Boeing greiðir bætur til aðstandenda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2019 21:19 Böndin hafa borist að hugbúnaði í Boeing 737 Max 8-vélinni sem hafi valdið því að vélin tók dýfu og hrapaði skömmu eftir flugtak. AP/Mulugeta Ayene Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða aðstandendum þeirra sem létust í tveimur mannskæðum flugslysum í Eþíópíu og Indónesíu á þessu ári og hinu síðasta 144,5 þúsund dollara í skaðabætur. Í bæði skiptin hrapaði Boeing 737 MAX flugvél en flugslysin urðu til þess að flugbann var sett á þessa tegund flugvéla sem enn er í gildi. Upphæðin er jafnvirði um 18 milljóna króna en alls hefur Boeing lagt til hliðar 100 milljónir dollara, um 12 milljarða króna, í sjóð sem greiða á skaðabætur til fjölskyldna þeirra sem létust. Helmingur upphæðarinnar sem settur var í sjóðinn mun fara í greiðslu skaðabóta, hinn helmingurinn er ætlaður verkefnum sem tengjast menntunar- og þróunarmálum. Fyrra slysið varð í Indónesíu þann 29. október á síðasta ári þegar flugvél Lion Air hrapaði í sjóinn skömmu eftir flugtak. 189 létust í slysinu. Síðara slysið varð í Eþíópíu þann 10. mars síðastliðinn. Flugvél Ethiopian Airlines hrapaði til jarðar, einnig skömmu eftir flugtak frá Addis Ababa. 157 létust. Eftir seinna slysið var flugbann sett á Boeing 737 MAX flugvélar um allan heim. Banninu hefur enn ekki verið aflétt en Boeing vinnur nú að því að fá því aflétt. Icelandair er á meðal þeirra flugfélaga sem hafa orðið fyrir barðinu á flugbanninu.Í frétt BBC segir að aðstandendur þeirra sem létust geti sótt um að fá bætur úr sjóðnum til áramóta. Boeing hefur einnig sagt að þiggi aðstandendur bætur úr sjóðnum fyrirgeri það ekki rétti þeirra til þess að fara í einkamál á hendur Boeing, sem margir hafa þegar gert. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ "Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 8. maí 2019 13:39 Hugbúnaðaruppfærslan á lokametrunum Forstjóri Boeing sendir frá sér yfirlýsingu. 17. mars 2019 23:29 Krefur Boeing um milljarða vegna flugslyssins í Eþíópíu Ekkja manns sem fórst með þotu Ethiopian Airlines krefst 276 milljóna dollara í miskabætur. 21. maí 2019 13:38 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða aðstandendum þeirra sem létust í tveimur mannskæðum flugslysum í Eþíópíu og Indónesíu á þessu ári og hinu síðasta 144,5 þúsund dollara í skaðabætur. Í bæði skiptin hrapaði Boeing 737 MAX flugvél en flugslysin urðu til þess að flugbann var sett á þessa tegund flugvéla sem enn er í gildi. Upphæðin er jafnvirði um 18 milljóna króna en alls hefur Boeing lagt til hliðar 100 milljónir dollara, um 12 milljarða króna, í sjóð sem greiða á skaðabætur til fjölskyldna þeirra sem létust. Helmingur upphæðarinnar sem settur var í sjóðinn mun fara í greiðslu skaðabóta, hinn helmingurinn er ætlaður verkefnum sem tengjast menntunar- og þróunarmálum. Fyrra slysið varð í Indónesíu þann 29. október á síðasta ári þegar flugvél Lion Air hrapaði í sjóinn skömmu eftir flugtak. 189 létust í slysinu. Síðara slysið varð í Eþíópíu þann 10. mars síðastliðinn. Flugvél Ethiopian Airlines hrapaði til jarðar, einnig skömmu eftir flugtak frá Addis Ababa. 157 létust. Eftir seinna slysið var flugbann sett á Boeing 737 MAX flugvélar um allan heim. Banninu hefur enn ekki verið aflétt en Boeing vinnur nú að því að fá því aflétt. Icelandair er á meðal þeirra flugfélaga sem hafa orðið fyrir barðinu á flugbanninu.Í frétt BBC segir að aðstandendur þeirra sem létust geti sótt um að fá bætur úr sjóðnum til áramóta. Boeing hefur einnig sagt að þiggi aðstandendur bætur úr sjóðnum fyrirgeri það ekki rétti þeirra til þess að fara í einkamál á hendur Boeing, sem margir hafa þegar gert.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ "Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 8. maí 2019 13:39 Hugbúnaðaruppfærslan á lokametrunum Forstjóri Boeing sendir frá sér yfirlýsingu. 17. mars 2019 23:29 Krefur Boeing um milljarða vegna flugslyssins í Eþíópíu Ekkja manns sem fórst með þotu Ethiopian Airlines krefst 276 milljóna dollara í miskabætur. 21. maí 2019 13:38 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ "Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 8. maí 2019 13:39
Krefur Boeing um milljarða vegna flugslyssins í Eþíópíu Ekkja manns sem fórst með þotu Ethiopian Airlines krefst 276 milljóna dollara í miskabætur. 21. maí 2019 13:38