Húsasmiðjan sektuð um 400 þúsund krónur fyrir „Tax Free“-auglýsingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2019 11:29 Auglýsing Húsasmiðjunnar birtist í Fréttablaðinu í júní síðastliðnum. Visir/Anton Brink Neytendastofa hefur gert Húsasmiðjunni að greiða 400 þúsund króna sekt fyrir að auglýsa svokallaðan „Tax Free-afslátt“ en tilgreina ekki prósentuhlutfall afsláttarins. Taldi Neytendastofa auglýsinguna villandi gagnvart neytendum, að því er fram kemur í úrskurði stofnunarinnar í málinu. Auglýsingin birtist í Fréttablaðinu þann 19. júní síðastliðinn. Neytendastofa benti á í erindi til Húsasmiðjunnar vegna málsins að í auglýsingunni væri ekki tilgreint prósentuhlutfall afsláttarins og þannig gætu lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, auk reglna um útsölur, komið til álita á málinu. Í svari Húsasmiðjunnar sagði að afslátturinn hafi komið fram í nær öllum auglýsingum félagsins en fyrir mistök hafi auglýsingar verið birtar þar sem prósentuhlutfalls afsláttarins var ekki getið. Í úrskurði Neytendastofu í málinu kemur fram að með reglum um útsölur sé lögð skýr skylda á seljendur til að tilgreina prósentuhlutfall afsláttar, auk fyrra verðs þegar veittur er prósentuafsláttur af verði vöru. Ekki sé nóg að segja aðeins frá því að afslátturinn samsvari afnámi viðrisaukaskatts, þ.e. „tax free“. „Þvert á móti telur stofnunin Tax Free tilvísun án tilgreiningu prósentuafsláttar villandi gagnvart neytendum enda bera ekki allar vörur og þjónusta sömu prósentu virðisaukaskatts. Þar að auki geta breytingar orðið á prósentuhlutföllum auk þess sem Neytendastofa telur ekki unnt að gera kröfu um að neytendur veiti sérstaka athygli hver afreikniprósenta virðisaukaskatts er á hverjum tíma fyrir hvert skattþrep,“ segir í úrskurði Neytendastofu. Þannig telji Neytendastofa rétt að leggja 400 þúsund króna stjórnvaldssekt á Húsasmiðjuna. Sektina skuli greiða í ríkissjóð eigi síðar en þremur mánuðum frá dagsetningu ákvörðunar þessarar. Neytendur Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sjá meira
Neytendastofa hefur gert Húsasmiðjunni að greiða 400 þúsund króna sekt fyrir að auglýsa svokallaðan „Tax Free-afslátt“ en tilgreina ekki prósentuhlutfall afsláttarins. Taldi Neytendastofa auglýsinguna villandi gagnvart neytendum, að því er fram kemur í úrskurði stofnunarinnar í málinu. Auglýsingin birtist í Fréttablaðinu þann 19. júní síðastliðinn. Neytendastofa benti á í erindi til Húsasmiðjunnar vegna málsins að í auglýsingunni væri ekki tilgreint prósentuhlutfall afsláttarins og þannig gætu lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, auk reglna um útsölur, komið til álita á málinu. Í svari Húsasmiðjunnar sagði að afslátturinn hafi komið fram í nær öllum auglýsingum félagsins en fyrir mistök hafi auglýsingar verið birtar þar sem prósentuhlutfalls afsláttarins var ekki getið. Í úrskurði Neytendastofu í málinu kemur fram að með reglum um útsölur sé lögð skýr skylda á seljendur til að tilgreina prósentuhlutfall afsláttar, auk fyrra verðs þegar veittur er prósentuafsláttur af verði vöru. Ekki sé nóg að segja aðeins frá því að afslátturinn samsvari afnámi viðrisaukaskatts, þ.e. „tax free“. „Þvert á móti telur stofnunin Tax Free tilvísun án tilgreiningu prósentuafsláttar villandi gagnvart neytendum enda bera ekki allar vörur og þjónusta sömu prósentu virðisaukaskatts. Þar að auki geta breytingar orðið á prósentuhlutföllum auk þess sem Neytendastofa telur ekki unnt að gera kröfu um að neytendur veiti sérstaka athygli hver afreikniprósenta virðisaukaskatts er á hverjum tíma fyrir hvert skattþrep,“ segir í úrskurði Neytendastofu. Þannig telji Neytendastofa rétt að leggja 400 þúsund króna stjórnvaldssekt á Húsasmiðjuna. Sektina skuli greiða í ríkissjóð eigi síðar en þremur mánuðum frá dagsetningu ákvörðunar þessarar.
Neytendur Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sjá meira