Undanfarin tvö ár hefur Heimir þjálfað HB í Færeyjum en í fyrradag gaf félagið það út að hann væri á heimleið. En er langt síðan Heimir byrjaði að hugsa um að koma aftur heim?
„Það er ekki langur tími. Valur hafði samband og mér leist strax mjög vel á það, enda Valur flott félag með flotta umgjörð og aðstöðu,“ sagði Heimir í samtali við íþróttadeild.
„Þeir voru með ákveðnar hugmyndir og ég með ákveðnar hugmyndir. Þetta gekk hratt fyrir sig.“
Fleiri íslensk lið höfðu samband

Heimir sér sóknarfæri á Hlíðarenda og tækifæri til að gera betur en í sumar.
„Það er ljóst að ég tek við mjög góðu búi af Óla Jóh sem gerði flotta hluti hjá Val. Tímabilið í sumar fór ekki eins og menn vildu. Ég þarf að skoða hópinn. Það er fullt af flottum leikmönnum í Val,“ sagði Heimir.
En voru fleiri íslensk lið sem vildu fá hann?
„Það voru þreifingar og lið sem höfðu samband. En mér leist mjög vel á það sem Valur hafði fram að færa,“ sagði Heimir.
„Það er heiður fyrir mig að mér sér treyst fyrir þessu. Ég þarf að gjöra svo vel að standa mig.“
Landsliðsþjálfarastarfið heillaði

„Ég hefði haft áhuga á því en ég heyrði ekkert frá færeyska knattspyrnusambandinu,“ sagði Heimir.
Hann útilokar ekki að fá færeyska leikmenn til Vals.
„Það er aldrei að vita enda mikill uppgangur í færeyskum fótbolta,“ sagði Heimir að lokum.