Segir verð á blómum á Íslandi allt of hátt í skjóli himinhárra tolla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. október 2019 13:36 Eigendur tuttugu og fimm blómaverslana og félag atvinnurekenda á Íslandi skora á stjórnvöld að afnema tolla á blómum. Vísir/getty Félag atvinnurekenda hefur óskað eftir fundi með fjármálaráðherra og landbúnaðarráðherra til að ræða um niðurfellingu tolla á blómum. Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir kerfið, í núverandi mynd, vera meingallað og úr sér gengið. Blómasalar séu að sligast undan háum tollum. Í morgun sendi félag atvinnurekenda ásamt eigendum tuttugu og fimm blómaverslana hér álandi áskorun á stjórnvöld um að fella niður tolla á blómum. „Við viljum fjalla um hvernig eru lagðir allt of háir tollar á innflutt blóm sem veldur alls konar óhagræði og skekkir samkeppni og kannski síðast en ekki síst veldur því að verð á blómum á Íslandi er allt of hátt í skjóli þessara háu tolla,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann bendir á að Túlípanabúnt hér á Íslandi geti kostað allt upp undir þrjú þúsund krónur á meðan það kosti í kringum þúsund krónur í löndunum í kringum okkur. „Það er verið að leggja mjög háa tolla á alls konar tegundir bæði af afskornum blómum og pottablómum sem eru bara ekkert ræktaðar hér á landi. EF einhvern tímann hefur verið tilgangurinn að vernda innlenda framleiðslu með þessu þá er hann í mörgum tilvikum ekki til staðar.Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir núverandi kerfi vera úr sér gengið.Ólafur segir að tollurinn verði til þess að ódýrari blóm eru ekki flutt inn. „Af því að stykkjatollurinn margfaldar verðið á þeim. Tökum bara Fresíur sem dæmi sem voru eitt sinn vinsæl blóm á Íslandi en svo lagðist ræktun á þeim hér innanlands af og af því að þær eru ekki dýrar í innkaupum þá finnst engum forsvaranlegt að flytja inn Fresíur sem kostar tuttugu kall stykkið og tollurinn á hana er rúmlega hundrað krónur. Þá er innkaupsverðið orðið sexfalt jafnvel áður en blómabúðin fær sína álagningu. Þannig að þetta þýðir það að sumar vörur fást bara alls ekki hérna. Það sem er flutt inn er frekar dýrari vörur eða lúxusvörur heldur en hagstæðari vara fyrir neytendur og svo þýðir tollverndin auðvitað að innlendir framleiðendur geta haldið uppi verðinu á sinni vöru og hafa ekki þá samkeppni sem þeir þurfa að hafa til að keppa í verði.“Eru blómasalar að sligast undan þessum tollum?„Já, fólk segir bara að þetta sé alveg fráleitt rekstrarumhverfi. Innlenda framleiðslan, jafnvel í þeim tegundum sem verið er að rækta hér á landi þá annar innlenda framleiðslan oft ekki eftirspurninni,“ segir Ólafur og bætir við. „Að okkar mati er þetta kerfi allt saman orðið meingallað og úr sér gengið.“ Garðyrkja Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Félag atvinnurekenda hefur óskað eftir fundi með fjármálaráðherra og landbúnaðarráðherra til að ræða um niðurfellingu tolla á blómum. Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir kerfið, í núverandi mynd, vera meingallað og úr sér gengið. Blómasalar séu að sligast undan háum tollum. Í morgun sendi félag atvinnurekenda ásamt eigendum tuttugu og fimm blómaverslana hér álandi áskorun á stjórnvöld um að fella niður tolla á blómum. „Við viljum fjalla um hvernig eru lagðir allt of háir tollar á innflutt blóm sem veldur alls konar óhagræði og skekkir samkeppni og kannski síðast en ekki síst veldur því að verð á blómum á Íslandi er allt of hátt í skjóli þessara háu tolla,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann bendir á að Túlípanabúnt hér á Íslandi geti kostað allt upp undir þrjú þúsund krónur á meðan það kosti í kringum þúsund krónur í löndunum í kringum okkur. „Það er verið að leggja mjög háa tolla á alls konar tegundir bæði af afskornum blómum og pottablómum sem eru bara ekkert ræktaðar hér á landi. EF einhvern tímann hefur verið tilgangurinn að vernda innlenda framleiðslu með þessu þá er hann í mörgum tilvikum ekki til staðar.Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir núverandi kerfi vera úr sér gengið.Ólafur segir að tollurinn verði til þess að ódýrari blóm eru ekki flutt inn. „Af því að stykkjatollurinn margfaldar verðið á þeim. Tökum bara Fresíur sem dæmi sem voru eitt sinn vinsæl blóm á Íslandi en svo lagðist ræktun á þeim hér innanlands af og af því að þær eru ekki dýrar í innkaupum þá finnst engum forsvaranlegt að flytja inn Fresíur sem kostar tuttugu kall stykkið og tollurinn á hana er rúmlega hundrað krónur. Þá er innkaupsverðið orðið sexfalt jafnvel áður en blómabúðin fær sína álagningu. Þannig að þetta þýðir það að sumar vörur fást bara alls ekki hérna. Það sem er flutt inn er frekar dýrari vörur eða lúxusvörur heldur en hagstæðari vara fyrir neytendur og svo þýðir tollverndin auðvitað að innlendir framleiðendur geta haldið uppi verðinu á sinni vöru og hafa ekki þá samkeppni sem þeir þurfa að hafa til að keppa í verði.“Eru blómasalar að sligast undan þessum tollum?„Já, fólk segir bara að þetta sé alveg fráleitt rekstrarumhverfi. Innlenda framleiðslan, jafnvel í þeim tegundum sem verið er að rækta hér á landi þá annar innlenda framleiðslan oft ekki eftirspurninni,“ segir Ólafur og bætir við. „Að okkar mati er þetta kerfi allt saman orðið meingallað og úr sér gengið.“
Garðyrkja Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira