Tiger Woods gefur út ævisögu sína 15. október 2019 23:30 Ævisaga Tiger Woods er væntanleg Vísir/Getty Það er ljóst að með heitinu „Back“ er Woods að vitna í endurkomu sína á golfvöllinn en hann hefur yfirstigið urmul hindrana á undanförnum árum. Bókin mun byrja á uppvaxtarárum Woods, hún færir sig svo yfir í það hvernig hann skaust upp á stjörnuhimininn og varð að frægasta kylfingi í heimi. Sem stendur hefur hinn 43 ára gamli Woods unnið 81 PGA mót, næst flest allra í sögunni. Þar af 15 risamót. Þá mun Woods einnig kafa ofan í meiðslasögu sína, sem er nær endalaus, ásamt því að fjalla um erfiðleika sína heima fyrir. Kylfingurinn viðurkenndi á sínum tíma að hann væri kynlífsfíkill og endaði sú fíkn hjónaband hans þar sem hann hélt ítrekað framhjá þáverandi eiginkonu sinni. Hefur hann sóst hjálpar til að vinna bug á fíkninni. Bókin mun svo enda á sigri Woods á Augusta National risamótinu sem fram fór síðasta apríl. Með þeim sigri fullkomnaði hann í raun endurkomu sína en nær allur golfheimurinn hafði afskrifað Woods vegna síendurtekna bakmeiðsla sem höfðu skilið hann eftir háðan verkjalyfjum og nær óþekkjanlegan, innan vallar sem utan. Var það fyrsti sigur Woods á PGA móti í áratug. Þá hefur kylfingurinn sagt sjálfur að mikið hafi verið rætt og ritað um hans mál. Þar á meðal hafa verið gefnar út bækur sem hafa átt að vera einhverskonar ævisögur en aldrei hefur Woods tjáð sig. „Back“ verður í eina skiptið sem fólk mun geta lesið hvað gerðist í hans eigin orðum. Golf Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Það er ljóst að með heitinu „Back“ er Woods að vitna í endurkomu sína á golfvöllinn en hann hefur yfirstigið urmul hindrana á undanförnum árum. Bókin mun byrja á uppvaxtarárum Woods, hún færir sig svo yfir í það hvernig hann skaust upp á stjörnuhimininn og varð að frægasta kylfingi í heimi. Sem stendur hefur hinn 43 ára gamli Woods unnið 81 PGA mót, næst flest allra í sögunni. Þar af 15 risamót. Þá mun Woods einnig kafa ofan í meiðslasögu sína, sem er nær endalaus, ásamt því að fjalla um erfiðleika sína heima fyrir. Kylfingurinn viðurkenndi á sínum tíma að hann væri kynlífsfíkill og endaði sú fíkn hjónaband hans þar sem hann hélt ítrekað framhjá þáverandi eiginkonu sinni. Hefur hann sóst hjálpar til að vinna bug á fíkninni. Bókin mun svo enda á sigri Woods á Augusta National risamótinu sem fram fór síðasta apríl. Með þeim sigri fullkomnaði hann í raun endurkomu sína en nær allur golfheimurinn hafði afskrifað Woods vegna síendurtekna bakmeiðsla sem höfðu skilið hann eftir háðan verkjalyfjum og nær óþekkjanlegan, innan vallar sem utan. Var það fyrsti sigur Woods á PGA móti í áratug. Þá hefur kylfingurinn sagt sjálfur að mikið hafi verið rætt og ritað um hans mál. Þar á meðal hafa verið gefnar út bækur sem hafa átt að vera einhverskonar ævisögur en aldrei hefur Woods tjáð sig. „Back“ verður í eina skiptið sem fólk mun geta lesið hvað gerðist í hans eigin orðum.
Golf Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira