Guðlaugur Victor: Ennþá hlutir sem ég þarf að læra Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 14. október 2019 21:34 Guðlaugur Victor í baráttunni í kvöld. Vísir/Vilhelm „Í heildina traust frammistaða. Ég var allt í lagi ánægður með Frakkaleikinn. Eins og ég sagði eftir þann leik þá voru nokkrir hlutir sem hefðu mátt fara betur," sagði Guðlaugur Victor Pálsson í samtali við Vísi eftir 2-0 sigurinn á Andorra á Laugardalsvelli í kvöld. „Í dag var allt annar leikur þar sem við vissum að við myndum vera miklu meira með boltann og sækja meira. Mér fannst ég koma ágætlega út úr því. Við unnum leikinn og héldum núllinu svo það er jákvætt.“ Í ljósi jafntefli Frakka og Tyrkja í kvöld verður að teljast afar ólíklegt að Ísland nái öðru sætinu sem gefur beint sæti á Evrópumótið. „Það var það og ekkert fagnað neitt,“ sagði Guðlaugur aðspurður hvort stemmningin hefði verið þung í klefanum eftir að leikmenn fengu fréttirnar af úrslitum leiksins í Frakklandi. „Við þurfum bara að einbeita okkur að okkar leikjum og klára þá. Treysta svo á að Andorra stríði þeim í síðasta leik. Við þurfum bara að vona það besta,“ en miðað við frammistöðu Andorra í dag verða þeir ekki mikil fyrirstaða fyrir Tyrki í nóvember. „Mikilvægast er að halda haus og ekki láta þá pirra sig. Við létum þá pirra okkur aðeins og hefðum ekkert átt að gera það. Við erum mikið betra fótboltalið og hefðum átt að einblína á okkur sjálfa. Þetta gengur og gerist og við unnum leikinn. Áfram gakk.“ Guðlaugur Victor lék í hægri bakvarðastöðunni í leikjunum tveimur gegn Frökkum á föstudag og Andorra í kvöld. „Það eru enn hlutir sem ég þarf að læra en ég fékk tvö mjög ólíka leiki sem var gott uppá reynsluna að gera. Frakkaleikurinn var meira varnarsinnaður en í dag var þetta meira sóknarsinnað. Gott að fá smjörþefinn af hvoru tveggja og svo þarf ég að skoða einhverjar klippur til að læra betur á þetta. Ég er tiltölulega sáttur.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Andorra 2-0 | Súrsætt kvöld í Laugardalnum Strákarnir okkar unnu skyldusigur á Andorra í kvöld en líkur liðsins á því að komast á EM í gegnum riðlakeppnina eru nánast að engu orðnar þar sem Frakkar og Tyrkir gerðu jafntefli. 14. október 2019 21:30 Einkunnir eftir sigur gegn Andorra: Kolbeinn maður leiksins Kolbeinn Sigþórsson fékk hæstu einkunn íslensku landsliðsmannanna í kvöld. 14. október 2019 21:02 Twitter eftir sigurinn: „Hamrén sáði og Hamrén uppskar“ Twitter var vel á lífi yfir landsleiknum í kvöld. 14. október 2019 20:42 Arnór: Geggjuð tilfinning að skora fyrsta markið Arnór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Ísland í 2-0 sigri Íslands á Andorra í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2019 21:01 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Sjá meira
„Í heildina traust frammistaða. Ég var allt í lagi ánægður með Frakkaleikinn. Eins og ég sagði eftir þann leik þá voru nokkrir hlutir sem hefðu mátt fara betur," sagði Guðlaugur Victor Pálsson í samtali við Vísi eftir 2-0 sigurinn á Andorra á Laugardalsvelli í kvöld. „Í dag var allt annar leikur þar sem við vissum að við myndum vera miklu meira með boltann og sækja meira. Mér fannst ég koma ágætlega út úr því. Við unnum leikinn og héldum núllinu svo það er jákvætt.“ Í ljósi jafntefli Frakka og Tyrkja í kvöld verður að teljast afar ólíklegt að Ísland nái öðru sætinu sem gefur beint sæti á Evrópumótið. „Það var það og ekkert fagnað neitt,“ sagði Guðlaugur aðspurður hvort stemmningin hefði verið þung í klefanum eftir að leikmenn fengu fréttirnar af úrslitum leiksins í Frakklandi. „Við þurfum bara að einbeita okkur að okkar leikjum og klára þá. Treysta svo á að Andorra stríði þeim í síðasta leik. Við þurfum bara að vona það besta,“ en miðað við frammistöðu Andorra í dag verða þeir ekki mikil fyrirstaða fyrir Tyrki í nóvember. „Mikilvægast er að halda haus og ekki láta þá pirra sig. Við létum þá pirra okkur aðeins og hefðum ekkert átt að gera það. Við erum mikið betra fótboltalið og hefðum átt að einblína á okkur sjálfa. Þetta gengur og gerist og við unnum leikinn. Áfram gakk.“ Guðlaugur Victor lék í hægri bakvarðastöðunni í leikjunum tveimur gegn Frökkum á föstudag og Andorra í kvöld. „Það eru enn hlutir sem ég þarf að læra en ég fékk tvö mjög ólíka leiki sem var gott uppá reynsluna að gera. Frakkaleikurinn var meira varnarsinnaður en í dag var þetta meira sóknarsinnað. Gott að fá smjörþefinn af hvoru tveggja og svo þarf ég að skoða einhverjar klippur til að læra betur á þetta. Ég er tiltölulega sáttur.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Andorra 2-0 | Súrsætt kvöld í Laugardalnum Strákarnir okkar unnu skyldusigur á Andorra í kvöld en líkur liðsins á því að komast á EM í gegnum riðlakeppnina eru nánast að engu orðnar þar sem Frakkar og Tyrkir gerðu jafntefli. 14. október 2019 21:30 Einkunnir eftir sigur gegn Andorra: Kolbeinn maður leiksins Kolbeinn Sigþórsson fékk hæstu einkunn íslensku landsliðsmannanna í kvöld. 14. október 2019 21:02 Twitter eftir sigurinn: „Hamrén sáði og Hamrén uppskar“ Twitter var vel á lífi yfir landsleiknum í kvöld. 14. október 2019 20:42 Arnór: Geggjuð tilfinning að skora fyrsta markið Arnór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Ísland í 2-0 sigri Íslands á Andorra í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2019 21:01 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Andorra 2-0 | Súrsætt kvöld í Laugardalnum Strákarnir okkar unnu skyldusigur á Andorra í kvöld en líkur liðsins á því að komast á EM í gegnum riðlakeppnina eru nánast að engu orðnar þar sem Frakkar og Tyrkir gerðu jafntefli. 14. október 2019 21:30
Einkunnir eftir sigur gegn Andorra: Kolbeinn maður leiksins Kolbeinn Sigþórsson fékk hæstu einkunn íslensku landsliðsmannanna í kvöld. 14. október 2019 21:02
Twitter eftir sigurinn: „Hamrén sáði og Hamrén uppskar“ Twitter var vel á lífi yfir landsleiknum í kvöld. 14. október 2019 20:42
Arnór: Geggjuð tilfinning að skora fyrsta markið Arnór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Ísland í 2-0 sigri Íslands á Andorra í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2019 21:01