Sara Björk Gunnarsdóttir var á skotskónum í öruggum sigri Wolfsburg á Potsdam í þýsku Bundesligunni í fótbolta.
Sara Björk kom Wolfsburg yfir strax á þriðju mínútu leiksins og skildi mark hennar að í hálfleik.
Á 75. mínútu leiksins skoraði Ewa Pajor annað mark Wolfsburg áður en íslenski landsliðsfyrirliðinn gulltryggði sigur Wolfsburg með marki á lokamínútu leiksins.
Wolfsburg vann 3-0 sigur og er enn með fullt hús á toppi deildarinnar.

