fé frá fyrrverandi Sovétlýðveldum Yfirvöld í Bandaríkjunum, Eistlandi, Danmörku og Frakklandi hafa nú Danske Bank til rannsóknar vegna gruns um að peningaþvætti. Hafi gríðarlega mikið fé frá Rússlandi, Moldóvu og Aserbaídsjan verið þvættað í gegnum útibúi bankans. Rehe hafði áður sagt að farið hafi verið að öllum reglum bankans um eftirlit. Saksóknarar í Eistlandi segir að alls séu tíu fyrrverandi starfsmenn bankans í Eistlandi grunaðir um aðild að peningingaþvættinu, aðallega lægra settir, og að Rehe væri ekki einn þeirra. Fjölmargir háttsettir menn innan bankans hafa þurft að yfirgefa Danske Bank og þannig er Thomas Borgen, fyrrverandi forstjóri bankans, í hópi þeirra sem dönsk yfirvöld hafa ákært vegna málsins. Andlát Danmörk Eistland Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015. 7. maí 2019 15:55 Eftirlitsstofnanir hunsuðu viðvaranir um peningaþvættið Fjármálaeftirlit Danmerkur og Eistlands aðhöfðust nær ekkert þrátt fyrir viðvaranir rússneska seðlabankans um hættuna á peningaþvætti í útibúi Danske bank í Eistlandi. 30. apríl 2019 11:50 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Aivar Rehe, fyrrverandi yfirmaður útbús Danske Bank í Eistlandi, hefur fundist látinn. Hans hafði verið saknað og leitað í tvo daga. Rehe fór fyrir starfsemi Danske Bank í Eistlandi á árunum 2006 til 2015, en talið er að hundruð milljarða Bandaríkjadala hafi verið þvættaðir í gegnum útibú bankans í Eistlandi. Peningaþvættishneykslið er stærsta fjárglæpamál sem komið hefur upp á Norðurlöndunum. Fjölskylda hins 56 ára Aivar Rehe tilkynnti um hvarf hans í eistnesku höfuðborginni Tallinn á mánudag. Lögregla sagðist þá óttast um líf Rehe, en að ekki væri talið að einhver hafi komið að hvarfinu. Lögregla notaðist við leitarhunda og dróna á mánudag og í gær.Fé frá fyrrverandi Sovétlýðveldum Yfirvöld í Bandaríkjunum, Eistlandi, Danmörku og Frakklandi hafa nú Danske Bank til rannsóknar vegna gruns um að peningaþvætti. Hafi gríðarlega mikið fé frá Rússlandi, Moldóvu og Aserbaídsjan verið þvættað í gegnum útibúi bankans. Rehe hafði áður sagt að farið hafi verið að öllum reglum bankans um eftirlit. Saksóknarar í Eistlandi segir að alls séu tíu fyrrverandi starfsmenn bankans í Eistlandi grunaðir um aðild að peningingaþvættinu, aðallega lægra settir, og að Rehe væri ekki einn þeirra. Fjölmargir háttsettir menn innan bankans hafa þurft að yfirgefa Danske Bank og þannig er Thomas Borgen, fyrrverandi forstjóri bankans, í hópi þeirra sem dönsk yfirvöld hafa ákært vegna málsins.
Andlát Danmörk Eistland Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015. 7. maí 2019 15:55 Eftirlitsstofnanir hunsuðu viðvaranir um peningaþvættið Fjármálaeftirlit Danmerkur og Eistlands aðhöfðust nær ekkert þrátt fyrir viðvaranir rússneska seðlabankans um hættuna á peningaþvætti í útibúi Danske bank í Eistlandi. 30. apríl 2019 11:50 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015. 7. maí 2019 15:55
Eftirlitsstofnanir hunsuðu viðvaranir um peningaþvættið Fjármálaeftirlit Danmerkur og Eistlands aðhöfðust nær ekkert þrátt fyrir viðvaranir rússneska seðlabankans um hættuna á peningaþvætti í útibúi Danske bank í Eistlandi. 30. apríl 2019 11:50