Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús mun verða á meðal keppenda á Áskorendamótaröðinni á næsta ári. Rúv greindi fyrst frá í dag.
Haraldur hefur spilað vel á Nordic Tour í sumar og það er í gegnum hana sem hann tryggir sæti sitt á Áskorendamótaröðinni.
Efstu fimm kylfingar á stigalista mótaraðarinnar fá sæti á Áskorendamótaröðinni. Haraldur Franklín er sem stendur í fjórða sæti og er orðið öruggt að hann verður á meðal topp fimm.
Lokamót tímabilsins á mótaröðinni fer fram í Eistlandi og hófst það í dag. Haraldur er á meðal keppenda ásamt Axel Bóassyni.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson er einnig búinn að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni.
