Verður sjálfur ekki á hátíðinni í holdinu en mjög nálægur í andanum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. október 2019 08:45 Haraldur segir gjörninginn Þröng fela í sér þátttöku gesta. Fjölbreyttir gjörningar og leikhústengd verk af öllum toga eru á A! Gjörningahátíð sem opnuð verður á Akureyri á morgun, 10. október. Hún stendur fram á sunnudag. Þetta er alþjóðleg hátíð sem haldin er árlega, nú í fimmta sinn. Hátt í 2.000 gestir hafa sótt hana heim hverju sinni. Ókeypis er inn á alla viðburði hennar. Einn þeirra sem verk eiga á hátíðinni er Haraldur Jónsson myndlistarmaður, sem býr í borginni. Hann á ekki heimangengt og segir þetta verða í fyrsta skipti sem hann sé ekki viðstaddur opnun á eigin verkum. „Gjörningurinn minn nefnist Þröng. Ég treysti þeim fyrir norðan til að setja hann rétt upp og vona að hann komi vel út. Þó ég verði ekki sjálfur á hátíðinni í holdinu verð ég mjög nálægur í andanum.“ Fylgir samt ekki gjörningum alltaf eitthvað sem gerist á staðnum? „Jú, gjörningur fer fram í tíma og rúmi og inniheldur mjög gjarnan hreyfingu og einhvers konar stefnumót við áhorfendur. Grunnmunurinn á gjörningi og leiklist er að gjörningurinn skapar ástand en honum fylgir ekki frásaga, hann er meira í ætt við athöfn, eða ritúal.“ Haraldur segir um frumflutning að ræða á verkinu Þröng og það feli í sér þátttöku gesta. „Þröng er nokkurs konar afsprengi yfirlitssýningar minnar á Kjarvalsstöðum fyrir ári. Hún stóð í þrjá mánuði og ég var alltaf með gjörninga síðdegis á laugardögum. Það var mjög gaman og það má segja að fræi að þessum gjörningi hafi verið sáð þá. Verkin mín hafa samt, alveg frá upphafi, gjarnan haft einhverja umbreytingu í sér, þannig að Þröng er angi af þeirri stefnu.“ A! Gjörningahátíð er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Menningarhússins Hofs, Leikfélags Akureyrar, LÓKAL alþjóðlegrar leiklistarhátíðar, Gilfélagsins og Heim-vídeólistahátíðar. Samhliða A! fer vídeólistahátíðin Heim fram. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Fjölbreyttir gjörningar og leikhústengd verk af öllum toga eru á A! Gjörningahátíð sem opnuð verður á Akureyri á morgun, 10. október. Hún stendur fram á sunnudag. Þetta er alþjóðleg hátíð sem haldin er árlega, nú í fimmta sinn. Hátt í 2.000 gestir hafa sótt hana heim hverju sinni. Ókeypis er inn á alla viðburði hennar. Einn þeirra sem verk eiga á hátíðinni er Haraldur Jónsson myndlistarmaður, sem býr í borginni. Hann á ekki heimangengt og segir þetta verða í fyrsta skipti sem hann sé ekki viðstaddur opnun á eigin verkum. „Gjörningurinn minn nefnist Þröng. Ég treysti þeim fyrir norðan til að setja hann rétt upp og vona að hann komi vel út. Þó ég verði ekki sjálfur á hátíðinni í holdinu verð ég mjög nálægur í andanum.“ Fylgir samt ekki gjörningum alltaf eitthvað sem gerist á staðnum? „Jú, gjörningur fer fram í tíma og rúmi og inniheldur mjög gjarnan hreyfingu og einhvers konar stefnumót við áhorfendur. Grunnmunurinn á gjörningi og leiklist er að gjörningurinn skapar ástand en honum fylgir ekki frásaga, hann er meira í ætt við athöfn, eða ritúal.“ Haraldur segir um frumflutning að ræða á verkinu Þröng og það feli í sér þátttöku gesta. „Þröng er nokkurs konar afsprengi yfirlitssýningar minnar á Kjarvalsstöðum fyrir ári. Hún stóð í þrjá mánuði og ég var alltaf með gjörninga síðdegis á laugardögum. Það var mjög gaman og það má segja að fræi að þessum gjörningi hafi verið sáð þá. Verkin mín hafa samt, alveg frá upphafi, gjarnan haft einhverja umbreytingu í sér, þannig að Þröng er angi af þeirri stefnu.“ A! Gjörningahátíð er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Menningarhússins Hofs, Leikfélags Akureyrar, LÓKAL alþjóðlegrar leiklistarhátíðar, Gilfélagsins og Heim-vídeólistahátíðar. Samhliða A! fer vídeólistahátíðin Heim fram.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira