Emil Ásmundsson er orðinn leikmaður Íslandsmeistara KR. Vesturbæjarfélagið greindi frá þessu í kvöld.
Emil er 24 ára miðjumaður og kemur hann frá Fylki. Hann skrifar undir þriggja ára samning við Íslandsmeistarana.
Árbæingurinn hefur spilað með yngri árum Íslands og fór ungur að aldri út til Englands. Eftir erfið meiðsli kom hann aftur heim til Íslands og gekk til liðs við Fylki á ný.
Emil var meiddur framan af tímabili í sumar en spilaði með Fylki undir lok tímabilsins.
KR-ingar hafa lengi haft augastað á Emil, eftir því sem segir í tilkynningu þeirra, og vænta mikils af honum.
Emil Ásmunds til Íslandsmeistaranna
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir
