Fullkominn hamingjubiti Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 1. október 2019 22:00 Sólrún Sigurðardóttir í fallega eldhúsinu sínu heima þar sem verðlaunabrauðtertan varð til sem og fleiri annálaðir matargaldrar Sólrúnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Hamingjutertan reyndist hinn fullkomni biti og mér skilst að það sem kórónaði tertuna hafi verið eplin,“ segir Sólrún Sigurðardóttir, sem stóð uppi sem sigurvegari fyrir bragðbestu brauðtertuna í brauðtertukeppni menningarnætur. Sólrún starfar í elhúsinu í félagsmiðstöðinni Borgum í Grafarvogi þar sem hún slær í gegn á hverjum degi með matseld sinni og bakstri. „Ég hef alla tíð haft ærinn áhuga á öllu sem viðkemur mat en ætli kveikjan að brauðtertuáhuganum hafi ekki kviknað þegar ég var ráðin í afleysingar í Brauðbæ, mekka smurbrauðsins, sumarið sem ég var átján ára. Þar lærði ég að skreyta brauð eins og gert var í þá daga og útbúa snittur sem hafa lengi verið við lýði á íslenskum veisluborðum, en svo bættist við brauðtertumenningin og þar hef ég látið hugmyndaflugið og sköpunargleðina ráða,“ segir Sólrún. Grunninn að verðlaunatertunni fann hún í bæklingi Mjólkursamsölunnar. „Þar var uppskrift að hefðbundinni rækjubrauðtertu en mér þótti freistandi að prófa hana vegna þess að í henni voru epli og sweet chili-sósa. Ég bætti svo uppskriftina eftir eigin höfði og helmingaði rjómaost með graslauk með mæjónesi. Það er mikill misskilningur að mæjónes sé óhollt en mér finnst það gera gæfumuninn í brauðtertum og nota alltaf mæjónes saman við sýrðan rjóma í mínar brauðtertur. Það gefur góða bragðið og heldur tertunni betur saman,“ segir Sólrún, sem setur alltaf á brauðtertur deginum áður en skreytir daginn sem þær eru bornar fram. „Mér fannst virkilega gaman að taka þátt í brauðtertukeppninni og skemmtileg tilviljun að við þrjú sem skráðum okkur fyrst til keppni skyldum lenda í þremur fyrstu sætunum,“ segir Sólrún og sætur sigurinn kom henni þægilega á óvart. „Ég varð auðvitað steinhissa en líka óskaplega glöð því þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ einhverja viðurkenningu í gegnum lífið,“ segir hún hamingjusöm.Rækjur og rósir Sem fyrr segir fékk Sólrún verðlaun fyrir bragðbestu brauðtertuna en einnig voru veitt verðlaun fyrir frumlegustu og fallegustu brauðtertuna. „Brauðtertur eru mikið áhugamál hjá mér, bæði samsetning hráefnis sem og skreytingar. Siggi Hall fór fyrir dómnefndinni sem sagði eitthvað hafa smollið um leið og þau smökkuðu tertuna. Skreytingin vakti líka mikla athygli. Ég hafði séð hana fyrir hugskotssjónum og raðaði ofan á tertuna stórum rækjum í hjarta sem ég fyllti með rósum sem ég skar út úr plómum. Ég þurfti líka að gefa tertunni nafn og kallaði mína Hamingjutertu,“ segir Sólrún sem er þekkt fyrir góðar og fallegar brauðtertur meðal þeirra sem njóta. „Ég baka mikið í vinnunni og fæ endalaust hrós fyrir; að allt sé svo gott sem ég geri. Ég fór snemma að taka þátt í eldhússtörfunum, er ein af ellefu systkinum og þurfti náttúrlega að gera mikið heima á uppvaxtarárunum. Ég var því mikið ofan í pottunum hjá mömmu og fylgdist með bakstrinum. Seinna var ég eins og hver önnur mamma og húsmóðir sem bakaði fyrir börnin mín og til heimilisins, og ég á mín leynitrix í bakstrinum, eins og að setja rjóma í marmarakökuna sem gerir hana mjúka og þétta í sér og alveg ómótstæðilega góða.“Hjartað réði för Sólrún flutti í núverandi hús sitt fyrir þremur árum. „Eldhúsið er ekki stórt en það gerir ekkert til og þar verða til galdrarnir. Mitt eftirlætishráefni er íslenskt smjör sem er ómissandi í alla matargerð. Ég held líka að maður geti ekki verið án þess að eiga góða hnífa í eldhúsinu,“ segir Sólrún, sem hefur smám saman tekið húsið sitt í gegn.„Maðurinn minn kolféll fyrir húsinu þegar hann sá það við enda götunnar fyrst en fyrri eigandi hafði misst það og skilið eftir óklárað og án útihurðar. Ég gat varla stigið þar inn fæti og fannst það hreinn viðbjóður að innan, en hjarta og innsæi mannsins míns réði för. Við þurftum því að græja og gera, parketlögðum, sprautuðum hurðir eldhúsinnréttingarinnar og skiptum um skápa,“ segir Sólrún, sem hefur í tvígang gert Hamingjutertuna frá því hún vann keppnina. „Tertan þykir hið mesta lostæti og næst geri ég hana fyrir son minn og vini hans sem hafa pantað hana hjá mér til að taka með sér í veiðiferð í nóvember.“Hamingjuterta Sólrúnar: 400 g rækjur 5 egg 1–2 epli 1½ til 2 öskjur Philadelfia-ostur með graslauk og lauk 400 g Hellemans-mæjónes 1 dl sweet chili-sósa Salt og pipar Gott er að dreypa smávegis af sítrónusafa á rækjurnarAðferð: Hrærið saman Philadelfia-osti saman við mæjónes og sweet chili-sósu. Piprið og saltið. Kreistið svolítinn sítrónusafa yfir rækjurnar og bætið þeim í blönduna ásamt smátt söxuðum eplum og eggjum. Setjið rækjusalatið á brauðtertubrauðið, kælið í sólarhring og skreytið að vild. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Fleiri fréttir Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Sjá meira
„Hamingjutertan reyndist hinn fullkomni biti og mér skilst að það sem kórónaði tertuna hafi verið eplin,“ segir Sólrún Sigurðardóttir, sem stóð uppi sem sigurvegari fyrir bragðbestu brauðtertuna í brauðtertukeppni menningarnætur. Sólrún starfar í elhúsinu í félagsmiðstöðinni Borgum í Grafarvogi þar sem hún slær í gegn á hverjum degi með matseld sinni og bakstri. „Ég hef alla tíð haft ærinn áhuga á öllu sem viðkemur mat en ætli kveikjan að brauðtertuáhuganum hafi ekki kviknað þegar ég var ráðin í afleysingar í Brauðbæ, mekka smurbrauðsins, sumarið sem ég var átján ára. Þar lærði ég að skreyta brauð eins og gert var í þá daga og útbúa snittur sem hafa lengi verið við lýði á íslenskum veisluborðum, en svo bættist við brauðtertumenningin og þar hef ég látið hugmyndaflugið og sköpunargleðina ráða,“ segir Sólrún. Grunninn að verðlaunatertunni fann hún í bæklingi Mjólkursamsölunnar. „Þar var uppskrift að hefðbundinni rækjubrauðtertu en mér þótti freistandi að prófa hana vegna þess að í henni voru epli og sweet chili-sósa. Ég bætti svo uppskriftina eftir eigin höfði og helmingaði rjómaost með graslauk með mæjónesi. Það er mikill misskilningur að mæjónes sé óhollt en mér finnst það gera gæfumuninn í brauðtertum og nota alltaf mæjónes saman við sýrðan rjóma í mínar brauðtertur. Það gefur góða bragðið og heldur tertunni betur saman,“ segir Sólrún, sem setur alltaf á brauðtertur deginum áður en skreytir daginn sem þær eru bornar fram. „Mér fannst virkilega gaman að taka þátt í brauðtertukeppninni og skemmtileg tilviljun að við þrjú sem skráðum okkur fyrst til keppni skyldum lenda í þremur fyrstu sætunum,“ segir Sólrún og sætur sigurinn kom henni þægilega á óvart. „Ég varð auðvitað steinhissa en líka óskaplega glöð því þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ einhverja viðurkenningu í gegnum lífið,“ segir hún hamingjusöm.Rækjur og rósir Sem fyrr segir fékk Sólrún verðlaun fyrir bragðbestu brauðtertuna en einnig voru veitt verðlaun fyrir frumlegustu og fallegustu brauðtertuna. „Brauðtertur eru mikið áhugamál hjá mér, bæði samsetning hráefnis sem og skreytingar. Siggi Hall fór fyrir dómnefndinni sem sagði eitthvað hafa smollið um leið og þau smökkuðu tertuna. Skreytingin vakti líka mikla athygli. Ég hafði séð hana fyrir hugskotssjónum og raðaði ofan á tertuna stórum rækjum í hjarta sem ég fyllti með rósum sem ég skar út úr plómum. Ég þurfti líka að gefa tertunni nafn og kallaði mína Hamingjutertu,“ segir Sólrún sem er þekkt fyrir góðar og fallegar brauðtertur meðal þeirra sem njóta. „Ég baka mikið í vinnunni og fæ endalaust hrós fyrir; að allt sé svo gott sem ég geri. Ég fór snemma að taka þátt í eldhússtörfunum, er ein af ellefu systkinum og þurfti náttúrlega að gera mikið heima á uppvaxtarárunum. Ég var því mikið ofan í pottunum hjá mömmu og fylgdist með bakstrinum. Seinna var ég eins og hver önnur mamma og húsmóðir sem bakaði fyrir börnin mín og til heimilisins, og ég á mín leynitrix í bakstrinum, eins og að setja rjóma í marmarakökuna sem gerir hana mjúka og þétta í sér og alveg ómótstæðilega góða.“Hjartað réði för Sólrún flutti í núverandi hús sitt fyrir þremur árum. „Eldhúsið er ekki stórt en það gerir ekkert til og þar verða til galdrarnir. Mitt eftirlætishráefni er íslenskt smjör sem er ómissandi í alla matargerð. Ég held líka að maður geti ekki verið án þess að eiga góða hnífa í eldhúsinu,“ segir Sólrún, sem hefur smám saman tekið húsið sitt í gegn.„Maðurinn minn kolféll fyrir húsinu þegar hann sá það við enda götunnar fyrst en fyrri eigandi hafði misst það og skilið eftir óklárað og án útihurðar. Ég gat varla stigið þar inn fæti og fannst það hreinn viðbjóður að innan, en hjarta og innsæi mannsins míns réði för. Við þurftum því að græja og gera, parketlögðum, sprautuðum hurðir eldhúsinnréttingarinnar og skiptum um skápa,“ segir Sólrún, sem hefur í tvígang gert Hamingjutertuna frá því hún vann keppnina. „Tertan þykir hið mesta lostæti og næst geri ég hana fyrir son minn og vini hans sem hafa pantað hana hjá mér til að taka með sér í veiðiferð í nóvember.“Hamingjuterta Sólrúnar: 400 g rækjur 5 egg 1–2 epli 1½ til 2 öskjur Philadelfia-ostur með graslauk og lauk 400 g Hellemans-mæjónes 1 dl sweet chili-sósa Salt og pipar Gott er að dreypa smávegis af sítrónusafa á rækjurnarAðferð: Hrærið saman Philadelfia-osti saman við mæjónes og sweet chili-sósu. Piprið og saltið. Kreistið svolítinn sítrónusafa yfir rækjurnar og bætið þeim í blönduna ásamt smátt söxuðum eplum og eggjum. Setjið rækjusalatið á brauðtertubrauðið, kælið í sólarhring og skreytið að vild.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Fleiri fréttir Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Sjá meira