„Við erum staðráðnir í því að mæta hér og bæta umgjörðina í félaginu og vinna með ungum og efnilegum strákum, sem eru uppaldir,“ sagði Ágúst Gylfason er hann skrifaði undir þriggja ára samning við Gróttu í dag.
Grótta leikur í fyrsta skipti í Pepsi Max deildinni á næstu leiktíð og var Ágúst spurður út í komandi verkefni.
Ríkharð Óskar Guðnason ræddi við Ágúst í dag og sjá má innslagið sem sýnt var í Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í kvöld hér að ofan.
