Matthías Vilhjálmsson lagði upp mark Vålerenga er liðið gerði 1-1 jafntefli við Odd í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Matthías lagði upp markið fyrir Bard Finne á 56. mínútu en í uppbótartíma jafnaði Birk Risa metin fyrir Odd. Lokatölur 1-1.
Vålerenga er í 8. sæti deildarinnar með 29 stig en Odd er í þriðja sætinu með 45 stig.
Ögmundur Kristinsson stóð vaktina vel í marki Larissa sem gerði markalaust jafntefli við AEK Aþenu í Grikklandi. Larissa í 7. sætinu.
Ari Freyr Skúlason lék allan tímann í 3-1 tapi Oostende gegn Waasland-Beveren í belgísku úrvalsdeildinni. Oostenden er með ellefu stig eftir tíu leiki í 12. sætinu.
Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Dijon sem vann 1-0 sigur á Strasbourg í frönsku úrvalsdeildinni.
Dijon hefur nú unnið tvo leiki í röð og er komið með átta stig í deildinni en liðið er í 18. sætinu er níu umferðir eru búnar.
Matthías lagði upp og Ögmundur hélt hreinu
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn
Íslenski boltinn

Hvergerðingar í úrslit umspilsins
Körfubolti





Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða
Enski boltinn



„Ég fer bara sáttur á koddann“
Íslenski boltinn