„Leyfið ykkur að klúðra meiriháttar og blómstrið síðan, systur“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. október 2019 15:00 Mannlegur breyskleiki og mistök voru óskarsverðlaunaleikkonunni ofarlega í huga þegar hún flutti ræðu á árlegri samkomu leikkvenna í Hollywood. Vísir/Getty Bandaríska óskarsverðlaunaleikkonan Natalie Portman hvatti kynsystur sínar í leiklistinni til að leyfa sér að gera mistök. Hún sótti árlegan viðburð „Konur í Hollywood“ í gærkvöldi og ávarpaði starfssystur sínar á hvíta tjaldinu. Hún tók mið af geimfaranum sem hún leikur í nýjustu kvikmynd sinni Lucy in the Sky sem gerir meiriháttar skyssu og glatar öllu. Eftir að hafa túlkað líf geimfarann varð henni ljóst mikilvægi mistaka í þekkingarleit mannsins. Því fyndi hún sig knúna til að hvetja konur til að nýta rétt sinn til að gera mistök, það sé besta leiðin til að læra. Portman sagði að verstu mistök okkar væru okkar mögnuðustu kennslustundir sem gerðu okkur kleift að vaxa og dafna. Velji konur alltaf „öruggu leiðina“ í þeim tilgangi að forðast mistök, uppgötvi þær mögulega aldrei hæfileika sína og möguleika til fulls. „Þannig að okkar helsta verkefni sem leiðtogar í þessum iðnaði er að gera mistök. Það er magnaðasta fordæmið sem við getum sett næstu kynslóðum. Það er að gera hið mannlegasta sem fyrirfinnst; gera mistök og freista þess síðan að feta ekki slóð hinnar fordæmdu konu, hinnar sem brást, hinnar eyðilögðu konu,“ sagði Portman og lagði áherslu á mikilvægi þess að halda ótrauð áfram eftir mistök. Hún kvaddi kynsystur sínar að lokum með heilræði. Þær skyldu allar, endilega, gera ævintýraleg mistök. „Leyfið ykkur að klúðra meiriháttar og blómstrið síðan, systur“ Hollywood Jafnréttismál Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Bandaríska óskarsverðlaunaleikkonan Natalie Portman hvatti kynsystur sínar í leiklistinni til að leyfa sér að gera mistök. Hún sótti árlegan viðburð „Konur í Hollywood“ í gærkvöldi og ávarpaði starfssystur sínar á hvíta tjaldinu. Hún tók mið af geimfaranum sem hún leikur í nýjustu kvikmynd sinni Lucy in the Sky sem gerir meiriháttar skyssu og glatar öllu. Eftir að hafa túlkað líf geimfarann varð henni ljóst mikilvægi mistaka í þekkingarleit mannsins. Því fyndi hún sig knúna til að hvetja konur til að nýta rétt sinn til að gera mistök, það sé besta leiðin til að læra. Portman sagði að verstu mistök okkar væru okkar mögnuðustu kennslustundir sem gerðu okkur kleift að vaxa og dafna. Velji konur alltaf „öruggu leiðina“ í þeim tilgangi að forðast mistök, uppgötvi þær mögulega aldrei hæfileika sína og möguleika til fulls. „Þannig að okkar helsta verkefni sem leiðtogar í þessum iðnaði er að gera mistök. Það er magnaðasta fordæmið sem við getum sett næstu kynslóðum. Það er að gera hið mannlegasta sem fyrirfinnst; gera mistök og freista þess síðan að feta ekki slóð hinnar fordæmdu konu, hinnar sem brást, hinnar eyðilögðu konu,“ sagði Portman og lagði áherslu á mikilvægi þess að halda ótrauð áfram eftir mistök. Hún kvaddi kynsystur sínar að lokum með heilræði. Þær skyldu allar, endilega, gera ævintýraleg mistök. „Leyfið ykkur að klúðra meiriháttar og blómstrið síðan, systur“
Hollywood Jafnréttismál Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira