Mikið verk að koma ósáttum strandaglópum heim Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. september 2019 19:00 Bresk stjórnvöld reyna nú að koma strandaglópum aftur heim, þeim að kostnaðarlausu. Ákvörðun var tekin klukkan eitt í nótt um að leggja niður starfsemi Thomas Cook, bresku ferðaskrifstofunnar. Þetta sagði Tim Jonson, yfirmaður hjá bresku flugmálastofnuninni, í nótt þegar ljóst var að fyrirtækið, sem rekur sögu sína aftur til þess þegar Thomas Cook stofnaði fyrirtæki utan um ferðalög bindindismanna árið 1841, myndi falla. Gjaldþrotið bitnar á sex hundruð þúsund ferðamönnum, þar af um hundrað og fimmtíu þúsund Bretum. Fyrirtækið hafði átt í fjárhagsvandræðum sem skýrast meðal annars af því að bókunum hefur fækkað vegna óvissu sem hefur myndast í kringum útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Sóst var eftir 200 milljóna punda innspýtingu sem fékkst hvergi og því fór sem fór.Peter Frankhauser framkvæmdastjóri bað starfsfólk afsökunar og ferðalanga sömuleiðis. Nú yrði unnið með yfirvöldum að því að koma ferðamönnum aftur heim. „Ég veit að þetta eru sláandi tíðindi fyrir marga og munu þau valda miklum kvíða, stressi og óreiðu.“ Ljóst er að það verður töluvert verk að koma strönduðum ferðalöngum aftur heim til Bretlands. Bresk flugmálayfirvöld höfðu í morgun tekið á leigu 45 þotur sem áttu að fljúga 64 ferðir. Flestar til Evrópu en einnig til Tyrklands, Bandaríkjanna, Norður-Afríku, Karíbahafsins og Mið-Ameríku. Bretland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Thomas Cook fallið Eftir árangurslausar viðræður í nótt ákváðu lánadrottnar og hluthafar að leggja niður starfsemi ferðaþjónustufyrirtækisins Thomas Cook. 23. september 2019 06:33 Gjaldþrot Thomas Cook: Brostnir brúðkaupsdraumar og bálreiðar vinkonur sem komast ekki heim Um 600 þúsund viðskiptavinir bresku ferðaskrifstofunnar Thomas Cook eru nú strandaglópar víða um heim eftir að fyrirtækið var lýst gjaldþrota í nótt. Þær eru því ófáar raunasögurnar sem birst hafa í erlendum fjölmiðlum í dag þar sem fólk lýsir því hvaða áhrif gjaldþrotið hefur haft á ferðaáætlanir þeirra. 23. september 2019 15:15 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ákvörðun var tekin klukkan eitt í nótt um að leggja niður starfsemi Thomas Cook, bresku ferðaskrifstofunnar. Þetta sagði Tim Jonson, yfirmaður hjá bresku flugmálastofnuninni, í nótt þegar ljóst var að fyrirtækið, sem rekur sögu sína aftur til þess þegar Thomas Cook stofnaði fyrirtæki utan um ferðalög bindindismanna árið 1841, myndi falla. Gjaldþrotið bitnar á sex hundruð þúsund ferðamönnum, þar af um hundrað og fimmtíu þúsund Bretum. Fyrirtækið hafði átt í fjárhagsvandræðum sem skýrast meðal annars af því að bókunum hefur fækkað vegna óvissu sem hefur myndast í kringum útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Sóst var eftir 200 milljóna punda innspýtingu sem fékkst hvergi og því fór sem fór.Peter Frankhauser framkvæmdastjóri bað starfsfólk afsökunar og ferðalanga sömuleiðis. Nú yrði unnið með yfirvöldum að því að koma ferðamönnum aftur heim. „Ég veit að þetta eru sláandi tíðindi fyrir marga og munu þau valda miklum kvíða, stressi og óreiðu.“ Ljóst er að það verður töluvert verk að koma strönduðum ferðalöngum aftur heim til Bretlands. Bresk flugmálayfirvöld höfðu í morgun tekið á leigu 45 þotur sem áttu að fljúga 64 ferðir. Flestar til Evrópu en einnig til Tyrklands, Bandaríkjanna, Norður-Afríku, Karíbahafsins og Mið-Ameríku.
Bretland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Thomas Cook fallið Eftir árangurslausar viðræður í nótt ákváðu lánadrottnar og hluthafar að leggja niður starfsemi ferðaþjónustufyrirtækisins Thomas Cook. 23. september 2019 06:33 Gjaldþrot Thomas Cook: Brostnir brúðkaupsdraumar og bálreiðar vinkonur sem komast ekki heim Um 600 þúsund viðskiptavinir bresku ferðaskrifstofunnar Thomas Cook eru nú strandaglópar víða um heim eftir að fyrirtækið var lýst gjaldþrota í nótt. Þær eru því ófáar raunasögurnar sem birst hafa í erlendum fjölmiðlum í dag þar sem fólk lýsir því hvaða áhrif gjaldþrotið hefur haft á ferðaáætlanir þeirra. 23. september 2019 15:15 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Thomas Cook fallið Eftir árangurslausar viðræður í nótt ákváðu lánadrottnar og hluthafar að leggja niður starfsemi ferðaþjónustufyrirtækisins Thomas Cook. 23. september 2019 06:33
Gjaldþrot Thomas Cook: Brostnir brúðkaupsdraumar og bálreiðar vinkonur sem komast ekki heim Um 600 þúsund viðskiptavinir bresku ferðaskrifstofunnar Thomas Cook eru nú strandaglópar víða um heim eftir að fyrirtækið var lýst gjaldþrota í nótt. Þær eru því ófáar raunasögurnar sem birst hafa í erlendum fjölmiðlum í dag þar sem fólk lýsir því hvaða áhrif gjaldþrotið hefur haft á ferðaáætlanir þeirra. 23. september 2019 15:15