Helgi er tvítugur og kemur frá Fram þar sem hann skoraði 19 mörk í 25 leikjum í sumar. Hann varð annar af markakóngum Inkassodeildarinnar í sumar með 15 mörk og lykilmaður í liði Fram.
Víkingar hafa verið með augastað á Helga í svolítinn tíma og er félagið loksins búið að ganga frá samningum við leikmanninn unga.
Víkingur náði bikarmeistaratitli í sumar og endaði í 7. sæti Pepsi Max deildarinnar.
Knattspyrnudeild Víkings hefur samið við Helga Guðjónsson um að leika með félaginu næstu tvö árin.
Helgi er tvítugur framherji og skoraði 19 mörk í 25 leikjum fyrir Fram í deild og bikar á liðinni leiktíð.
Velkominn í Víkina Helgi!
pic.twitter.com/rQufuRZcJd
— Víkingur FC (@vikingurfc) September 30, 2019