Sætið undir Solskjær orðið ansi heitt Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. október 2019 17:15 Ole Gunnar Solskjær reynir að lesa yfir miðjumanninum Andreas Pereira í Newcastle í gær.. Nordicphotos/Getty Annað árið í röð gæti það orðið banabiti knattspyrnustjóra Manchester United að tapa fyrir Liverpool, ef Ole Gunnar Solskjær verður þá treyst fyrir því að stýra liði Manchester United áfram eftir hörmungar undanfarinna vikna. Liðið tapaði fyrir Newcastle um helgina sem þýðir að Manchester United er fimmtán stigum á eftir toppliði Liverpool þegar átta umferðir eru búnar og virðist ekki geta keypt sér útisigur. Síðasti útisigur félagsins í keppnisleik kom í byrjun mars þegar United vann 3-1 sigur á PSG en síðan þá hefur liðið leikið ellefu leiki á útivelli og tapað sjö þeirra. Er það lengsta bið félagsins eftir sigri á útivelli í þrjá áratugi. Ekki er árangurinn á heimavelli mikið betri því í síðustu 22 leikjum hefur Manchester United aðeins unnið fimm leiki. Er þetta versta byrjun Manchester United í deildinni í 29 ár og er félagið aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Solskjær skrifaði undir samning og tók við liðinu til frambúðar stuttu eftir að hafa stýrt því til sigurs í mögnuðum leik gegn PSG í Meistaradeild Evrópu enda var byr í seglum Solskjærs. Hann bætti fjölmörg met yfir flesta sigurleiki nýráðins knattspyrnustjóra félagsins og í fyrstu tólf leikjunum var uppskera Manchester United 32 stig, fimm stigum meira en næsta lið náði. Eftir sigurinn í París fór að halla undan fæti og féll liðið úr leik í bikarnum og Meistaradeild Evrópu á næstu hindrun. Á sama tíma hrundi gengi liðsins í deildinni þar sem Manchester United fékk aðeins ellefu stig úr síðustu tíu leikjunum og hefur það gengi haldið áfram inn í nýtt tímabil. Stórsigur á Chelsea í fyrstu umferð skyggði á vandræðin á bak við tjöldin á Old Trafford. Félagið seldi frá sér tvo sóknarsinnaða leikmenn og setti það á herðar Marcus Rashford að sjá um markaskorun félagsins sem og táningsins Masons Greenwood. Varnarleikur liðsins hefur batnað með komu nýrra manna í varnarlínuna en sóknarleikur liðsins er fyrirsjáanlegur, staður og einfaldlega slakur. Solskjær tók við keflinu af Jose Mourinho rétt fyrir jól eftir neyðarlegt tap Manchester United. Ef Solskjær verður treyst fyrir verkefninu þegar Liverpool kemur í heimsókn gæti það orðið síðasta tækifæri hans. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjá meira
Annað árið í röð gæti það orðið banabiti knattspyrnustjóra Manchester United að tapa fyrir Liverpool, ef Ole Gunnar Solskjær verður þá treyst fyrir því að stýra liði Manchester United áfram eftir hörmungar undanfarinna vikna. Liðið tapaði fyrir Newcastle um helgina sem þýðir að Manchester United er fimmtán stigum á eftir toppliði Liverpool þegar átta umferðir eru búnar og virðist ekki geta keypt sér útisigur. Síðasti útisigur félagsins í keppnisleik kom í byrjun mars þegar United vann 3-1 sigur á PSG en síðan þá hefur liðið leikið ellefu leiki á útivelli og tapað sjö þeirra. Er það lengsta bið félagsins eftir sigri á útivelli í þrjá áratugi. Ekki er árangurinn á heimavelli mikið betri því í síðustu 22 leikjum hefur Manchester United aðeins unnið fimm leiki. Er þetta versta byrjun Manchester United í deildinni í 29 ár og er félagið aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Solskjær skrifaði undir samning og tók við liðinu til frambúðar stuttu eftir að hafa stýrt því til sigurs í mögnuðum leik gegn PSG í Meistaradeild Evrópu enda var byr í seglum Solskjærs. Hann bætti fjölmörg met yfir flesta sigurleiki nýráðins knattspyrnustjóra félagsins og í fyrstu tólf leikjunum var uppskera Manchester United 32 stig, fimm stigum meira en næsta lið náði. Eftir sigurinn í París fór að halla undan fæti og féll liðið úr leik í bikarnum og Meistaradeild Evrópu á næstu hindrun. Á sama tíma hrundi gengi liðsins í deildinni þar sem Manchester United fékk aðeins ellefu stig úr síðustu tíu leikjunum og hefur það gengi haldið áfram inn í nýtt tímabil. Stórsigur á Chelsea í fyrstu umferð skyggði á vandræðin á bak við tjöldin á Old Trafford. Félagið seldi frá sér tvo sóknarsinnaða leikmenn og setti það á herðar Marcus Rashford að sjá um markaskorun félagsins sem og táningsins Masons Greenwood. Varnarleikur liðsins hefur batnað með komu nýrra manna í varnarlínuna en sóknarleikur liðsins er fyrirsjáanlegur, staður og einfaldlega slakur. Solskjær tók við keflinu af Jose Mourinho rétt fyrir jól eftir neyðarlegt tap Manchester United. Ef Solskjær verður treyst fyrir verkefninu þegar Liverpool kemur í heimsókn gæti það orðið síðasta tækifæri hans.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjá meira