Vill rannsókn vegna niðurfærslu gengis hjá sjóðum Gamma Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. október 2019 18:30 Fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, tapa tæpum þremur milljörðum króna vegna niðurfærslu á gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma. Þá hefur þetta neikvæð áhrif á afkomu tryggingafélaga. Nýir stjórnendur Gamma segja ástæðuna meðal annars vera endurmat eigna og hærri byggingakostnað. Formaður VR vill að fram fari rannsókn. Kvika banki undirritaði samning um kaup á Gamma í nóvember á síðasta ári. Forstjóri Kviku sagði félagið öflugt sjóðstýringafélag og forstjóri Gamma lofaði félagið fyrir árangurinn. Kaupin fóru síðan í gegn í mars á þessu ári. Í gær sendi bankinn frá sér tilkynningu um að staða tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma þ.e. Gamma:Novus og Gamma:Anglia væri umtalsvert verri en gert hefði verið ráð fyrir. Gamma:Novus heldur utan um fasteignafélagið Upphaf sem er í eigu lífeyrissjóða og fagfjárfesta.Og þar hefur staðan hefur versnað svo um munar en í skuldabréfaútboði sem fór fram í vor kom fram að gengi félagsins væri metið 183,7 og virðið 3,7 milljarðar. Í gær var það fært niður í tvo og virðið í 40 milljónir króna: Gengi Gamma:Anglia var áður metið 105 og virðið um 17 milljónir punda eða um 2,6 milljarðar miðað við gengi dagsins en var í gær fært niður í 55 og virðið fór í tæpa einn komma fimm milljarða króna. Félagið hefur fjárfest í fasteignaþróun á Bretlandi. Fagfjárfestar hafa því tapað um þremur milljörðum króna á niðurfærslu Gamma:Novus og Gamma:Anglia. Tvö Tryggingafélög sem eru að stórum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða sendu frá sér afkomuviðvaranir í Kauphöll í gær vegna niðurfærslu Gamma Novus en þau tóku bæði þátt í skuldabréfaútboði félagsins í vor. Í tilkynningu TM kom fram að færa þyrfti niður fjáfestingartekjur vegna gengi Gamma Novus og hjá Sjóvá kom það sama fram. Nýir stjórnendur tóku við hjá Gamma í gær og samkvæmt upplýsingum þaðan er ástæðan fyrir niðurfærslunni meðal annars sú byggingaverkefni eru komin skemur á veg en fram hafði komið og verð á eignum sjóðsins hefur lækkað.Iðgjöld tryggingafélaga gætu hækkað Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að málið geti haft áhrif víða. „Þarna eru gríðarlega miklir hagsmunir undir, lífeyrissjóðanna, sjóðsfélaga og viðskiptavina tryggingafélaganna. En það hefur komið í ljós þegar slæmt árferði hefur verið í fjárfestingum tryggingafélaganna þá hafa þau hækkað iðgjöld og þar að leiðandi hefur það áhrif á félagsmenn okkar og þar eru nú eitt stykki lífskjarasamningar undir,“ segir Ragnar. Hann telur að lífeyrissjóðirnir geti tapað umtalsverðum fjármunum á fjárfestingu í Gamma:Novus og Gamma:Anglia. „Það virðist vera svipuð rakspýralykt af þessum málum og mörgum eftirhrunsmálum sem voru til rannsóknar þar sem voru teknir ýmsir snúningar. Það verður fróðlegt að vita hvað var í gangi þarna inni. Það er eitthvað meira en lítið að þarna og það kallar á rannsókn ef ekki lögreglurannsókn. Ég tel að stjórnendur Tryggingafélaganna eigi að fara fram á slíkt ef ekki þá er spurning hvort að Lífeyrissjóður verslunarmanna taki við keflinu en ég hef óskað eftir því að þetta mál verði tekið fyrir á vettvangi sjóðsins,“ segir Ragnar. GAMMA Lífeyrissjóðir Tryggingar Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, tapa tæpum þremur milljörðum króna vegna niðurfærslu á gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma. Þá hefur þetta neikvæð áhrif á afkomu tryggingafélaga. Nýir stjórnendur Gamma segja ástæðuna meðal annars vera endurmat eigna og hærri byggingakostnað. Formaður VR vill að fram fari rannsókn. Kvika banki undirritaði samning um kaup á Gamma í nóvember á síðasta ári. Forstjóri Kviku sagði félagið öflugt sjóðstýringafélag og forstjóri Gamma lofaði félagið fyrir árangurinn. Kaupin fóru síðan í gegn í mars á þessu ári. Í gær sendi bankinn frá sér tilkynningu um að staða tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma þ.e. Gamma:Novus og Gamma:Anglia væri umtalsvert verri en gert hefði verið ráð fyrir. Gamma:Novus heldur utan um fasteignafélagið Upphaf sem er í eigu lífeyrissjóða og fagfjárfesta.Og þar hefur staðan hefur versnað svo um munar en í skuldabréfaútboði sem fór fram í vor kom fram að gengi félagsins væri metið 183,7 og virðið 3,7 milljarðar. Í gær var það fært niður í tvo og virðið í 40 milljónir króna: Gengi Gamma:Anglia var áður metið 105 og virðið um 17 milljónir punda eða um 2,6 milljarðar miðað við gengi dagsins en var í gær fært niður í 55 og virðið fór í tæpa einn komma fimm milljarða króna. Félagið hefur fjárfest í fasteignaþróun á Bretlandi. Fagfjárfestar hafa því tapað um þremur milljörðum króna á niðurfærslu Gamma:Novus og Gamma:Anglia. Tvö Tryggingafélög sem eru að stórum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða sendu frá sér afkomuviðvaranir í Kauphöll í gær vegna niðurfærslu Gamma Novus en þau tóku bæði þátt í skuldabréfaútboði félagsins í vor. Í tilkynningu TM kom fram að færa þyrfti niður fjáfestingartekjur vegna gengi Gamma Novus og hjá Sjóvá kom það sama fram. Nýir stjórnendur tóku við hjá Gamma í gær og samkvæmt upplýsingum þaðan er ástæðan fyrir niðurfærslunni meðal annars sú byggingaverkefni eru komin skemur á veg en fram hafði komið og verð á eignum sjóðsins hefur lækkað.Iðgjöld tryggingafélaga gætu hækkað Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að málið geti haft áhrif víða. „Þarna eru gríðarlega miklir hagsmunir undir, lífeyrissjóðanna, sjóðsfélaga og viðskiptavina tryggingafélaganna. En það hefur komið í ljós þegar slæmt árferði hefur verið í fjárfestingum tryggingafélaganna þá hafa þau hækkað iðgjöld og þar að leiðandi hefur það áhrif á félagsmenn okkar og þar eru nú eitt stykki lífskjarasamningar undir,“ segir Ragnar. Hann telur að lífeyrissjóðirnir geti tapað umtalsverðum fjármunum á fjárfestingu í Gamma:Novus og Gamma:Anglia. „Það virðist vera svipuð rakspýralykt af þessum málum og mörgum eftirhrunsmálum sem voru til rannsóknar þar sem voru teknir ýmsir snúningar. Það verður fróðlegt að vita hvað var í gangi þarna inni. Það er eitthvað meira en lítið að þarna og það kallar á rannsókn ef ekki lögreglurannsókn. Ég tel að stjórnendur Tryggingafélaganna eigi að fara fram á slíkt ef ekki þá er spurning hvort að Lífeyrissjóður verslunarmanna taki við keflinu en ég hef óskað eftir því að þetta mál verði tekið fyrir á vettvangi sjóðsins,“ segir Ragnar.
GAMMA Lífeyrissjóðir Tryggingar Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur