Gylfi: Eina sem maður getur gert er að hlæja að þessu Anton Ingi Leifsson skrifar 14. október 2019 21:17 Gylfi Þór Sigurðsson, fyrirliði Íslands, sagði að leikurinn í kvöld hafi verið svipaður og íslenska landsliðið hafi búið sig undir. „Þetta var nákvæmlega eins og við vorum búnir að sjá leikinn fyrir okkur. Það er erfitt að halda haus og vera jákvæður þegar leikurinn leysist upp í þetta,“ sagði Gylfi við Henry Birgi Gunnarsson. Leikmenn Andorra virtust ná að komast inn í hausinn á Gylfa og miðjumaðurinn játaði því. „Það var frekar erfitt að halda haus en eina sem maður getur gert er að hlæja að þessu. Ég held að ég hafi gert það í síðari hálfleik.“ Gylfa var ekki ætlað að skora í leiknum. Vítaspyrna hans var varinn og aukaspyrna hans í uppbótartíma fór í stöngina. „Vítið var lélegt og aukaspyrnan var smá óheppni. Þetta er búið að vera erfitt í riðlinum að skora. Þetta er ekki að falla fyrir mig eins og er.“ Gylfi segir að það hafi ekki komið til greina að láta Kolbein Sigþórsson taka vítaspyrnuna og komast þar með upp fyrir Eið Smára Guðjohnsen yfir flest mörk fyrir landsliðið. „Nei. Ég held að hann hefði tekið vítið ef hann hefði væri númer eitt en hann spurði mig ekkert út í þetta,“ sagði Gylfi sem var reyndar ekki með á hreinu að Kolbeinn hafi jafnað markamet Eiðs Smára í kvöld. Á sama tíma gerðu Frakkland og Tyrkland jafntefli í París sem gerir það að verkum að möguleikar Íslands að komast beint á EM eru nánast úr sögunni. „Gríðarleg vonbrigði að fá þessi tíðindi um þessi úrslit í Frakklandi en svona er þetta. Þetta er erfiður riðill og við héldum fyrir riðilinn að Frakkarnir myndu stinga af. Tyrkir ná fjórum dýrmætum stigum gegn þeim. Gríðarlega svekkjandi að þegar leikurinn lýkur hér að þetta séu tíðindin.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir eftir sigur gegn Andorra: Kolbeinn maður leiksins Kolbeinn Sigþórsson fékk hæstu einkunn íslensku landsliðsmannanna í kvöld. 14. október 2019 21:02 Kolbeinn jafnaði markametið Kolbeinn Sigþórsson er búinn að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. 14. október 2019 20:08 Twitter eftir sigurinn: „Hamrén sáði og Hamrén uppskar“ Twitter var vel á lífi yfir landsleiknum í kvöld. 14. október 2019 20:42 Arnór: Geggjuð tilfinning að skora fyrsta markið Arnór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Ísland í 2-0 sigri Íslands á Andorra í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2019 21:01 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, fyrirliði Íslands, sagði að leikurinn í kvöld hafi verið svipaður og íslenska landsliðið hafi búið sig undir. „Þetta var nákvæmlega eins og við vorum búnir að sjá leikinn fyrir okkur. Það er erfitt að halda haus og vera jákvæður þegar leikurinn leysist upp í þetta,“ sagði Gylfi við Henry Birgi Gunnarsson. Leikmenn Andorra virtust ná að komast inn í hausinn á Gylfa og miðjumaðurinn játaði því. „Það var frekar erfitt að halda haus en eina sem maður getur gert er að hlæja að þessu. Ég held að ég hafi gert það í síðari hálfleik.“ Gylfa var ekki ætlað að skora í leiknum. Vítaspyrna hans var varinn og aukaspyrna hans í uppbótartíma fór í stöngina. „Vítið var lélegt og aukaspyrnan var smá óheppni. Þetta er búið að vera erfitt í riðlinum að skora. Þetta er ekki að falla fyrir mig eins og er.“ Gylfi segir að það hafi ekki komið til greina að láta Kolbein Sigþórsson taka vítaspyrnuna og komast þar með upp fyrir Eið Smára Guðjohnsen yfir flest mörk fyrir landsliðið. „Nei. Ég held að hann hefði tekið vítið ef hann hefði væri númer eitt en hann spurði mig ekkert út í þetta,“ sagði Gylfi sem var reyndar ekki með á hreinu að Kolbeinn hafi jafnað markamet Eiðs Smára í kvöld. Á sama tíma gerðu Frakkland og Tyrkland jafntefli í París sem gerir það að verkum að möguleikar Íslands að komast beint á EM eru nánast úr sögunni. „Gríðarleg vonbrigði að fá þessi tíðindi um þessi úrslit í Frakklandi en svona er þetta. Þetta er erfiður riðill og við héldum fyrir riðilinn að Frakkarnir myndu stinga af. Tyrkir ná fjórum dýrmætum stigum gegn þeim. Gríðarlega svekkjandi að þegar leikurinn lýkur hér að þetta séu tíðindin.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir eftir sigur gegn Andorra: Kolbeinn maður leiksins Kolbeinn Sigþórsson fékk hæstu einkunn íslensku landsliðsmannanna í kvöld. 14. október 2019 21:02 Kolbeinn jafnaði markametið Kolbeinn Sigþórsson er búinn að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. 14. október 2019 20:08 Twitter eftir sigurinn: „Hamrén sáði og Hamrén uppskar“ Twitter var vel á lífi yfir landsleiknum í kvöld. 14. október 2019 20:42 Arnór: Geggjuð tilfinning að skora fyrsta markið Arnór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Ísland í 2-0 sigri Íslands á Andorra í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2019 21:01 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Sjá meira
Einkunnir eftir sigur gegn Andorra: Kolbeinn maður leiksins Kolbeinn Sigþórsson fékk hæstu einkunn íslensku landsliðsmannanna í kvöld. 14. október 2019 21:02
Kolbeinn jafnaði markametið Kolbeinn Sigþórsson er búinn að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. 14. október 2019 20:08
Twitter eftir sigurinn: „Hamrén sáði og Hamrén uppskar“ Twitter var vel á lífi yfir landsleiknum í kvöld. 14. október 2019 20:42
Arnór: Geggjuð tilfinning að skora fyrsta markið Arnór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Ísland í 2-0 sigri Íslands á Andorra í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2019 21:01