Cristiano Ronaldo skoraði sitt 700. mark á ferlinum þegar Portúgal tapaði fyrir Úkraínu í undankeppni EM 2020.
Ronaldo skoraði mark sitt úr vítaspyrnu í 2-1 tapi Portúgals ytra. Þetta var hans 95. landsliðsmark sem þýðir að aðeins Íraninn Ali Daei hefur skorað fleiri landsliðsmörk í fótboltasögunni en hann á 109 mörk fyrir Íran.
Úkraína er enn taplaus í B-riðli og er komin með öruggt sæti á EM. Portúgal er hins vegar með 11 stig í öðru sæti, stigi á undan Serbum, þegar bæði lið eiga eftir tvo leiki í riðlinum.
Í öðrum leikjum kvöldsins vann Albanía 4-0 sigur á Moldóvu í riðli Íslands, Serbar unnu 1-2 sigur á Litháen og Kósovó vann 2-0 heimasigur á Svartfjallaandi.
