Enski boltinn

„Egypski kóngurinn“ fjórum Meistara­deildar­mörkum frá Ste­ven Gerrard

Anton Ingi Leifsson skrifar
Salah fagnar fyrra marki sínu í gær.
Salah fagnar fyrra marki sínu í gær. vísir/getty
Mohamed Salah skoraði eitt marka Liverpool í 4-3 sigrinum á Red Bull Salzburg í E-riðli Meistaradeildar Evrópu.

Sadio Mane kom Liverpool yfir á níundu mínútu og það var svo skoski bakvörðurinn Andy Robertson sem tvöfaldaði forystuna á 25. mínútu.

Egyptinn Salah skoraði þriðja markið á 36. mínútu áður en Hee-Chang Hwang minnkaði muninn fyrir gestina frá Austurríki undir lok fyrri hálfleiksins.

Gestirnir jöfnuðu metin með tveimur mörkum í upphafi síðari hálfleiks áður en sá egypski skoraði fjórða mark Liverpool og tryggði þeim sigurinn.

Eftir mörk Salah er hann því einungis fjórum Meistaradeildarmörkum frá Steven Gerrard en Coral tölfræðiveitan birti þessa tölfræði, sem má sjá hér að neðan, eftir fyrra mark Salah.

„Egypski kóngurinn er fimm mörkum frá því að jafna Steven Gerrard,“ skrifaði tölfræðiveitan Coral á Twitter í gærkvöldi.

Mane er í 3. sætinu yfir flest Meistaradeildarmörk fyrir Liverpool en hann er kominn með fimmtán mörk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×