Möguleiki á verðstríði um rafmagn til heimila Ari Brynjólfsson skrifar 19. október 2019 07:30 Meðalheimili á Íslandi notar á bilinu 4 til 5 þúsund kílóvattstundir af rafmagni á ári. Fréttablaðið/Ernir Ef þúsundir heimila skipta yfir í ódýrasta kostinn í raforkusölu er möguleiki að koma af stað verðstríði milli raforkusala, óvíst er hins vegar um hversu mikið svigrúm er til að lækka rafmagnsverð heimilanna. „Það er vissulega ekki mikið upp úr því að hafa að skipta um raforkusala, eins og staðan er í dag þá erum við að tala um nokkur þúsund krónur á ári fyrir meðalheimili,“ segir Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs. Aðspurður hvort það geti breyst ef þúsundir heimila ákveði að skipta yfir í ódýrasta kostinn segir hann svo vera. „Klárlega. En í dag eru þetta rosalega lítil útgjöld hjá heimilum, hvatinn því lítill til að skipta.“Sigurður Friðleifsson, framkvæmdarstjóri Orkuseturs. „Þú ert ekki háður eða bundinn neinum sala. Þú færð nákvæmlega sömu vöruna ef þú skiptir yfir í annan raforkusala.“Átta raforkusalar starfa hér á landi. Á vef Aurbjargar, sem notar gögn Orkuseturs, má finna verðsamanburð á kílóvattstund. Verðið er lægst hjá Íslenskri orkumiðlun. Aðeins nokkrum aurum munar þó á þeim og Orku heimilanna og Orkubúi Vestfjarða. Orka náttúrunnar og HS Orka eru dýrust með kílóvattstundina yfir 8 krónum með virðisaukaskatti. Meðalnotkun heimila er á bilinu 4 til 5 þúsund kílóvattstundir á ári. Sem dæmi þá getur heimili sem kaupir 4.500 kílóvattstundir á ári af HS Orku sparað um 4 þúsund krónur með því að skipta yfir í Íslenska orkumiðlun. Úr 80 þúsund krónum niður í 76 þúsund krónur. Í reglugerðardrögum atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins sem birt eru í samráðsgátt stjórnvalda er lögð áhersla á að tryggja rétt neytenda á hverjum tíma til að velja sér raforkusala og auðvelda fólki að skipta um raforkusala. Fram kom í skýrslu sem verkfræðistofan Efla gerði fyrir ráðuneytið í vor að lítil samkeppni sé í raforkusölu til einstaklinga og lítilla fyrirtækja. Til dæmis hafi aðeins 370 heimili af 140 þúsund skipt um raforkusala árið 2017. Í dag eru flest heimili með þann raforkusala sem þau voru með áður en það var frjálst að skipta. Rafmagnskostnaður heimilis skiptist í tvennt, annars vegar dreifingu sem ekkert er hægt að breyta og sölu sem hægt er að skipta um kostnaðarlaust. Í dag er mjög auðvelt að skipta um raforkusala, hjá bæði Íslenskri orkumiðlun og Orkubúi Vestfjarða er hægt að gera það í gegnum einfalda umsókn á netinu. Sigurður segir þó óvíst hversu mikið verðið geti lækkað ef neytendur fara að elta ódýrasta kostinn. „Við vitum ekki hvort hægt er að lækka lægsta verðið, það er eðli vörunnar að verðin séu mjög þétt,“ segir Sigurður og nefnir sem dæmi bensínverð. Raforkusalar þurfa litla yfirbyggingu, í raun þarf ekki að gera neitt nema semja við raforkuframleiðendur, þar sem Landsvirkjun er langstærst, og fara svo að selja rafmagn í smásölu. Sigurður segir engan mun á þjónustu eftir því við hvern er skipt. „Þú ert ekki háður eða bundinn neinum sala. Þú færð nákvæmlega sömu vöruna ef þú skiptir yfir í annan raforkusala.“ Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
Ef þúsundir heimila skipta yfir í ódýrasta kostinn í raforkusölu er möguleiki að koma af stað verðstríði milli raforkusala, óvíst er hins vegar um hversu mikið svigrúm er til að lækka rafmagnsverð heimilanna. „Það er vissulega ekki mikið upp úr því að hafa að skipta um raforkusala, eins og staðan er í dag þá erum við að tala um nokkur þúsund krónur á ári fyrir meðalheimili,“ segir Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs. Aðspurður hvort það geti breyst ef þúsundir heimila ákveði að skipta yfir í ódýrasta kostinn segir hann svo vera. „Klárlega. En í dag eru þetta rosalega lítil útgjöld hjá heimilum, hvatinn því lítill til að skipta.“Sigurður Friðleifsson, framkvæmdarstjóri Orkuseturs. „Þú ert ekki háður eða bundinn neinum sala. Þú færð nákvæmlega sömu vöruna ef þú skiptir yfir í annan raforkusala.“Átta raforkusalar starfa hér á landi. Á vef Aurbjargar, sem notar gögn Orkuseturs, má finna verðsamanburð á kílóvattstund. Verðið er lægst hjá Íslenskri orkumiðlun. Aðeins nokkrum aurum munar þó á þeim og Orku heimilanna og Orkubúi Vestfjarða. Orka náttúrunnar og HS Orka eru dýrust með kílóvattstundina yfir 8 krónum með virðisaukaskatti. Meðalnotkun heimila er á bilinu 4 til 5 þúsund kílóvattstundir á ári. Sem dæmi þá getur heimili sem kaupir 4.500 kílóvattstundir á ári af HS Orku sparað um 4 þúsund krónur með því að skipta yfir í Íslenska orkumiðlun. Úr 80 þúsund krónum niður í 76 þúsund krónur. Í reglugerðardrögum atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins sem birt eru í samráðsgátt stjórnvalda er lögð áhersla á að tryggja rétt neytenda á hverjum tíma til að velja sér raforkusala og auðvelda fólki að skipta um raforkusala. Fram kom í skýrslu sem verkfræðistofan Efla gerði fyrir ráðuneytið í vor að lítil samkeppni sé í raforkusölu til einstaklinga og lítilla fyrirtækja. Til dæmis hafi aðeins 370 heimili af 140 þúsund skipt um raforkusala árið 2017. Í dag eru flest heimili með þann raforkusala sem þau voru með áður en það var frjálst að skipta. Rafmagnskostnaður heimilis skiptist í tvennt, annars vegar dreifingu sem ekkert er hægt að breyta og sölu sem hægt er að skipta um kostnaðarlaust. Í dag er mjög auðvelt að skipta um raforkusala, hjá bæði Íslenskri orkumiðlun og Orkubúi Vestfjarða er hægt að gera það í gegnum einfalda umsókn á netinu. Sigurður segir þó óvíst hversu mikið verðið geti lækkað ef neytendur fara að elta ódýrasta kostinn. „Við vitum ekki hvort hægt er að lækka lægsta verðið, það er eðli vörunnar að verðin séu mjög þétt,“ segir Sigurður og nefnir sem dæmi bensínverð. Raforkusalar þurfa litla yfirbyggingu, í raun þarf ekki að gera neitt nema semja við raforkuframleiðendur, þar sem Landsvirkjun er langstærst, og fara svo að selja rafmagn í smásölu. Sigurður segir engan mun á þjónustu eftir því við hvern er skipt. „Þú ert ekki háður eða bundinn neinum sala. Þú færð nákvæmlega sömu vöruna ef þú skiptir yfir í annan raforkusala.“
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent