Besti vinur mannsins Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 4. október 2019 09:00 Rannsóknin sýndi að kettir eru oftast tengdir eiganda sínum. NORDICPHOTOS/GETTY Rannsóknin sem birtist í nýjustu útgáfu Current Biology sýnir að kettir, líkt og börn og hundar, mynda bæði örugg og óörugg tengsl við eigendur sína. Þessi hæfileiki til tengslamyndunar milli tegunda er því ekki tengdur við hunda eingöngu eins og oft hefur verið haldið fram. Vísindafólkið sem framkvæmdi rannsóknina segir að kettir líkt og hundar sýni félagslegan sveigjanleika í tengslum við eigendur sína. Rannsóknin sýndi að flestir kettir myndi örugg tengsl við eigendur sína og upplifi öryggi hjá þeim ef þeir eru í umhverfi sem þeir þekkja ekki. Ein aðferð sem gjarnan er notuð til að rannsaka tengslamyndun mannfólks er að skoða hvernig ungbörn bregðast við þegar foreldri eða umönnunaraðili birtist aftur eftir stutta fjarveru í framandi umhverfi. Ef ungbörnin eru í öruggum tengslum við umönnunaraðilann verða þau strax róleg og byrja að virða fyrir sér umhverfið þegar hann birtist aftur. Ef tengslin eru óörugg byrjar barnið að sýna þörf fyrir óvenju mikla nánd við umönnunaraðilann eða öfugt. Forðast nándina. Svipaðar aðferðir hafa verið notaðar til að rannsaka tengslamyndum apa og hunda, svo í þessari rannsókn var ákveðið að gera sams konar rannsókn á köttum.Flestir kettir eru tengdir eigendum sínum Rannsóknin fór þannig fram að fullorðinn köttur og kettlingur dvöldu í ókunnugu herbergi með eiganda sínum í tvær mínútur og voru svo áfram í herberginu í tvær mínútur án eigandans. Eftir þann tíma kom eigandinn aftur inn í herbergið. Viðbrögð kattanna við endurfundunum voru skilgreind sem mismunandi tegundir tengslamyndunar.Bæði kettir og hundar hafa hæfileika til tengslamyndunar.NORDICPHOTOS/GETTYNiðurstöðurnar voru þær að kettirnir mynda tengsl á ótrúlega svipaðan hátt og ungbörn. 65% ungbarna eru í öruggum tengslum við aðal-umönnunaraðila sinn. Rannsóknin sýndi að hlutfallið er það sama hjá heimilisköttum, 65% þeirra höfðu myndað örugg tengsl við eigendur sína. Það átti jafn við um kettlingana og fullorðnu kettina. Niðurstöðurnar sýna að tengsl katta við mannfólk eru örugg og til staðar hjá köttum fram á fullorðinsár. Þessi hæfileiki katta til tengslamyndunar gæti verið ástæða þess hvers vegna sambúð katta og mannfólks á heimilum mannfólksins hefur gengið svona vel í aldaraðir. Aðstandendur rannsóknarinnar eru nú að skoða hvaða áhrif þessi tengslamyndunarhæfileiki hefur á ketti og kettlinga sem enda í kattaathvarfi fyrir heimilislausa ketti og hvort þeir nái að mynda örugg tengsl við mannfólk ef þeir fá reglulegan félagsskap við fólk eða eru teknir í fóstur. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira
Rannsóknin sem birtist í nýjustu útgáfu Current Biology sýnir að kettir, líkt og börn og hundar, mynda bæði örugg og óörugg tengsl við eigendur sína. Þessi hæfileiki til tengslamyndunar milli tegunda er því ekki tengdur við hunda eingöngu eins og oft hefur verið haldið fram. Vísindafólkið sem framkvæmdi rannsóknina segir að kettir líkt og hundar sýni félagslegan sveigjanleika í tengslum við eigendur sína. Rannsóknin sýndi að flestir kettir myndi örugg tengsl við eigendur sína og upplifi öryggi hjá þeim ef þeir eru í umhverfi sem þeir þekkja ekki. Ein aðferð sem gjarnan er notuð til að rannsaka tengslamyndun mannfólks er að skoða hvernig ungbörn bregðast við þegar foreldri eða umönnunaraðili birtist aftur eftir stutta fjarveru í framandi umhverfi. Ef ungbörnin eru í öruggum tengslum við umönnunaraðilann verða þau strax róleg og byrja að virða fyrir sér umhverfið þegar hann birtist aftur. Ef tengslin eru óörugg byrjar barnið að sýna þörf fyrir óvenju mikla nánd við umönnunaraðilann eða öfugt. Forðast nándina. Svipaðar aðferðir hafa verið notaðar til að rannsaka tengslamyndum apa og hunda, svo í þessari rannsókn var ákveðið að gera sams konar rannsókn á köttum.Flestir kettir eru tengdir eigendum sínum Rannsóknin fór þannig fram að fullorðinn köttur og kettlingur dvöldu í ókunnugu herbergi með eiganda sínum í tvær mínútur og voru svo áfram í herberginu í tvær mínútur án eigandans. Eftir þann tíma kom eigandinn aftur inn í herbergið. Viðbrögð kattanna við endurfundunum voru skilgreind sem mismunandi tegundir tengslamyndunar.Bæði kettir og hundar hafa hæfileika til tengslamyndunar.NORDICPHOTOS/GETTYNiðurstöðurnar voru þær að kettirnir mynda tengsl á ótrúlega svipaðan hátt og ungbörn. 65% ungbarna eru í öruggum tengslum við aðal-umönnunaraðila sinn. Rannsóknin sýndi að hlutfallið er það sama hjá heimilisköttum, 65% þeirra höfðu myndað örugg tengsl við eigendur sína. Það átti jafn við um kettlingana og fullorðnu kettina. Niðurstöðurnar sýna að tengsl katta við mannfólk eru örugg og til staðar hjá köttum fram á fullorðinsár. Þessi hæfileiki katta til tengslamyndunar gæti verið ástæða þess hvers vegna sambúð katta og mannfólks á heimilum mannfólksins hefur gengið svona vel í aldaraðir. Aðstandendur rannsóknarinnar eru nú að skoða hvaða áhrif þessi tengslamyndunarhæfileiki hefur á ketti og kettlinga sem enda í kattaathvarfi fyrir heimilislausa ketti og hvort þeir nái að mynda örugg tengsl við mannfólk ef þeir fá reglulegan félagsskap við fólk eða eru teknir í fóstur.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira