Afkoman verri um nær 20 milljarða Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 25. september 2019 07:00 Eina álverið sem rekið var með hagnaði var álverið á Grundartanga. Fréttablaðið/Vilhelm Álframleiðendur á Íslandi töpuðu samtals 6,1 milljarði króna á síðasta ári. Afkoman versnaði verulega á milli ára en hún var jákvæð um tæplega 13,4 milljarða króna árið 2017. Framkvæmdastjóri Samáls segir mestu hafa munað um hækkun súrálsverðs. Forstjóri Landsvirkjunar segist ekki hafa áhyggjur af stöðu álveranna enn sem komið er. „Rekstrarskilyrði hér á landi eru krefjandi en mestu munar þó um að heimsmarkaðsverð á súráli hækkaði verulega í fyrra og það olli álverum um allan heim verulegum búsifjum,“ segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, í samtali við Markaðinn. „Það sem var óvænt í því var að lítil sem engin fylgni var á milli verðþróunar á áli og súráli, en venjulega hefur það fylgst að.“ Stærstan hluta tapsins má rekja til álvers Rio Tinto í Straumsvík sem tapaði 44,6 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 5,6 milljarða miðað við núverandi gengi, á síðasta ári.Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri SamálsÁlverið hafði verið rekið á núllinu árið 2017. Álverið Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði tapaði 8,5 milljónum dollara, eða tæplega 1,1 milljarði króna, árið 2018 samanborið við 78 milljóna dollara hagnað, jafnvirði 9,8 milljarða króna, árið áður. Eina álverið sem rekið var með hagnaði var álver Norðuráls á Grundartanga. Það hagnaðist um rúmlega 4,5 milljónir dala á síðasta ári, jafnvirði um 550 milljóna króna, og dróst hagnaðurinn saman frá fyrra ári um þrjá milljarða króna. Þrátt fyrir að afkoma greinarinnar hafi versnað um 19,5 milljarða króna jukust heildartekjur um 9,4 prósent. Öll álverin áttu það hins vegar sameiginlegt að framleiðslukostnaður jókst verulega. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að enn sem komið er hafi Landsvirkjun ekki áhyggjur af stöðu álveranna. „Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að á síðasta ári og í ár hafi aðstæður verið krefjandi fyrir okkar viðskiptavini. Staða álframleiðslu í heiminum hefur verið erfið, einkum vegna lágs álverðs, en ef við horfum á álver hér á landi og berum þau saman við álver erlendis þá teljum við að þau séu vel samkeppnisfær,“ segir Hörður. „Áliðnaðurinn er í eðli sínu sveiflukenndur og við höfum oft séð svona sveiflur áður. Við höfum verið að draga úr tengingu tekna okkar við álverð einmitt út af því. Þó að við verðum fyrir einhverjum áhrifum eru þau ekki mjög mikil,“ segir Hörður. Pétur segir að hækkun súrálsverðs megi rekja til óvissu á alþjóðavísu, meðal annars vegna tollastríðs Bandaríkjanna og Kína og þrýstings bandarískra stjórnvalda á Rusal. Auk þess hafi Norsk Hydro átt í erfiðleikum með sína framleiðslu. „Almennt var þróun á aðföngum og rekstrarkostnaði óhagstæð fyrir álverin og tekjurnar stóðu ekki undir því,“ segir Pétur en bendir á jákvæðu hliðarnar. Framleiðsla hafi gengið vel og útflutningstekjurnar hafi numið 230 milljörðum króna. Þar af hafi innlendur kostnaður numið 86 milljörðum.Spurður hvernig þróunin hafi verið á þessu ári segir Pétur að áhyggjuefni sé að álverð hafi lækkað en á móti hafi verð á súráli lækkað. „Álverð ræðst á heimsmarkaði. Það er núna 13 prósent lægra en það var fyrir ári síðan og hefur lækkað um 6 prósent á þessu ári. Það er auðvitað áhyggjuefni og vonandi rætist úr því. Á móti kemur að verð á súráli hefur lækkað töluvert meira og þar er markaðurinn vonandi að jafna sig.“Breytingar í efstu lögum Töluverðar breytingar hafa orðið á yfirstjórn álframleiðendanna á Íslandi og fleiri stóriðjufyrirtækja á árinu. Ragnar Guðmundsson lét af störfum sem forstjóri Norðuráls í maí en hann hafði gegnt stöðu forstjóra frá árinu 2007. Gunnar Guðlaugsson kom í hans stað. Um mitt sumar var greint frá því að Magnús Þór Ásmundsson hefði óskað eftir því að láta af störfum hjá Alcoa Fjarðaáli. Hann hafði verið forstjóri síðan árið 2014. Tor Arne Berg hefur nú tekið við forstjórastarfinu. Skömmu síðar urðu breytingar á yfirstjórn Elkem á Íslandi, sem rekur kísilver á Grundartanga þegar Gestur Pétursson, forstjóri Elkem til fimm ára, var ráðinn forstjóri Veitna. Þá hefur Tómas Már Sigurðsson sagt starfi sínu lausu sem aðstoðarforstjóri Alcoa og mun hann láta af störfum í lok árs. Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Hafnarfjörður Hvalfjarðarsveit Orkumál Stóriðja Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Álframleiðendur á Íslandi töpuðu samtals 6,1 milljarði króna á síðasta ári. Afkoman versnaði verulega á milli ára en hún var jákvæð um tæplega 13,4 milljarða króna árið 2017. Framkvæmdastjóri Samáls segir mestu hafa munað um hækkun súrálsverðs. Forstjóri Landsvirkjunar segist ekki hafa áhyggjur af stöðu álveranna enn sem komið er. „Rekstrarskilyrði hér á landi eru krefjandi en mestu munar þó um að heimsmarkaðsverð á súráli hækkaði verulega í fyrra og það olli álverum um allan heim verulegum búsifjum,“ segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, í samtali við Markaðinn. „Það sem var óvænt í því var að lítil sem engin fylgni var á milli verðþróunar á áli og súráli, en venjulega hefur það fylgst að.“ Stærstan hluta tapsins má rekja til álvers Rio Tinto í Straumsvík sem tapaði 44,6 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 5,6 milljarða miðað við núverandi gengi, á síðasta ári.Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri SamálsÁlverið hafði verið rekið á núllinu árið 2017. Álverið Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði tapaði 8,5 milljónum dollara, eða tæplega 1,1 milljarði króna, árið 2018 samanborið við 78 milljóna dollara hagnað, jafnvirði 9,8 milljarða króna, árið áður. Eina álverið sem rekið var með hagnaði var álver Norðuráls á Grundartanga. Það hagnaðist um rúmlega 4,5 milljónir dala á síðasta ári, jafnvirði um 550 milljóna króna, og dróst hagnaðurinn saman frá fyrra ári um þrjá milljarða króna. Þrátt fyrir að afkoma greinarinnar hafi versnað um 19,5 milljarða króna jukust heildartekjur um 9,4 prósent. Öll álverin áttu það hins vegar sameiginlegt að framleiðslukostnaður jókst verulega. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að enn sem komið er hafi Landsvirkjun ekki áhyggjur af stöðu álveranna. „Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að á síðasta ári og í ár hafi aðstæður verið krefjandi fyrir okkar viðskiptavini. Staða álframleiðslu í heiminum hefur verið erfið, einkum vegna lágs álverðs, en ef við horfum á álver hér á landi og berum þau saman við álver erlendis þá teljum við að þau séu vel samkeppnisfær,“ segir Hörður. „Áliðnaðurinn er í eðli sínu sveiflukenndur og við höfum oft séð svona sveiflur áður. Við höfum verið að draga úr tengingu tekna okkar við álverð einmitt út af því. Þó að við verðum fyrir einhverjum áhrifum eru þau ekki mjög mikil,“ segir Hörður. Pétur segir að hækkun súrálsverðs megi rekja til óvissu á alþjóðavísu, meðal annars vegna tollastríðs Bandaríkjanna og Kína og þrýstings bandarískra stjórnvalda á Rusal. Auk þess hafi Norsk Hydro átt í erfiðleikum með sína framleiðslu. „Almennt var þróun á aðföngum og rekstrarkostnaði óhagstæð fyrir álverin og tekjurnar stóðu ekki undir því,“ segir Pétur en bendir á jákvæðu hliðarnar. Framleiðsla hafi gengið vel og útflutningstekjurnar hafi numið 230 milljörðum króna. Þar af hafi innlendur kostnaður numið 86 milljörðum.Spurður hvernig þróunin hafi verið á þessu ári segir Pétur að áhyggjuefni sé að álverð hafi lækkað en á móti hafi verð á súráli lækkað. „Álverð ræðst á heimsmarkaði. Það er núna 13 prósent lægra en það var fyrir ári síðan og hefur lækkað um 6 prósent á þessu ári. Það er auðvitað áhyggjuefni og vonandi rætist úr því. Á móti kemur að verð á súráli hefur lækkað töluvert meira og þar er markaðurinn vonandi að jafna sig.“Breytingar í efstu lögum Töluverðar breytingar hafa orðið á yfirstjórn álframleiðendanna á Íslandi og fleiri stóriðjufyrirtækja á árinu. Ragnar Guðmundsson lét af störfum sem forstjóri Norðuráls í maí en hann hafði gegnt stöðu forstjóra frá árinu 2007. Gunnar Guðlaugsson kom í hans stað. Um mitt sumar var greint frá því að Magnús Þór Ásmundsson hefði óskað eftir því að láta af störfum hjá Alcoa Fjarðaáli. Hann hafði verið forstjóri síðan árið 2014. Tor Arne Berg hefur nú tekið við forstjórastarfinu. Skömmu síðar urðu breytingar á yfirstjórn Elkem á Íslandi, sem rekur kísilver á Grundartanga þegar Gestur Pétursson, forstjóri Elkem til fimm ára, var ráðinn forstjóri Veitna. Þá hefur Tómas Már Sigurðsson sagt starfi sínu lausu sem aðstoðarforstjóri Alcoa og mun hann láta af störfum í lok árs.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Hafnarfjörður Hvalfjarðarsveit Orkumál Stóriðja Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira