Spánverjar jöfnuðu gegn Svíum í uppbótartíma | Lærisveinar Helga Kolviðs töpuðu stórt | Öll úrslit kvöldsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. október 2019 21:15 Helgi Kolviðsson á hliðarlínunni gegn Ítalíu í kvöld. Vísir/Getty Alls fóru níu leikir fram í undankeppni EM 2020 í kvöld. Spánn jafnaði metin gegn Svíþjóð í uppbótartíma, Noregur gerði jafntefli Rúmeníu, Ísrael heldur í vonina um sæti á EM eftir sigur á Lettlandi og Ítalía, sem er komið á EM, vann öruggan 5-0 sigur á Liechtenstein. Helgi Kolviðsson, fyrrum aðstoðarþjálfari íslenska A-landsliðsins, þjálfar nú Liechtenstein. D-riðillSviss er í ágætis málum eftir 2-0 sigur á Írum þökk sé mörkum Haris Seferovic og sjálfsmarki Shane Duffy. Írar eru enn á toppi riðilsins með 12 stig, líkt og Danmörk sem á leik til góða. Þar á eftir kemur Sviss með 11 stig en þeir eiga eftir Georgíu og Gíbraltar, sem sitja í tveimur neðstu sætunum, á meðan Írland og Danmörk eiga eftir að leika gegn hvort öðru. Í hinum leik D-riðils vann Georgía 3-2 sigur á Gíbraltar. F-riðill Í F-riðli voru þrjár Noðrðurlandaþjóðir í eldlínunni og Spánverjar tryggðu sér sæti á EM með marki í uppbótartíma. Færeyjar unnu 1-0 sigur á Möltu þökk sé marki Rogva Baldvinssonar. Alexander Sørloth Norðmönnum stig gegn Rúmenum á útivelli er hann jafnaði metin í uppbótartíma eftir að Alexandru Mitrita hafði komið Rúmenum yfir á 62. mínútu leiksins. Tíu mínútum áður hafði George Puscas misnotað vítaspyrnu. Lokatölur 1-1. Á Friends vellinum í Svíþjóð var líka dramatík en Marcus Berg kom Svíum yfir á 50. mínútu. Skömmu síðar þurfti David De Gea markvörður Spánverja að fara meiddur af velli. Það var svo varamaðurinn Rodrigo sem jafnaði metin í uppbótartíma. Staðan orðin 1-1 og þar við sat. Markið þýðir að Spánverjar eru öruggir með sæti sitt á EM 2020 þar sem Rúmenía og Svíþjóð eiga eftir að mætast innbyrðis og geta því ekki náð þeim að stigum. Spánn er með 20 stig eftir átta leiki, þar á eftir koma Svíar með 15 stig, Rúmenía með 14 og Norðmenn með 11. G-riðill Ísrael vann öruggan 3-1 sigur á Lettum og heldur í veika von um sæti á EM en liðið er með 11 stig í 5. sæti riðilsins, líkt og Norður-Makedónía og Slóvenía. J-riðill Finnland vann öruggan 3-0 sigur á Armenum fyrr í dag. Þá unnu Ítalir öruggan 5-0 sigur á Helga Kolviðssyni og lærisveinum hans í Liechtenstein. Andrea Belotti, framherji Torino, skoraði tvívegis og þá skoruðu þeir Federico Bernardeschi, Alessio Romagnoli og Stephan El Shaarawy eitt mark hver. Að lokum unnu Grikkir 2-1 sigur á Bosníu og Hersegóvínu. Ítalir eru öruggir með sæti á EM og þá eru Finnar í mjög góðum málum en þeir eru með 15 stig á meðan Armenía og Bosnía-Hersegóvína eru með 10 stig hvort. Rodrigo fagnar markinu sem kom Spáni á EM 2020.Vísir/Getty EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Finnar í góðum málum eftir öruggan sigur á Armenum Finnland vann Armeníu örugglega í undankeppni EM 2020. Lokatölur 3-0 og Finnar á komnir í 2. sæti J-riðils. 15. október 2019 18:28 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Alls fóru níu leikir fram í undankeppni EM 2020 í kvöld. Spánn jafnaði metin gegn Svíþjóð í uppbótartíma, Noregur gerði jafntefli Rúmeníu, Ísrael heldur í vonina um sæti á EM eftir sigur á Lettlandi og Ítalía, sem er komið á EM, vann öruggan 5-0 sigur á Liechtenstein. Helgi Kolviðsson, fyrrum aðstoðarþjálfari íslenska A-landsliðsins, þjálfar nú Liechtenstein. D-riðillSviss er í ágætis málum eftir 2-0 sigur á Írum þökk sé mörkum Haris Seferovic og sjálfsmarki Shane Duffy. Írar eru enn á toppi riðilsins með 12 stig, líkt og Danmörk sem á leik til góða. Þar á eftir kemur Sviss með 11 stig en þeir eiga eftir Georgíu og Gíbraltar, sem sitja í tveimur neðstu sætunum, á meðan Írland og Danmörk eiga eftir að leika gegn hvort öðru. Í hinum leik D-riðils vann Georgía 3-2 sigur á Gíbraltar. F-riðill Í F-riðli voru þrjár Noðrðurlandaþjóðir í eldlínunni og Spánverjar tryggðu sér sæti á EM með marki í uppbótartíma. Færeyjar unnu 1-0 sigur á Möltu þökk sé marki Rogva Baldvinssonar. Alexander Sørloth Norðmönnum stig gegn Rúmenum á útivelli er hann jafnaði metin í uppbótartíma eftir að Alexandru Mitrita hafði komið Rúmenum yfir á 62. mínútu leiksins. Tíu mínútum áður hafði George Puscas misnotað vítaspyrnu. Lokatölur 1-1. Á Friends vellinum í Svíþjóð var líka dramatík en Marcus Berg kom Svíum yfir á 50. mínútu. Skömmu síðar þurfti David De Gea markvörður Spánverja að fara meiddur af velli. Það var svo varamaðurinn Rodrigo sem jafnaði metin í uppbótartíma. Staðan orðin 1-1 og þar við sat. Markið þýðir að Spánverjar eru öruggir með sæti sitt á EM 2020 þar sem Rúmenía og Svíþjóð eiga eftir að mætast innbyrðis og geta því ekki náð þeim að stigum. Spánn er með 20 stig eftir átta leiki, þar á eftir koma Svíar með 15 stig, Rúmenía með 14 og Norðmenn með 11. G-riðill Ísrael vann öruggan 3-1 sigur á Lettum og heldur í veika von um sæti á EM en liðið er með 11 stig í 5. sæti riðilsins, líkt og Norður-Makedónía og Slóvenía. J-riðill Finnland vann öruggan 3-0 sigur á Armenum fyrr í dag. Þá unnu Ítalir öruggan 5-0 sigur á Helga Kolviðssyni og lærisveinum hans í Liechtenstein. Andrea Belotti, framherji Torino, skoraði tvívegis og þá skoruðu þeir Federico Bernardeschi, Alessio Romagnoli og Stephan El Shaarawy eitt mark hver. Að lokum unnu Grikkir 2-1 sigur á Bosníu og Hersegóvínu. Ítalir eru öruggir með sæti á EM og þá eru Finnar í mjög góðum málum en þeir eru með 15 stig á meðan Armenía og Bosnía-Hersegóvína eru með 10 stig hvort. Rodrigo fagnar markinu sem kom Spáni á EM 2020.Vísir/Getty
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Finnar í góðum málum eftir öruggan sigur á Armenum Finnland vann Armeníu örugglega í undankeppni EM 2020. Lokatölur 3-0 og Finnar á komnir í 2. sæti J-riðils. 15. október 2019 18:28 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Finnar í góðum málum eftir öruggan sigur á Armenum Finnland vann Armeníu örugglega í undankeppni EM 2020. Lokatölur 3-0 og Finnar á komnir í 2. sæti J-riðils. 15. október 2019 18:28