Þjálfari Írlands ósáttur við aðstæður í Víkinni og kennir dómaranum um tapið Arnar Geir Halldórsson skrifar 16. október 2019 09:00 Sveinn Aron í þann mund að skora úr vítaspyrnunni umdeildu. Vísir/Bára Íslenska landsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, vann 1-0 sigur á jafnöldrum sínum frá Írlandi í gær í undankeppni EM 2021 en leikið var á Heimavelli hamingjunnar í Víkinni. Stephen Kenny, þjálfari írska liðsins, segir farir sínar ekki sléttar af heimsókn síns liðs til Íslands en í viðtali við írska fjölmiðilinn Independent byrjar hann á að kenna dómara leiksins um úrslitin. „Það er svekkjandi að tapa leiknum á vítaspyrnu sem var ekki réttur dómur. Lee fékk boltann í bakið og dómarinn dæmir víti og gefur honum spjald. Við erum mjög vonsviknir með að tapa leiknum á þessari ákvörðun,“ segir Kenny áður en hann talar um óboðlegar aðstæður en nokkuð hvasst var í Reykjavík í gær þegar leikurinn fór fram. Í greininni segir að aðstæður hafi verið algjör andstæða við síðasta leik Íra en þeir léku fyrir framan 7231 áhorfanda á Tallaght leikvangnum í Dublin þegar þeir fengu Ítalíu í heimsókn í riðlinum á dögunum. „Þetta voru súrrealískar aðstæður fyrir landsleik. Við komum frá leiknum gegn Ítalíu yfir í að spila fyrir framan 40 áhorfendur í hávaðarroki á velli sem er opinn á þremur hliðum,“ segir Kenny. „Þegar leikir eru spilaðir á góðum velli, eins og við gerðum gegn Svíum og Ítölum, ráðast úrslitin á því hvort liðið er hæfileikaríkara og hefur meiri gæði. Þessi leikur gegn Íslandi varð að algjörum farsa og okkar leikmenn þurftu að sýna annars konar eiginleika. Við gerðum það en Ísland var með alla sína leikmenn fyrir aftan boltann eftir að þeir skoruðu og þá er erfitt að brjóta þá á bak aftur,“ segir Kenny. Atriðin sem um ræðir má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar Þór: Ætlum aðeins að fá að njóta þess að hafa tekið þrjú stig Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Íslands var að vonum ánægður með 1-0 sigur íslenska U21 árs landsliðsins í knattspyrnu í dag en sigurinn þýðir að liðið er komið á topp síns riðils í undankeppni EM 2021. Arnar segir að strákarnir hafi svarað fyrir sig eftir erfitt tap í síðasta leik en þá lá liðið 5-0 gegn Svíum. 15. október 2019 19:15 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Írland 1-0 | Naumur sigur kom Íslandi upp í 2. sætið Íslenska U21 árs landsliðið lagði Írland í undankeppni EM 2021. Lokatölur 1-0 Íslands í vil þökk sé marki Sveins Arons Guðjohnsen úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Með sigrinum er Ísland komið í annað sæti riðilsins með 9 stig að loknum fjórum umferðum. Undir lok leiks ætlaði allt að sjóða upp úr en Írarnir voru greinilega ósáttir með tap dagsins. 15. október 2019 19:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, vann 1-0 sigur á jafnöldrum sínum frá Írlandi í gær í undankeppni EM 2021 en leikið var á Heimavelli hamingjunnar í Víkinni. Stephen Kenny, þjálfari írska liðsins, segir farir sínar ekki sléttar af heimsókn síns liðs til Íslands en í viðtali við írska fjölmiðilinn Independent byrjar hann á að kenna dómara leiksins um úrslitin. „Það er svekkjandi að tapa leiknum á vítaspyrnu sem var ekki réttur dómur. Lee fékk boltann í bakið og dómarinn dæmir víti og gefur honum spjald. Við erum mjög vonsviknir með að tapa leiknum á þessari ákvörðun,“ segir Kenny áður en hann talar um óboðlegar aðstæður en nokkuð hvasst var í Reykjavík í gær þegar leikurinn fór fram. Í greininni segir að aðstæður hafi verið algjör andstæða við síðasta leik Íra en þeir léku fyrir framan 7231 áhorfanda á Tallaght leikvangnum í Dublin þegar þeir fengu Ítalíu í heimsókn í riðlinum á dögunum. „Þetta voru súrrealískar aðstæður fyrir landsleik. Við komum frá leiknum gegn Ítalíu yfir í að spila fyrir framan 40 áhorfendur í hávaðarroki á velli sem er opinn á þremur hliðum,“ segir Kenny. „Þegar leikir eru spilaðir á góðum velli, eins og við gerðum gegn Svíum og Ítölum, ráðast úrslitin á því hvort liðið er hæfileikaríkara og hefur meiri gæði. Þessi leikur gegn Íslandi varð að algjörum farsa og okkar leikmenn þurftu að sýna annars konar eiginleika. Við gerðum það en Ísland var með alla sína leikmenn fyrir aftan boltann eftir að þeir skoruðu og þá er erfitt að brjóta þá á bak aftur,“ segir Kenny. Atriðin sem um ræðir má sjá í spilaranum neðst í fréttinni.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar Þór: Ætlum aðeins að fá að njóta þess að hafa tekið þrjú stig Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Íslands var að vonum ánægður með 1-0 sigur íslenska U21 árs landsliðsins í knattspyrnu í dag en sigurinn þýðir að liðið er komið á topp síns riðils í undankeppni EM 2021. Arnar segir að strákarnir hafi svarað fyrir sig eftir erfitt tap í síðasta leik en þá lá liðið 5-0 gegn Svíum. 15. október 2019 19:15 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Írland 1-0 | Naumur sigur kom Íslandi upp í 2. sætið Íslenska U21 árs landsliðið lagði Írland í undankeppni EM 2021. Lokatölur 1-0 Íslands í vil þökk sé marki Sveins Arons Guðjohnsen úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Með sigrinum er Ísland komið í annað sæti riðilsins með 9 stig að loknum fjórum umferðum. Undir lok leiks ætlaði allt að sjóða upp úr en Írarnir voru greinilega ósáttir með tap dagsins. 15. október 2019 19:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
Arnar Þór: Ætlum aðeins að fá að njóta þess að hafa tekið þrjú stig Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Íslands var að vonum ánægður með 1-0 sigur íslenska U21 árs landsliðsins í knattspyrnu í dag en sigurinn þýðir að liðið er komið á topp síns riðils í undankeppni EM 2021. Arnar segir að strákarnir hafi svarað fyrir sig eftir erfitt tap í síðasta leik en þá lá liðið 5-0 gegn Svíum. 15. október 2019 19:15
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Írland 1-0 | Naumur sigur kom Íslandi upp í 2. sætið Íslenska U21 árs landsliðið lagði Írland í undankeppni EM 2021. Lokatölur 1-0 Íslands í vil þökk sé marki Sveins Arons Guðjohnsen úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Með sigrinum er Ísland komið í annað sæti riðilsins með 9 stig að loknum fjórum umferðum. Undir lok leiks ætlaði allt að sjóða upp úr en Írarnir voru greinilega ósáttir með tap dagsins. 15. október 2019 19:00