Víkingur Heiðar listamaður ársins hjá Gramophone Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2019 19:12 Víkingur Heiðar Ólafsson. fréttablaðið/anton brink Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson var í dag valinn listamaður ársins hjá breska tónlistartímaritinu Gramophone. Verðlaunin eru einhver virtustu tónlistarverðlaun í heimi og oft nefnd Óskarsverðlaunin í heimi sígildrar tónlistar. Víkingur hlýtur verðlaunin einkum fyrir plötu sína sem kom út í fyrra hjá Deutsche Grammofon en á henni leikur hann verk eftir Johann Sebastian Bach. Harriet Smith, gagnrýnandi hjá Gramophone, fór einmitt lofsamlegum orðum um þá plötu fyrr á þessu ári og hún skrifar nú um Víking Heiðar fyrir tímaritið í tilefni verðlaunanna. Smith segir meðal annars að ferill Víkings Heiðars blómstri um þessar mundir. Þá sé hann einn af þessum tónlistarmönnum sem eru ekki aðeins frábærir í upptökuverinu heldur einnig á tónleikum. Fréttin hefur verið uppfærð. Íslendingar erlendis Menning Víkingur Heiðar Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson var í dag valinn listamaður ársins hjá breska tónlistartímaritinu Gramophone. Verðlaunin eru einhver virtustu tónlistarverðlaun í heimi og oft nefnd Óskarsverðlaunin í heimi sígildrar tónlistar. Víkingur hlýtur verðlaunin einkum fyrir plötu sína sem kom út í fyrra hjá Deutsche Grammofon en á henni leikur hann verk eftir Johann Sebastian Bach. Harriet Smith, gagnrýnandi hjá Gramophone, fór einmitt lofsamlegum orðum um þá plötu fyrr á þessu ári og hún skrifar nú um Víking Heiðar fyrir tímaritið í tilefni verðlaunanna. Smith segir meðal annars að ferill Víkings Heiðars blómstri um þessar mundir. Þá sé hann einn af þessum tónlistarmönnum sem eru ekki aðeins frábærir í upptökuverinu heldur einnig á tónleikum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslendingar erlendis Menning Víkingur Heiðar Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira