Félag Sameinuðu þjóðanna, með stuðningi frá utanríkisráðuneytinu, stendur að útgáfu bókarinnar, og hefur dreift henni í alla grunn- og framhaldsskóla landsins. „Í bókinni er heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sjálfbæra þróun lýst, en þau marka leiðina að sjálfbærri framtíð bæði fyrir fólk og jörðina fram til ársins 2030,“ segir Harpa Júlíusdóttir hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna.

Bókin er þýdd úr sænsku og kom fyrst út á vegum Norðurlandaskrifstofu Þróunaráætlunar Sameinuðu Þjóðanna (UNDP) árið 2005. Þetta er sjöunda útgáfa bókarinnar, uppfærð og endurskoðuð. Nálgast má bæði bókina og kennsluleiðbeiningarnar á skólavef Félags Sameinuðu þjóðanna og bókina má einnig sækja á vef Menntamálastofnunar. Óski skólar eftir aðstoð við að innleiða efni bókarinnar í kennslu og/eða óskar eftir að fá eintak af bókinni má senda beiðni á Félag Sameinuðu þjóðanna.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.