Ís með innyflum Brynhildur Björnsdóttir skrifar 4. október 2019 11:00 Skemmtileg og spennandi saga með myndum sem auka við söguna. Stórhættulega stafrófið er skemmtileg og spennandi saga af stelpunni Fjólu sem ákveður að safna dóti til að selja á tombólu. Í sögunni gengur hún í hús í Stafrófsstræti sem eru öll í laginu eins og bókstafir og biður íbúana, sem allir eiga upphafsstafi sem passa við húsin, um dót og svo vill til að þeir gefa henni eingöngu eitthvað sem einnig byrjar á staf hússins. Þannig gefur álfkonan í Á-laga húsinu henni ánamaðk, græn geimvera gefur gulgrænt gervigubb og svo framvegis. Eins og sjá má af þessum dæmum eru íbúarnir alls ekki hversdagslegir, heldur stundum óhugnanlegir og jafnvel hættulegir og dótið alls ekki hefðbundið tombóludót heldur stundum mjög skrýtið og jafnvel pínulítið ógeðslegt enda er hvoru tveggja ætlað að lauma að eins mörgum áhugaverðum orðum sem byrja á eða innihalda ákveðna stafi og kostur er svo stafrófið síist inn meðfram sögulestrinum. Texti Ævars Þórs er fyndinn og skemmtilegur og myndir Bergrúnar Írisar stækka söguna og auka við hana eins og er aðalsmerki góðra myndskreytinga, bæta við í orðaleitina og gera það að verkum að hægt er að staldra lengi við á hverri síðu og velta fyrir sér hvað er þar að finna. Aftast í bókinni er orðalisti yfir ýmislegt sem er á myndunum og tengist viðkomandi bókstaf og því hægt að fara aftur og aftur yfir bókina og leita að hlutum á myndunum og læra orðið og stafina í leiðinni. Þá er líka hægt að leita að litla bróður Fjólu sem laumar sér inn á hverja einustu mynd. Greinilegt er að mikil hugsun er lögð í að bókin sé vönduð og gagnleg, kennsluþættinum er þétt pakkað inn í skemmtun án þess að slegið sé af kröfum um stafrófsnám. Þá er bókin prentuð í sérstöku lesblinduletri svo hún hentar sérstaklega vel fyrir lesblinda. Stafrófskennsla er undirstaða allrar lestrarkennslu og því mikilvægt að endurnýja stöðugt aðferðirnar sem nýta má til að kenna börnum þetta táknkerfi. Gagn og gaman gerði vissulega sitt á sínum tíma en heimsmynd barna í dag er töluvert önnur nú en var þegar hún kom fyrst út og því nauðsynlegt að mæta nýjum tímum með nýjum bókum sem tekst einstaklega vel hér. Niðurstaða: Stórskemmtileg, fyndin og gagnleg stafrófskennslubók. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Krakkar Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Lífið samstarf Fleiri fréttir Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Stórhættulega stafrófið er skemmtileg og spennandi saga af stelpunni Fjólu sem ákveður að safna dóti til að selja á tombólu. Í sögunni gengur hún í hús í Stafrófsstræti sem eru öll í laginu eins og bókstafir og biður íbúana, sem allir eiga upphafsstafi sem passa við húsin, um dót og svo vill til að þeir gefa henni eingöngu eitthvað sem einnig byrjar á staf hússins. Þannig gefur álfkonan í Á-laga húsinu henni ánamaðk, græn geimvera gefur gulgrænt gervigubb og svo framvegis. Eins og sjá má af þessum dæmum eru íbúarnir alls ekki hversdagslegir, heldur stundum óhugnanlegir og jafnvel hættulegir og dótið alls ekki hefðbundið tombóludót heldur stundum mjög skrýtið og jafnvel pínulítið ógeðslegt enda er hvoru tveggja ætlað að lauma að eins mörgum áhugaverðum orðum sem byrja á eða innihalda ákveðna stafi og kostur er svo stafrófið síist inn meðfram sögulestrinum. Texti Ævars Þórs er fyndinn og skemmtilegur og myndir Bergrúnar Írisar stækka söguna og auka við hana eins og er aðalsmerki góðra myndskreytinga, bæta við í orðaleitina og gera það að verkum að hægt er að staldra lengi við á hverri síðu og velta fyrir sér hvað er þar að finna. Aftast í bókinni er orðalisti yfir ýmislegt sem er á myndunum og tengist viðkomandi bókstaf og því hægt að fara aftur og aftur yfir bókina og leita að hlutum á myndunum og læra orðið og stafina í leiðinni. Þá er líka hægt að leita að litla bróður Fjólu sem laumar sér inn á hverja einustu mynd. Greinilegt er að mikil hugsun er lögð í að bókin sé vönduð og gagnleg, kennsluþættinum er þétt pakkað inn í skemmtun án þess að slegið sé af kröfum um stafrófsnám. Þá er bókin prentuð í sérstöku lesblinduletri svo hún hentar sérstaklega vel fyrir lesblinda. Stafrófskennsla er undirstaða allrar lestrarkennslu og því mikilvægt að endurnýja stöðugt aðferðirnar sem nýta má til að kenna börnum þetta táknkerfi. Gagn og gaman gerði vissulega sitt á sínum tíma en heimsmynd barna í dag er töluvert önnur nú en var þegar hún kom fyrst út og því nauðsynlegt að mæta nýjum tímum með nýjum bókum sem tekst einstaklega vel hér. Niðurstaða: Stórskemmtileg, fyndin og gagnleg stafrófskennslubók.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Krakkar Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Lífið samstarf Fleiri fréttir Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira