Einum efnilegasta leikmanni Englands refsað fyrir að mæta seint | Spilaði ekki í dag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. október 2019 22:30 Sancho í leik Englands og Tékklands á dögunum Vísir/Getty Jadon Sancho, leikmaður Borussia Dortmund, var ekki í leikmannahópi liðsins þegar liðið mætti Borussia Mönchengladbach í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Kom það ekki að sök þar sem Marco Reus tryggði heimamönnum mikilvægan 1-0 sigur. Sancho var að venju í landsliðshóp Englands sem mætti Tékklandi og Búlgaríu í undankeppni EM 2020 á dögunum. Það virðist sem Sancho hafi eitthvað misreiknað flugtímann til Þýskalands því hann skilaði sér ekki á æfingar á áætluðum tíma. Lucien Favre, þjálfari Dortmund, hafði lítinn húmor fyrir því og ákvað að taka Sancho út úr leikmannahóp liðsins í toppslagnum í dag. Hinn 19 ára gamli Sancho hefur spilað mikilvægt hlutverk hjá Dortmund síðan hann kom til liðsins frá Manchester City. Sem stendur hefur hann skorað þrjú mörk ásamt því að leggja upp önnur sex í aðeins sjö leikjum í þýsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Það er því ekki að ástæðulausu að Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, horfir hýru auga til Sancho en talið er að Dortmund vilji fá yfir 100 milljónir punda fyrir leikmanninn. Eitthvað sem peningamaskína Man Utd ætti að geta borgað fyrir leikmann sem á aðeins eftir að verða betri á komandi árum. Sigurinn er einkar mikilvægur en Mönchengladbach er sem stendur á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með 16 stig þegar átta umferðum er lokið. Dortmund varð að vinna til að halda sér í toppbaráttunni en liðið er aðeins stigi á eftir Mönchengladbach í 4. sætinu. Toppbaráttan í Þýskalandi er afar hörð um þessar mundir en ásamt Mönchengladbach eru Wolfsburg einnig með 16 stig. Þá eru Bayern og RB Leipzig með 15 stig lítk og Dortmund. Þar á eftir koma Schalke 04, Freiburg, Eintracht Frankfurt og Bayer Leverkusen öll með 14 stig.The following players will not be available today Jadon Sancho (disciplinary actions), Paco Alcácer (muscular injury), Mario Götze (flu sickness) — Borussia Dortmund (@BlackYellow) October 19, 2019 Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð tryggði stig gegn meisturunum Alfreð Finnbogason kom inn af bekknum og tryggði Augsburg jafntefli gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München í dag. 19. október 2019 15:30 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Sjá meira
Jadon Sancho, leikmaður Borussia Dortmund, var ekki í leikmannahópi liðsins þegar liðið mætti Borussia Mönchengladbach í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Kom það ekki að sök þar sem Marco Reus tryggði heimamönnum mikilvægan 1-0 sigur. Sancho var að venju í landsliðshóp Englands sem mætti Tékklandi og Búlgaríu í undankeppni EM 2020 á dögunum. Það virðist sem Sancho hafi eitthvað misreiknað flugtímann til Þýskalands því hann skilaði sér ekki á æfingar á áætluðum tíma. Lucien Favre, þjálfari Dortmund, hafði lítinn húmor fyrir því og ákvað að taka Sancho út úr leikmannahóp liðsins í toppslagnum í dag. Hinn 19 ára gamli Sancho hefur spilað mikilvægt hlutverk hjá Dortmund síðan hann kom til liðsins frá Manchester City. Sem stendur hefur hann skorað þrjú mörk ásamt því að leggja upp önnur sex í aðeins sjö leikjum í þýsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Það er því ekki að ástæðulausu að Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, horfir hýru auga til Sancho en talið er að Dortmund vilji fá yfir 100 milljónir punda fyrir leikmanninn. Eitthvað sem peningamaskína Man Utd ætti að geta borgað fyrir leikmann sem á aðeins eftir að verða betri á komandi árum. Sigurinn er einkar mikilvægur en Mönchengladbach er sem stendur á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með 16 stig þegar átta umferðum er lokið. Dortmund varð að vinna til að halda sér í toppbaráttunni en liðið er aðeins stigi á eftir Mönchengladbach í 4. sætinu. Toppbaráttan í Þýskalandi er afar hörð um þessar mundir en ásamt Mönchengladbach eru Wolfsburg einnig með 16 stig. Þá eru Bayern og RB Leipzig með 15 stig lítk og Dortmund. Þar á eftir koma Schalke 04, Freiburg, Eintracht Frankfurt og Bayer Leverkusen öll með 14 stig.The following players will not be available today Jadon Sancho (disciplinary actions), Paco Alcácer (muscular injury), Mario Götze (flu sickness) — Borussia Dortmund (@BlackYellow) October 19, 2019
Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð tryggði stig gegn meisturunum Alfreð Finnbogason kom inn af bekknum og tryggði Augsburg jafntefli gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München í dag. 19. október 2019 15:30 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Sjá meira
Alfreð tryggði stig gegn meisturunum Alfreð Finnbogason kom inn af bekknum og tryggði Augsburg jafntefli gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München í dag. 19. október 2019 15:30