Duga Erik Hamrén 16 mínútur hjá Birki Bjarna? Benedikt Bóas skrifar 4. október 2019 09:00 Birkir Bjarnason er fastamaður í íslenska landsliðinu þrátt fyrir fáar mínútur. vísir/getty Birkir Bjarnason er enn án félags en verður væntanlega valinn í íslenska landsliðið sem tilkynnt verður í dag. Birkir hefur verið án félags síðan leiðir hans og Aston Villa skildi í ágúst. Birkir var inn og út úr liðinu hjá Aston Villa. Eftir að hafa byrjað árið á því að spila 90 mínútur gegn QPR, 63 mínútur gegn Wigan 11 dögum síðar og 75 mínútur gegn Hull þann 19. janúar hefur Birkir varla snert knattspyrnugras í keppnisleik fyrir félagslið. Raunar hafa fætur hans aðeins snert grasið 16 mínútur. Sex gegn Birmingham þann 10. mars og hann fékk 10 mínútur gegn Norwich þann 5. maí. Guðmundur Hilmarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, og einn reyndasti íþróttafréttamaður landsins, skrifaði um Birki í vikunni og spurði hvort Eric Hamrén gæti varið það að velja leikmenn sem eru í lítilli sem engri æfingu. Ómögulegt hefur verið að ná í Birki undanfarnar vikur um næstu skref á ferli hans. Síminn hans virðist alltaf verða eftir á náttborðinu og ekki hringir hann til baka. Sama hvað er reynt. Ensku blöðin hafa verið að orða Birki við hin og þessi lið en það hefur reynst ekkert nema orðrómur. Ítalska liðið Sampdoria var einnig orðað við kappann og FCK í Danmörku. Birkir sagði sjálfur við Fréttablaðið fyrir síðustu landsleiki að það hefði verið kominn samningur á borðið hjá einhverju liði en það hafi ekki gengið. „Ég hef fengið nokkur tilboð eftir að ég losnaði undan samningi hjá Aston Villa en rétta félagið hefur ekki komið upp á borðið að mínu mati. Það er ekkert stress á mér og þetta er ekki farið að hafa áhrif á mig andlega,“ sagði Birkir í byrjun september. Fyrir áhugasama um dagsetningar þá er hægt að benda á að október er nýhafinn. Hamrén sagði á fréttamannafundi í ágúst að hann hefði engar áhyggjur af hvorki Birki né Emil. Þeir hefðu sýnt gæði sín og reynslu í júníverkefnunum. Það var hins vegar augljóst, eins og Guðmundur benti réttilega á, að hvorugur þeirra var í neinni leikæfingu í nýlegum verkefnum gegn Albaníu og Moldóvu. Og gegn Frökkum þurfa allir að vera í toppmálum til að liðið eigi séns. Allavega búnir að spila meira en 16 mínútur. Emil hefur spilað 135 mínútur, sem er einn og hálfur fótboltaleikur síðasta árið. Hann varð fyrir meiðslum og spilaði þessar 135 mínútur gegn Inter, Frosinone og síðast Cagliari 26. maí. Hópurinn verður kynntur klukkan 13.15 í dag í höfuðstövðum KSÍ. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Sjá meira
Birkir Bjarnason er enn án félags en verður væntanlega valinn í íslenska landsliðið sem tilkynnt verður í dag. Birkir hefur verið án félags síðan leiðir hans og Aston Villa skildi í ágúst. Birkir var inn og út úr liðinu hjá Aston Villa. Eftir að hafa byrjað árið á því að spila 90 mínútur gegn QPR, 63 mínútur gegn Wigan 11 dögum síðar og 75 mínútur gegn Hull þann 19. janúar hefur Birkir varla snert knattspyrnugras í keppnisleik fyrir félagslið. Raunar hafa fætur hans aðeins snert grasið 16 mínútur. Sex gegn Birmingham þann 10. mars og hann fékk 10 mínútur gegn Norwich þann 5. maí. Guðmundur Hilmarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, og einn reyndasti íþróttafréttamaður landsins, skrifaði um Birki í vikunni og spurði hvort Eric Hamrén gæti varið það að velja leikmenn sem eru í lítilli sem engri æfingu. Ómögulegt hefur verið að ná í Birki undanfarnar vikur um næstu skref á ferli hans. Síminn hans virðist alltaf verða eftir á náttborðinu og ekki hringir hann til baka. Sama hvað er reynt. Ensku blöðin hafa verið að orða Birki við hin og þessi lið en það hefur reynst ekkert nema orðrómur. Ítalska liðið Sampdoria var einnig orðað við kappann og FCK í Danmörku. Birkir sagði sjálfur við Fréttablaðið fyrir síðustu landsleiki að það hefði verið kominn samningur á borðið hjá einhverju liði en það hafi ekki gengið. „Ég hef fengið nokkur tilboð eftir að ég losnaði undan samningi hjá Aston Villa en rétta félagið hefur ekki komið upp á borðið að mínu mati. Það er ekkert stress á mér og þetta er ekki farið að hafa áhrif á mig andlega,“ sagði Birkir í byrjun september. Fyrir áhugasama um dagsetningar þá er hægt að benda á að október er nýhafinn. Hamrén sagði á fréttamannafundi í ágúst að hann hefði engar áhyggjur af hvorki Birki né Emil. Þeir hefðu sýnt gæði sín og reynslu í júníverkefnunum. Það var hins vegar augljóst, eins og Guðmundur benti réttilega á, að hvorugur þeirra var í neinni leikæfingu í nýlegum verkefnum gegn Albaníu og Moldóvu. Og gegn Frökkum þurfa allir að vera í toppmálum til að liðið eigi séns. Allavega búnir að spila meira en 16 mínútur. Emil hefur spilað 135 mínútur, sem er einn og hálfur fótboltaleikur síðasta árið. Hann varð fyrir meiðslum og spilaði þessar 135 mínútur gegn Inter, Frosinone og síðast Cagliari 26. maí. Hópurinn verður kynntur klukkan 13.15 í dag í höfuðstövðum KSÍ.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Sjá meira