Fjórða þáttaröð Stranger Things í bígerð Andri Eysteinsson skrifar 30. september 2019 21:07 Aðdáendur bandarísku vísindaskáldskaparþáttanna Stranger Things, sem Netflix framleiðir, geta tekið gleði sína á ný því í dag var birt færsla á samfélagsmiðlasíðum þáttanna þar sem staðfest var að fjórða þáttaröðin um krakkana frá Hawkins, Indiana væri í bígerð. Fyrstu þrjár þáttaraðirnar hafa verið með þeim vinsælustu á Netflix frá því að þættirnir hófu göngu sína sumarið 2016. Önnur þáttaröðin var gefin út ári síðar en aðdáendur máttu bíða í heil tvö ár eftir þriðju seríunni sem var frumsýnd 4.júlí síðastliðinn. Ungir aðalleikarar á borð við Finn Wolfhard, Millie Bobbie Brown, og Gaten Matarazzo hafa ásamt eldri stjörnum eins og David Harbour, Sean Astin og Winonu Ryder, hlotið einróma lof fyrir hlutverk sín í þáttunum. Fjórða þáttaröðin var staðfest með 45 sekúndna löngu myndbandi sem lítið er hægt að lesa úr. Merki þáttanna birtist með töluna 4 í bakgrunni. Eftir því sem líður á myndbandið virðist umhverfið breytast í það sem þekkja má úr „The Upside Down“. Að lokum birtast þá skilaboðin. Við erum ekki lengur í Hawkins. (e. We are not in Hawkins anymore) Ekki liggur ljóst fyrir hvenær þáttaröðin verður sýnd. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Aðdáendur bandarísku vísindaskáldskaparþáttanna Stranger Things, sem Netflix framleiðir, geta tekið gleði sína á ný því í dag var birt færsla á samfélagsmiðlasíðum þáttanna þar sem staðfest var að fjórða þáttaröðin um krakkana frá Hawkins, Indiana væri í bígerð. Fyrstu þrjár þáttaraðirnar hafa verið með þeim vinsælustu á Netflix frá því að þættirnir hófu göngu sína sumarið 2016. Önnur þáttaröðin var gefin út ári síðar en aðdáendur máttu bíða í heil tvö ár eftir þriðju seríunni sem var frumsýnd 4.júlí síðastliðinn. Ungir aðalleikarar á borð við Finn Wolfhard, Millie Bobbie Brown, og Gaten Matarazzo hafa ásamt eldri stjörnum eins og David Harbour, Sean Astin og Winonu Ryder, hlotið einróma lof fyrir hlutverk sín í þáttunum. Fjórða þáttaröðin var staðfest með 45 sekúndna löngu myndbandi sem lítið er hægt að lesa úr. Merki þáttanna birtist með töluna 4 í bakgrunni. Eftir því sem líður á myndbandið virðist umhverfið breytast í það sem þekkja má úr „The Upside Down“. Að lokum birtast þá skilaboðin. Við erum ekki lengur í Hawkins. (e. We are not in Hawkins anymore) Ekki liggur ljóst fyrir hvenær þáttaröðin verður sýnd.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira