Jón Þór útskýrir rauða spjaldið: „Glórulaus dómur og ég gleymdi mér aðeins í því“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. október 2019 19:59 Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson var hæstánægður með frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í fótolta sem valtaði yfir Letta í undankeppni EM 2021 ytra í dag. Jón Þór missti sig aðeins undir lok leiksins og fékk rautt spjald fyrir. „Þetta var frábær leikur, virkilega vel útfærður. Ég er ánægður með liðið heilt yfir þessar 90 mínútur,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi eftir leikinn. „Það var frábært að komast snemma yfir, við eigum fínan fyrri hálfleik og skorum þrjú mörk. Er virkilega ánægður með seinni hálfeikinn að halda alltaf áfram og þær sýndu mikið hungur í að klára leikinn vel.“ „Það var ekkert auðvelt því völlurinn og aðstæðurnar voru mjög erfiðar.“ Ísland vann leikinn örugglega, 6-0, og var sigurinn aldrei í hættu. „Við náðum að láta boltann rúlla út á vængina, koma okkur í þessi svæði sem við ætluðum að komast í inni í vítateig. Hreyfingin þar og grimmdin þar var það sem virkilega skilaði þessum sigri.“ „Öguð og góð frammistaða og ekkert í leik liðsins sem ég var ekki sáttur með. Ég var mjög ánægður með liðið, frábær sigur á erfiðum velli.“ Undir lok leiksins fékk Jón Þór að líta beint rautt spjald og þurfti að horfa á restina af leiknum úr áhorfendastúkunni. Hvað gerðist þar? „Við vildum halda áfram og skora meira. Það voru 10 mínútur eftir og við vildum ná fleiri mörkum þannig að það var mikið hungur í liðinu öllu og við vildum klára heilsteyptar 90 mínútur.“ „Ég kannski gleymdi mér aðeins í því, við erum að vinna boltann og erum að koma upp með boltann og þá er Gunnhildur dæmd brotleg þegar hún er að senda boltann fram á við. Það var glórulaus dómur og ég gleymdi mér aðeins í því og var full hvass og fæ beint rautt fyrir.“ „En það þýðir ekkert að kvarta yfir því núna, það er búið og gert.“ Ísland er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í riðlinum, en er í öðru sæti á eftir Svíum á markatölu. „Við erum með fullt hús sem var það sem við ætluðum. Við byrjuðum frábærlega, ekki hægt að biðja um meira. Næsta verkefni er að taka það með inn í nýtt landsliðsár.“ „Ég er virkilega ánægður með þetta fyrsta ár og hefur fundist liðið spila og sýna góða frammistöðu,“ sagði Jón Þór Hauksson. EM 2021 í Englandi Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Jón Þór Hauksson var hæstánægður með frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í fótolta sem valtaði yfir Letta í undankeppni EM 2021 ytra í dag. Jón Þór missti sig aðeins undir lok leiksins og fékk rautt spjald fyrir. „Þetta var frábær leikur, virkilega vel útfærður. Ég er ánægður með liðið heilt yfir þessar 90 mínútur,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi eftir leikinn. „Það var frábært að komast snemma yfir, við eigum fínan fyrri hálfleik og skorum þrjú mörk. Er virkilega ánægður með seinni hálfeikinn að halda alltaf áfram og þær sýndu mikið hungur í að klára leikinn vel.“ „Það var ekkert auðvelt því völlurinn og aðstæðurnar voru mjög erfiðar.“ Ísland vann leikinn örugglega, 6-0, og var sigurinn aldrei í hættu. „Við náðum að láta boltann rúlla út á vængina, koma okkur í þessi svæði sem við ætluðum að komast í inni í vítateig. Hreyfingin þar og grimmdin þar var það sem virkilega skilaði þessum sigri.“ „Öguð og góð frammistaða og ekkert í leik liðsins sem ég var ekki sáttur með. Ég var mjög ánægður með liðið, frábær sigur á erfiðum velli.“ Undir lok leiksins fékk Jón Þór að líta beint rautt spjald og þurfti að horfa á restina af leiknum úr áhorfendastúkunni. Hvað gerðist þar? „Við vildum halda áfram og skora meira. Það voru 10 mínútur eftir og við vildum ná fleiri mörkum þannig að það var mikið hungur í liðinu öllu og við vildum klára heilsteyptar 90 mínútur.“ „Ég kannski gleymdi mér aðeins í því, við erum að vinna boltann og erum að koma upp með boltann og þá er Gunnhildur dæmd brotleg þegar hún er að senda boltann fram á við. Það var glórulaus dómur og ég gleymdi mér aðeins í því og var full hvass og fæ beint rautt fyrir.“ „En það þýðir ekkert að kvarta yfir því núna, það er búið og gert.“ Ísland er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í riðlinum, en er í öðru sæti á eftir Svíum á markatölu. „Við erum með fullt hús sem var það sem við ætluðum. Við byrjuðum frábærlega, ekki hægt að biðja um meira. Næsta verkefni er að taka það með inn í nýtt landsliðsár.“ „Ég er virkilega ánægður með þetta fyrsta ár og hefur fundist liðið spila og sýna góða frammistöðu,“ sagði Jón Þór Hauksson.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira