Gigi Hadid brást skjótt við og bjargaði deginum fyrir Chanel Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. október 2019 15:33 Grínistinn spígsporaði á tískupöllunum í París af mikilli innlifun áður en ofurfyrirsætan Gigi Hadid skarst í leikinn. Vísir/getty Ofurfyrirsætan Gigi Hadid var snar í snúningum þegar franskur grínisti ákvað að slást með í för fyrirsætna sem spígsporuðu um tískupalla þegar tískufyrirtækið Chanel frumsýndi vor- og sumarfatnað á tískuvikunni sem þessa dagana fer fram í Parísarborg. Grínistinn, sem heitir réttu nafni Marie Benoliel, náði að blekkja öryggisverði sem héldu að hún væri fyrirsæta og gerði sér lítið fyrir og klifraði upp á tískupallinn og spókaði sig um á meðal fyrirsætnanna af mikilli innlifun. Tímaritið Dazed Fashion birti myndband af atvikinu þar sem sjá mátti Gigi Hadid nálgast grínistann og ræða við Benoliel, ákveðin í fasi, og í kjölfarið vísa henni út. Marie er þekkt fyrir að „blanda sér í málið“ í hinum ýmsu stöðum í heimalandinu. Hún er með 230.000 fylgjendur á Youtube. Í myndböndunum má ýmist sjá Benoliel á mótmælasamkundu Gulu vestanna í Frakklandi með grímu af Frakklandsforseta eða að taka viðtöl við stuðningsmenn harðlínustjórnmálamannsins Marine Le Pen. View this post on InstagramI’m in complete shock . She just joined the catwalk not knowing how much trouble she will get in ... @chanelofficial video from @boothmoore #parisfashionweek #fashion #catwalk A post shared by Gorgeous Crèole (@nandipettite) on Oct 1, 2019 at 6:53am PDT Hollywood Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Ofurfyrirsætan Gigi Hadid var snar í snúningum þegar franskur grínisti ákvað að slást með í för fyrirsætna sem spígsporuðu um tískupalla þegar tískufyrirtækið Chanel frumsýndi vor- og sumarfatnað á tískuvikunni sem þessa dagana fer fram í Parísarborg. Grínistinn, sem heitir réttu nafni Marie Benoliel, náði að blekkja öryggisverði sem héldu að hún væri fyrirsæta og gerði sér lítið fyrir og klifraði upp á tískupallinn og spókaði sig um á meðal fyrirsætnanna af mikilli innlifun. Tímaritið Dazed Fashion birti myndband af atvikinu þar sem sjá mátti Gigi Hadid nálgast grínistann og ræða við Benoliel, ákveðin í fasi, og í kjölfarið vísa henni út. Marie er þekkt fyrir að „blanda sér í málið“ í hinum ýmsu stöðum í heimalandinu. Hún er með 230.000 fylgjendur á Youtube. Í myndböndunum má ýmist sjá Benoliel á mótmælasamkundu Gulu vestanna í Frakklandi með grímu af Frakklandsforseta eða að taka viðtöl við stuðningsmenn harðlínustjórnmálamannsins Marine Le Pen. View this post on InstagramI’m in complete shock . She just joined the catwalk not knowing how much trouble she will get in ... @chanelofficial video from @boothmoore #parisfashionweek #fashion #catwalk A post shared by Gorgeous Crèole (@nandipettite) on Oct 1, 2019 at 6:53am PDT
Hollywood Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira