Jón Þór: Dagný nefbrotnaði og spilar með grímu Anton Ingi Leifsson skrifar 4. október 2019 10:30 Jón Þór í viðtalinu við vef KSÍ. vísir/skjáskot Íslenska kvennalandsliðið mætir Frakklandi í vináttulandsleik í Frakklandi í dag en flautað verður til leiks klukkan 19.00. Ísland er með þrjá sigra í fyrstu þremur leikjunum í undankeppninni fyrir EM 2021 og liðið mætir svo Lettum ytra á þriðjudaginn. Jón Þór Hauksson, þjálfari Íslands, segir í samtali við heimasíðu KSÍ að hann muni hreyfa vel við liðinu í kvöld svo að liðið verði í góðu standi gegn leiknum mikilvæga á þriðjudag. „Leikurinn leggst mjög vel í mig og okkur en það sem skiptir meira máli er að leikurinn leggst mjög vel í leikmenn og hópinn í heild sinni,“ sagði Jón Þór. „Það er mikil tilhlökkun að spila á móti frábæru liði og fyrir okkur að máta okkur gegn svona öflugu liði. Að halda okkar takti og við höfum ekki breytt miklu svo það verður gaman að máta það.“ „Við erum með öflugan hóp hérna og munum gera breytingar á milli leikja. Það hefur sýnt sig á þessu ári að þeir leikmenn sem koma inn eru klárir í slaginn og við munum gera miklar breytingar í leiknum á morgun.“Það er stutt á milli leikja og ferðalag strax eftir leik kvöldsins. Jón Þór býst við að gera jafnt breytingar í leiknum gegn Frökkum sem og fyrir leikinn gegn Lettlandi.#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/iFQPFIb0bP — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 4, 2019 „Við förum strax eftir leik til Lettlands svo við þurfum að hlúa vel að leikmönnunum og hafa þá sem ferkasta á þriðjudaginn. Það er þriðji leikurinn í riðlinum og við ætlum að vera með fullt hús eftir þá þrjá leiki. Það er síðasti leikur okkar á árinu og við viljum klára gott landsliðsár á þriðjudaginn.“ „Það er góð staða á hópnum. Dagný nefbrotnaði í leik með Portland um helgina svo hún hefur verið að spila með grímu. Það er eina sem er að angra okkur. Aðrir eru heilir og ferskir. Það hefur gengið mjög vel hérna úti og leikmenn eru klárir,“ sagði Jón Þór.Staðan á hópnum er góð, en Dagný Brynjarsdóttir nefbrotnaði í síðasta leik sínum með Portland Thorns fyrir landsleikina.#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/QDW5QMMx4V — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 4, 2019 EM 2021 í Englandi Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið mætir Frakklandi í vináttulandsleik í Frakklandi í dag en flautað verður til leiks klukkan 19.00. Ísland er með þrjá sigra í fyrstu þremur leikjunum í undankeppninni fyrir EM 2021 og liðið mætir svo Lettum ytra á þriðjudaginn. Jón Þór Hauksson, þjálfari Íslands, segir í samtali við heimasíðu KSÍ að hann muni hreyfa vel við liðinu í kvöld svo að liðið verði í góðu standi gegn leiknum mikilvæga á þriðjudag. „Leikurinn leggst mjög vel í mig og okkur en það sem skiptir meira máli er að leikurinn leggst mjög vel í leikmenn og hópinn í heild sinni,“ sagði Jón Þór. „Það er mikil tilhlökkun að spila á móti frábæru liði og fyrir okkur að máta okkur gegn svona öflugu liði. Að halda okkar takti og við höfum ekki breytt miklu svo það verður gaman að máta það.“ „Við erum með öflugan hóp hérna og munum gera breytingar á milli leikja. Það hefur sýnt sig á þessu ári að þeir leikmenn sem koma inn eru klárir í slaginn og við munum gera miklar breytingar í leiknum á morgun.“Það er stutt á milli leikja og ferðalag strax eftir leik kvöldsins. Jón Þór býst við að gera jafnt breytingar í leiknum gegn Frökkum sem og fyrir leikinn gegn Lettlandi.#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/iFQPFIb0bP — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 4, 2019 „Við förum strax eftir leik til Lettlands svo við þurfum að hlúa vel að leikmönnunum og hafa þá sem ferkasta á þriðjudaginn. Það er þriðji leikurinn í riðlinum og við ætlum að vera með fullt hús eftir þá þrjá leiki. Það er síðasti leikur okkar á árinu og við viljum klára gott landsliðsár á þriðjudaginn.“ „Það er góð staða á hópnum. Dagný nefbrotnaði í leik með Portland um helgina svo hún hefur verið að spila með grímu. Það er eina sem er að angra okkur. Aðrir eru heilir og ferskir. Það hefur gengið mjög vel hérna úti og leikmenn eru klárir,“ sagði Jón Þór.Staðan á hópnum er góð, en Dagný Brynjarsdóttir nefbrotnaði í síðasta leik sínum með Portland Thorns fyrir landsleikina.#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/QDW5QMMx4V — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 4, 2019
EM 2021 í Englandi Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sjá meira