Stefna vegna innviðagjalda „frekar vanhugsuð verktakagræðgi“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 9. október 2019 14:00 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Vísir/vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir boðað dómsmál vegna innviðagjalda borgarinnar til marks um verktakagræðgi. Álagning gjaldanna byggi á samningum sem verktakar hafi undirritað. Það sé því einkennilegt að þeir ætli sér nú að stinga af frá reikningnum og velta kostnaðinum yfir á borgarbúa. Verktakafyrirtæki í samstarfi við Samtök iðnaðarins hafa stefnt Reykjavíkurborg vegna þess sem þau telja að sé ólögmæt innviðagjöld sem borgin hefur innheimt á undanförnum árum í tengslum við uppbyggingu á húsnæðismarkaði.Sjá einnig: Stefna Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda „Mér sýnist þarna vera frekar vanhugsuð verktakagræði. Þessi byggingaréttur í Vogabyggð var seldur með skýrum kröfum um að taka þátt í ákveðnum innviðakostnaði, sem var dreift á allar lóðirnar,“ segir borgarstjóri.„Hverfið hefur mælst vel fyrir og fyrstu íbúðirnar eru komnar á sölu og það er mjög einkennilegt að þá mæti einhverjir verktakar, ætla að hirða allan ágóðann en senda reikninginn, sem þeir eiga að borga með okkur samkvæmt samningi, til borgarbúa og borgarsjóðs.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sagði í samtali við Markaðinn að lagaleg óvissa væri til staðar um lögmæti innviðagjaldanna. Borgarstjóri vísar þeim vangaveltum á bug.„Þetta byggir á samningum sem eru gerðir á einkaréttarlegum grunni. Þegar við stóðum frammi fyrir því að umbreyta þessu hverfi í íbúabyggð þá var ljóst að það var ekki hægt að kljúfa fjármögnunina eftir hefðbundum leiðum. Engum fannst rétt eða sanngjarnt að einkaaðilar fengju allan ágóðann af breyttu skipulagi en borgin sæti uppi með allan innviðakostnaðinn. Þannig að það var ákveðið að skipta honum og um þetta voru gerðir samningar eftir miklar yfirlegu,“ segir Dagur.„Þá gengur ekki eftir á, þegar einhver hafa keypt þessar lóðir, að verktakarnir vilji hlaupa frá sínum hluta af samningunum en senda reikninginn á borgarbúa.“ Fengu lóðirnar á sanngjörnu verði Fyrrnefndur Sigurður Hannesson sagði að innviðagjöldin hefðu áhrif á byggingarkostnað og hækki mögulega söluverð nýbygginga. Hann tók uppbyggingu í Vogabyggð sem dæmi og segir að innviðagjald á fermetra nemi 23 þúsund krónur sem geri 2,3 milljónir á hverja 100 fermetra íbúð á svæðinu. Aðspurður um hvort ekki sé um of háar upphæðir að ræða segir Dagur að fjárhæðirnar byggi á kostnaðarmati „á þeim innviðum sem var ákveðið að hafa í hverfinu.“ Lóðaverðið hafi tekið mið af því að þeim fylgdi greiðsluskylda á hluta í innviðunum. „Þannig að verktakarnir fengu lóðirnar á mjög sanngjörnu verði.“ Borgarstjóri segist því ekki hafa miklar áhyggjur af því að borgin muni tapa dómsmálinu. „Þetta eru einfaldlega samningar sem voru gerðir og samninga ber að virða. Ég veit ekki alveg hvernig byggingaiðnaðurinn á Íslandi væri ef það verður almenn regla að líta þannig á að samningar séu bara til einhvers konar viðmiðunar.“ Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Stefna Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda Verktakafyrirtæki og SI standa að baki stefnu á hendur borginni vegna þess sem þau telja ólögmæt innviðagjöld. Numið milljörðum króna síðustu ár. Lögmaður hagsmunaaðila segir að málið muni hafa víðtækt fordæmisgildi. 9. október 2019 06:15 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir boðað dómsmál vegna innviðagjalda borgarinnar til marks um verktakagræðgi. Álagning gjaldanna byggi á samningum sem verktakar hafi undirritað. Það sé því einkennilegt að þeir ætli sér nú að stinga af frá reikningnum og velta kostnaðinum yfir á borgarbúa. Verktakafyrirtæki í samstarfi við Samtök iðnaðarins hafa stefnt Reykjavíkurborg vegna þess sem þau telja að sé ólögmæt innviðagjöld sem borgin hefur innheimt á undanförnum árum í tengslum við uppbyggingu á húsnæðismarkaði.Sjá einnig: Stefna Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda „Mér sýnist þarna vera frekar vanhugsuð verktakagræði. Þessi byggingaréttur í Vogabyggð var seldur með skýrum kröfum um að taka þátt í ákveðnum innviðakostnaði, sem var dreift á allar lóðirnar,“ segir borgarstjóri.„Hverfið hefur mælst vel fyrir og fyrstu íbúðirnar eru komnar á sölu og það er mjög einkennilegt að þá mæti einhverjir verktakar, ætla að hirða allan ágóðann en senda reikninginn, sem þeir eiga að borga með okkur samkvæmt samningi, til borgarbúa og borgarsjóðs.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sagði í samtali við Markaðinn að lagaleg óvissa væri til staðar um lögmæti innviðagjaldanna. Borgarstjóri vísar þeim vangaveltum á bug.„Þetta byggir á samningum sem eru gerðir á einkaréttarlegum grunni. Þegar við stóðum frammi fyrir því að umbreyta þessu hverfi í íbúabyggð þá var ljóst að það var ekki hægt að kljúfa fjármögnunina eftir hefðbundum leiðum. Engum fannst rétt eða sanngjarnt að einkaaðilar fengju allan ágóðann af breyttu skipulagi en borgin sæti uppi með allan innviðakostnaðinn. Þannig að það var ákveðið að skipta honum og um þetta voru gerðir samningar eftir miklar yfirlegu,“ segir Dagur.„Þá gengur ekki eftir á, þegar einhver hafa keypt þessar lóðir, að verktakarnir vilji hlaupa frá sínum hluta af samningunum en senda reikninginn á borgarbúa.“ Fengu lóðirnar á sanngjörnu verði Fyrrnefndur Sigurður Hannesson sagði að innviðagjöldin hefðu áhrif á byggingarkostnað og hækki mögulega söluverð nýbygginga. Hann tók uppbyggingu í Vogabyggð sem dæmi og segir að innviðagjald á fermetra nemi 23 þúsund krónur sem geri 2,3 milljónir á hverja 100 fermetra íbúð á svæðinu. Aðspurður um hvort ekki sé um of háar upphæðir að ræða segir Dagur að fjárhæðirnar byggi á kostnaðarmati „á þeim innviðum sem var ákveðið að hafa í hverfinu.“ Lóðaverðið hafi tekið mið af því að þeim fylgdi greiðsluskylda á hluta í innviðunum. „Þannig að verktakarnir fengu lóðirnar á mjög sanngjörnu verði.“ Borgarstjóri segist því ekki hafa miklar áhyggjur af því að borgin muni tapa dómsmálinu. „Þetta eru einfaldlega samningar sem voru gerðir og samninga ber að virða. Ég veit ekki alveg hvernig byggingaiðnaðurinn á Íslandi væri ef það verður almenn regla að líta þannig á að samningar séu bara til einhvers konar viðmiðunar.“
Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Stefna Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda Verktakafyrirtæki og SI standa að baki stefnu á hendur borginni vegna þess sem þau telja ólögmæt innviðagjöld. Numið milljörðum króna síðustu ár. Lögmaður hagsmunaaðila segir að málið muni hafa víðtækt fordæmisgildi. 9. október 2019 06:15 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Stefna Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda Verktakafyrirtæki og SI standa að baki stefnu á hendur borginni vegna þess sem þau telja ólögmæt innviðagjöld. Numið milljörðum króna síðustu ár. Lögmaður hagsmunaaðila segir að málið muni hafa víðtækt fordæmisgildi. 9. október 2019 06:15